föstudagur, júlí 30, 2004

Á MORGUN.... !!!!! 

Leidís end Jeinkúlmen !

STÓRKOSTLEGAR FRÉTTIR úr landi hinna rauðu og hvítu;
MARTIN KOMST INN Í SKÓLANN Í ÅRHUS - þannig að núna erum við FORMLEGA "Verðandi fátækir námsmenn !! "
En mér er nett sama ( akkúrat núna ! ) - ég er svo hryllilega ánægð fyrir hans hönd að mér er meira að segja sama þótt ég geti ekki keypt mér nýja flík fyrr en á næsta ári af því að við höfum ekki efni því af við erum BÆÐI í skóla ! Jihúúúú !

---

Í gær fórum við í mat til Kim Larsens - og ég get svo svarið fyrir það - uppá allt sem ég á!
Það er nú samt skemmst frá því að segja að þetta var ekki HINN EINI SANNI Kim Larsen - heldur bróðir pabba hans Martins.
Veit ekki af hverju ég er að segja frá þessu,.. óttalega ómerkilegt eitthvað. Sorrí ! :)
Ég fékk samt ógeðslega góðan mat, ef að það gerir söguna eitthvað betri !?!?

---

Hérna í dag var hryllilega gott veður, með tilheyrandi sumarskordýrum og ógeðslegheitum.
Ég fór að skúra klukkan 5.30 í morgun, og þegar ég kom heim klukkan rúmlega 8, þá fór ég ekki og lagði mig, heldur fór ég að taka til í íbúðinni, vegna þess að foreldrar Martins eru að koma heim á morgun og maður verður víst að skila íbúðinni eins og þau vilja fá hana ( og maður sjálfur ! )
Allavegana... ég stóð inni í eldhúsi og var að smyrja mér brauð, þegar ég heyri þetta líka ógeðslega suuuð. Og þegar ég leit í stofugluggann þá sá ég lífs míns STÆRSTU OG ÓGEÐSLEGUSTU FLUGU ! Þetta var einhverskonar blanda af hunangsflugu og vespu, og hún var svo stór að ég hefði örugglega geta fleygð snöru utan um hálsinn á henni og dregið hana út. Sjitt ! Ojj.. ég fæ fiðring niðrí rass bara við að hugsa um hana núna.
Sem betur fer var hún ekki á sveimi inni í stofunni, heldur bara í glugganum og reyndi ákaft að komast í gegn, eins og allar aðrar flugur.
Ég íhugaði að henda pappaglasi yfir hana og henda henni út, en sökum stærðar var ég ALLS EKKI að leggja í það. Ég hringdi skelkuð í Martin sem manaði mig upp í það, og sagði mér að hún myndi sko ekkert stinga mig.
Þannig að ég náði í glasið og stífan pappír og færði mig rólega til hennar,.. tekur hún ekki bara á rás og breytir um átt og stefnir á mig - óðfluga  !!!  ( Úff, ein ömurleg að nota sama brandarann og um daginn ! :)
Þannig að ég hljóp með glasið og pappírinn fram á gangi og lokaði millihurðinni. Svo var ég bara þar að taka til og pakka niður í rúmar 20 mín, þar til ég tók mig á og opnaði smá rifu á hurðina og gægðist út og inn í stofu.
Heimska flugan var nú aftur komin út í gluggann, og hélt áfram að reyna að troða sér út. Svo að ég ákvað að drífa í þessu áður en hún færi aftur að sveima um húsið, gekk rösklega til hennar, henti glasinu yfir hana, lokaði fyrir með pappírnum og gekk með glasið út í garð, hallaði hurðinni eins mikið og ég gat - en þó þannig að það væri pláss fyrir handlegginn á mér, náði í skó og kastaði honum í glasið svo að það valt og flugan flaug út, meðan ég lokaði svalahurðinni með hinni hendinni !!!! Þvílíkur snillingur !
Jahh, ég segi það fyrir þá sem að aldrei höfðu trú á hermannaskólanum sem ég fór í seinasta sumar,... hérna kemur allt sem ég lærði að þörfum. Akkúrat í svona stöðu, þegar maður þarf að henda 3 -4 cm langri leðurblöku út í garð, án þess að eiga það á hættu að verða stunginn..... þá er sko gott að hafa tamið sér góðan aga, mikinn styrk og snerpu og gott úthald !!!!

