fimmtudagur, júlí 01, 2004

Hvað er málið ????

Ég vaknaði í nótt klukkan 5 vegna þessa að það var svo ausandi hellandi demba að ég hef bara sjaldan á ævinni heyrt í þvílíku regni. Þetta var allavegana á topp 3 ! Við erum að tala um það að ég vaknaði ÚTAF RIGNINGUNNI !!!

Það er líka varla talað um neitt annað í dönskum fjölmiðlum ( fyrir utan hana blessuðu Mary Donaldsson ) en hversu ööööömurlegt þetta danska sumar er. Það er verið að grafa mörg ár aftur til baka til að sjá aðrar eins rigningatölur. Þetta er svakalegt. Og alveg sérstaklega tíbískt. Að sjálfsögðu er ekki gott veður í Danmörku þegar ég eyði heilu sumri þar. En öll hin árin, þegar ég er heima á Íslandi í grenjandi rigningu þá eru slegin hitamet í Danmörku. Þetta er svindl og ekkert nema bölvað svindl !!!
Ég las einhvern tímann, fyrir tveimur vikum minnir mig, í dönsku blaði að einhver danskur veðurfræðingur hafi spáð sumrinu í ár einhvern veginn svona;

* júní = rigning og leiðindaveður
* júlí = sól og danskt sumar
* ágúst = einstaklega extra sólríkt og hlýtt

Og so far, þá hefur hann haft rétt fyrir sér. En júlímánuðurinn byrjar svosum ekkert vel. En þetta kemur allt í ljós. Það er meira varið í Danmörk en bara sól og sólbað ( yeah right !!! :)

En annars að ALVÖRU sólskinsfréttum, þá á litla lambarassgatið mitt afmæli í dag, eins og ég sagði frá í gær. Fer að nálgast ellilífeyrinn. Suss suss !
Þannig að maður verður víst að fara að skella sér í sturtu og vera allur ilmandi og fínn þegar hann kemur heim úr vinnunni og tekur upp alla pakkana sína.
jIbbíííí - pakkar pakkar pakkar.......

Verð að fara að baðast
see you when you get there....






This page is powered by Blogger. Isn't yours?