fimmtudagur, júlí 15, 2004

SHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIITTTTTTTTTT !!!

Íbúðin okkar í Århús er alveg GEÐVEIK !

---

Vöknuðum ansi snemma í morgun og keyrðum yfir á Jótland.
Vorum mætt á svæðið rétt fyrir 11, og húsið sjálft leit miklu betur út heldur en seinast þegar við komum,.. allt á réttri leið, en samt alls ekki tilbúið ( enda allt morandi í verkamönnum og lyfturum og gröfum .. )
Við fórum rakleiðis að lyklaafhendingunni, Martin þurfti að sýna persónuskilríki, skrifa undir, og svo FENGUM VIÐ AFHENTA LYKLANA AF ÍBÚÐINNI OKKAR !!!!!
Og þá var ekkert eftir en að vígja lyklana, og það gerði Martin og ég tók mynd.

Íbúðin er svo GEÐVEIKT, að það er ekki eðlilegt. Eldhúsið er bara súper og allt álveg glænýjasta hönnun. Ísskápurinn er hjúmangus og eldavélin er voðalega tæknileg eitthvað. Nóg skápapláss og frábær lýsing.
Parketið á gólfunum er mjög flott, svefnherbergið var stærra en mig minnti og klósettið er rúmt og gott með SVAÐALEGUM spegli og borðplötu, risa-sturtu og flottu plássi fyrir þvottavél.

Við Martin vorum svo æst að við töluðum og töluðum ofan í hvort annað, komum með hugmyndur og uppástungur. Við vorum að vísu nokkurn veginn búin að taka svona stærtu ákvaðanirnar fyrir nokkrum vikum síðan,.. en þetta er allt saman að smella svo fullkomlega að við bara getum ekki haldið vatni.

Það var allt morandi af fólki að ná í lyklana sína og flestir byrjuðu að flytja inn strax í dag. Lang lang laaaaang mesti hlutinn voru krakkar á okkar aldri, og ef þetta var eldra fólk, þá var það held ég flest í sendiferð fyrir börnin sín sem áttu að fá íbúðirnar en gátu ekki mætt á staðinn sjálf.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa tilfinningunni þegar við komum þarna inn. Ég var næstum þvíin farin að grenja ég var svo ánægð; íbúðin er svo fullkomin og allt umhverfið er svo flott. Það er ALLT í innan við 10 mínútna hjólafjarlægð ! :) vííííhaaaaaaaaaaaa !!!!

Eftir að hafa kíkt á íbúðina, tjékkað hvort að flest allt virkaði og mælt ALLA veggi, þá fórum við í nokkrar húsgagnaverslanir til að setja svona punktinn yfir i-ið í hugmyndasöfnun.
En svo þurftum við að keyra frá Århus klukkan hálf 5, þar sem að það tekur tæpa 3 tíma að keyra þaðan og hingað, og foreldrar Martins eru að fara til Ítalíu í fyrramálið, svo að þau þurftu að fara að hlaða bílinn sem fyrst í kvöld.

---

Þannig að staðan í dag er svona; ÉG ER ALVEG AÐ PISSA Í BRÆKURNAR AF SPENNINGI OG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ MÁNUÐURINN LÍÐI OG VIÐ FÖRUM AÐ FLYTJA BÚSLÓÐINA YFIR TIL ÁRHÚSA. ÉG HREINLEGA GET EKKKKKI BEÐIÐ !!!!
JÆKS ! ;)

Ég ætla að setja nokkrar myndir hérna til hliðar, undir DANMÖRK II

En ég er alveg útkeyrð eftir sérstaklega annasaman dag,
bið að heilsa
sæjonaraaaa....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?