laugardagur, júlí 24, 2004

6 DAGAR ..... 

Góðan daginn fuglar kátir ....

Já hérna hér - ég er nú meiri dýravinurinn ! Meðan ég lá í sólbaði í dag, reyndi sko aldeilis á; fyrst sá ég tvær óðar flugur inni í stofuglugganum að reyna að komast út  - í gegnum glerið ( alveg óðfluga !!! ). Þessa dagana er ég eitthvað farin að finna soldið til með flugum sem að reyna og reyna en komast bara ekki alla leið,.... ég ímynda mér bara mig sjálfa.. með móðursýkiskast og innilokunarkennd en samt nógu þrjóska til að halda alltaf áfram. En þar sem að það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir flugurnar komast í gegn, sama hveru lengi þær reyna, þá sá ég að þessi orrusta var töpuð ( nokkuð greinilegt að ég er með stúdentspróf af stærðfræðibraut,- því það eru ekki allir sem að geta áttað sig á öðru eins ), svo að ég náði í plastglas og pappírsblað og bjargaði þeim báður úr stofufangelsinu.

Stuttu seinna sá ég litla bjöllu, - eða litla.. þetta var reyndar stærsta bjalla sem ég hef séð, örugglega einhverjir 2 cm, - en hún lá á bakinu á stofugólfinu og spriklaði. Af einhverjum ástæðum náði hún ekki að sveifla sér yfir á magann og halda áfram sinni ferð,.. svo að ég í minni einskærri dýragóðmennsku smeygði mér í TAR-ofurbolinn minn ( THE ANIMAL RESCUER) veiddi hana upp úr gólfinu og fleygði henni út. Ég tók reyndar eftir því að það vantaði löpp,.. sem hefur kannski verið ástæðan fyrir því að hún gat ekki labbað,... en fjandinn hafi það, hún var með 5 aðrar.. hún hlýtur að hafa getað reddað sér.

Fékk reyndar smá samviskubit yfir því að hafa hent henni í grasið,.. ef að hún gat ekki labbað inni á sléttu stofugólfinu af hverju ætti hún þá frekar að geta labbað í grasinu ?? Var svona að spá í hvort að ég ætti að fara og bjarga henni aftur og bara binda enda á þessar þjáningar hennar, en þá heyrði ég einstaklega hátt hviss - kattahviss  og væl - svo að ég stökk út í garð og sá 3 ketti hlaupa úti á götu.. og nokkrum sekúndum seinna kemur Nynne spretthlaupandi inn í garð og í gegnum garðhurðina. Og þar sem að ég stóð þarna í mínu mesta sakleysi með appelsínudjús í glasi að reyna að átta mig á því hvað var í gangi, þá hljóp hún á mig... Á MIG.. svo að um 1/4 af djúsinu flaug úr glasinu. Á sömu sekúndu sé ég einhvern viðbjóðslegan óvinarkött, gráan og loðinn og hrottaralega stóran, koma inn í garðinn okkar,.. leitandi að Nynne. Þannig að ég þrammaði yfir grasið til hans og ygldi augabrúnirnar og gaf frá mér besta mögulega feik-urr sem ég mögulega gat, til að sýna honum að enginn abbaðist upp á litlu Nynne músímúss ! Kötturinn flúði að sjálfsögðu ( enda örugglega aldrei jafn ófrýnilega manneskju með jafn rautt og sólbrennt nef - og stóran rass !! ) en Nynne stóð skelfd inni á gangi og gægðist fram til að athuga hvort að ekki færi að verða allt í lagi að koma aftur fram.
Ég skal viðurkenna það að það tók mig smá stund að jafna mig á þessum atburði, sérstaklega með tilliti til þess að djúsið var andskoti gott og nú þurfti ég að fara aftur inn í eldhús og fylla á!

Ohh well,.. ég leggst aftur til sólarrekkju og nýt mín í nokkrar mínútur.. þar til að ég heyri "bzzzzzzz " og svo lágan dynk. Þetta hljóð heyri ég iðulega þegar að ég er úti í garði, og er þá um að ræða flugur sem að reyna að komast í gegnum gluggann utanfrá, eða fljúga á gluggann á opinni svalahurðinni.
Ég veit ekki af hverju ég leit upp í þetta skiptið sérstaklega, þar sem að ég hef þónokkuð oft heyrt þetta hljóð og veit fyrir víst að þetta eru flugur að fljúga á ! En ég allavegana.. leit upp og til hliðar, .. og í stólnum við hliðina á mér, undir glugganum, lá einhverskonar dönsk fluga á bakinu, fluga sem hafði ekki legið þar fyrir nokkrum mínútum. Ég horfði á hana í smá stund, en hún lá alveg hreyfingarlaus...  ( "Holbæk, we have a problem.. ! " ). Þannig að ég prófaði að pota aðeins í hana, og þá fór hún að hreyfa lappirnar og svo að lokum velti hún sér yfir á magann og lappirnar. Og svo stóð hún bara kjurr í einhvern tíma. Veit ekki hversu lengi, því ég lokaði augunum og hélt áfram fyrri iðju, en svo kannski 5 mínútum seinna, þá leit ég á stólinn aftur og hún var farin.
Ég held ég geti fullyrt það að þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég hef séð flugu fá heilahristing !!!

Það var ekki að spyrja að því,.. nokkrum mínútum seinna fékk ég símtal frá drottningunni; hún vill sæma mig heiðursorðu fyrir gott framlag í þágu dýranna. Athöfnin er á morgun !

---

Langar að taka það fram að konan sem ég talaði um á blogginu í gær er örugglega EKKI AÐ ELTA MIG  ( fyrir þá sem að föttuðu ekki að þetta var djók ). Elskuleg móðir mín fékk nefnilega nett fyrir hjartað og spurði mig í gærkvöldi; " ... En Erna ! Er þessi kona virkilega að elta þig ??? " Hahahhaha.. alveg kostuleg, hún mamma ! :)

---

Ég fór út að hlaupa í morgun. Ætlaði að prófa einhvern nýjan hring sem að Martin sagði mér frá.. átti að vera 11 km. Ég er nú búin að vera fjandi dugleg að hlaupa undanfarið og hef reglulega hlaupið í kringum 9-11 km,.. en alltaf sömu leiðina. Svo að ég tók fagnandi á móti nýjum uppástungum og ákvað að prófa þessa leið sem Martin minntist á.
Það er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað að ég fór ekki alveg rétta leið og endaði með að hlaupa aðeins meira en 11 km.. Martin heldur að það hafi kannski verið í kringum 13. En það sem er hinsvegar fréttnæmt er það að það tók mig ekki nema 1 klst og 5 mín - og ÞAÐ er met hjá mér. Svei mér þá.. ég held bara að ég sé í besta hlaupaformi sem ég hef á ævi minni verið í. Amen og húbba húlla fyrir því !

En jæja,.. ég er farin í sturtu
ég þarf svo að finna kjól fyrir morgundaginn
wish me luck
adios y hasta luego...

 




This page is powered by Blogger. Isn't yours?