laugardagur, júlí 03, 2004

Ohh, men ! Eggjastokkarnir á mér eru FORMLEGA farnir að klingja. Heldur betur og gott betur ! Eins og jólabjöllur. Það eru nú reyndar soldið síðan að þeir byrjuðu, en seinustu vikurnar hafa þeir sko heldur betur verið á fullu !!
Ég er nefnilega alltaf inni á barnaland.is - það er alveg ótrúlegt hvað maður finnur marga sem maður kannast við eða þekkir sem eru komnir með börn.
Og það er alveg ÓTRÚLEGT hvað maður finnur mikið af hryllilega fallegum börnum. Það er nú orðið þannig ástatt hjá mér að ég bara prófa að stimpla inn eitthvað nafn og skoða síðuna hjá einhverjum og einhverjum ( svo framarlega sem að barnið er krúttlegt og sætt og ennþá lítið og bollulegt,... nenni ekki að vera að skoða síður hjá 6 ára börnum... með fullri virðingu fyrir öllum 6 ára börnum... ! )

Ég elska blönduð börn, svona börn með dökka húð, svart hár og kolbrún augu !!! :)
Ihhhh, þau eru svo sæææææt.
Ef ég get, af einhverjum ástæðum ekki eignast börn ( GUð forði mér frá því 7,9,13 ! ) þá ætla ég að ættleiða barn frá Spáni. Það er svo hreinlega á hreinu, og Martin fær ekki einu sinni að hafa skoðun á því máli, takk fyrir bless !

En að öðru leiti er bara allt gott að frétta,..
ég held,... HELD... að sumarið sé að fara að láta sjá sig hérna í Danmörku. Ég finn það á lyktinni.
Svo er rigningin aðeins farin að láta á sér standa og hitinn farinn að rjúka upp aftur. Seinustu 2 daga er meira að segja búið að sjást til sólar !!!!!

Guð ! Ég er orðin svo spennt að fara að byrja í skólanum, að það er ekki eðlilegt. Ég hugsa um það á hverjum degi. Og bara tilhugsunin um fáránlegustu hluti... eins og að sortera bækurnar mínar eða raða ofan í pennaveskið mitt gefur mér fiðring í magann ! vííííí !

En jæja, ég er farin að leggjast til hvílu
see you in a gran slaaaam
later... my homies....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?