Einhverju seinna, þegar ég lá í sólbaði á maganum, þá fann ég fyrir einhverju kitli á höndinni. Tók því sem svo að þetta væri ein af þessum hundrað þúsund milljón 1 mm flugum sem eru hérna pikkfastar við mann allan daginn, drukknandi í svitadropum, svo að ég settist upp og gerði mig tilbúna til að þurrka hana burt - dettur þá ekki bara þetta viðbjóðslega ógeðslega kvikindi niður úr undirhandakrikanum á mér ( ég var alveg rökuð samt, þannig að það hékk ekki í neinu !! ) og niður á dýnuna.
Ég hef aldrei séð svona dýr áður, .. það var ekket sérstaklega stórt.. en alveg sérstaklega skrýtið, og með halann svona sveigðan upp eins og maður sér stundum sporðdreka ! Ojjjj... mér er sama þó að 1 mm flugur séu að skríða í undirhandakrikanum á mér,... mér er meira að segja næstum því sama þó að þær skríði inn í rassinn á mér ( gæti samt tekið þær heila lífstíð,.. svo löng er leiðin ( og stór er rassinn )) - en nei takk og kærlig hilsen fyrir því að eitthvert skordýr með uppbrettan halann sé að væflast þar ! Ojjj - ég fæ aftur fiðring niðrí rass !
( Kannski ER ég með 1 mm flugu í rassinum, sem skýrir þennan endalausa fiðring !!! ) :)

---

Soldið fyndið að segja frá því, að... það er sama hvað við Martin reynum,.. það eru alltaf ákveðin orð í ensku sem að við berum mismunandi fram.
Don´t take me wrong, Martin talar ROOOOSALEGA góða ensku, og sem betur fer ekki með þessum hryllilega leiðinlega danska hreim.
Eftirfarandi samtal átti sér stað um daginn;
Martin; " Ojjj, have you heard the news, about the boss in Germany that drove over a traintrack?"
 
Erna; " Ojj,.. that´s terrible. What happened ? " ( En hugsaði samt mér mér hvað væri svona merkilegt við það - með fullri virðingu fyrir manninum - en bara það að það eru daglega bílslys hérna í Danmörku, hvað þá í stærri löndum eins og Þýskalandi. Fannst samt alveg tíbískt fyrir þjóðfélagið að gera mál úr þessu af því að þetta var einhver frægur boss.. einhver yfirmaður, sem var ríkur og þá varð hann að komast í fréttirnar !! )

Martin; " I don´t know, .. didn´t hear the rest of the story ! " En hann sá að mér var svona nett sama um þessa frétt - þannig lagað -, virtist hafa meiri áhuga á kartöflunum sem ég var að éta.

Martin; " You don´t think this is horrible ? You know, it was a danish boss !?! "
 
Erna; " Yes, of course, it is always horrible when people die,.. but I just don´t understand why it matters if this man was a boss or not ! "
 
Martin; " Ohhhh, Erna ! I said a BUS ! "
 
Hahahaha - mér finnst þetta alltaf jafn fyndið þegar ég hugsa um þetta. Martin vill meina það að ég heyri illa, en málið er það ( vil ÉG meina ) að Danir og Íslendingar bera alla sérhljóðana allt öðruvísi fram. Þannig að einstöku sinnum ber ég ensk orð fram með "íslenskum sérhljóðaframburði" og hann með dönskum.
Merkilegt - ekki satt ;)
Málið er bara að þetta er ALLTAF að gerast, ... þetta er sko ekki fyrsta og eina dæmið um það að við séum að misskilja hvort annað !

Líka fyndið að segja frá því, að eitt einfaldasta orð í dönsku,.. orðið "og" ( sem þýðir "og" á íslensku ! :) hef ég  alltaf borði fram OG, eftir því sem mér var kennt í barnaskóla.
En Martin tók sér það bessaleyfi um daginn að leiðrétta mig, maður segir ekki OG.. heldur segir maður Ó -> " Mig og dig " = " Mæ ó dæ " !!!!!

---

Jæja, þá er dönskuhornið búið í dag. Takk fyrir, takk !
Og stóra stundin er runnin upp;... eftir rétt rúman sólarhring verðum við stödd í íbúðinni okkar í Árhúsum. Merkilegur áfangi í lífi okkar er rétt handan við hornið.. búúúú .. spúkí !

Annars, þá er ég svo hryyyyyllilega þreytt núna,.. enda búin að vera vakandi síðan rúmlega 5 í nótt, að ég hreinlega verð að fara að sofa, enda get ég varla skrifað mikið meira með annað auga lokað og hitt rangeygt !

Búin með Da Vinci (  ÞVÍLÍK SNILLD, MAÐUR ! ) - en það er ekki það, ég VEIT ég á eftir að ROTTTTAST um leið og ég legst undir sæng.
Bið að heilsa, og skrifa líklegast ekki aftur fyrr en um eða eftir helgi.

Wish me luck
knús knús
Erna Maccavelli ( a.k.a Inspector Mac )

 





This page is powered by Blogger. Isn't yours?