mánudagur, júlí 19, 2004

11 DAGAR ÞAR TIL VIÐ FLYTJUM TIL ÅRHUS.. 

Hola mi amigos y amigas !
 
Kellingin er alveg að springa úr gleði í dag. Ég eiginlega veit ekki af hverju,..  mér finnst bara allt alveg yndislegt og gaman að lifa. Og það furðulega er.... að það er ekki sól !!! :)
 
Ég er búin að vera á netinu núna í kannski klukkutíma að skoða síðuna hans dr. Phils. Hvað er í gangi - gæti maður spurt sig !?!
En ég skal bara viðurkenna það að þessi síða er alveg ágætis afþreying, kallinn veit hvað hann segir.
Æjj, mér finnst samt soldið fyndið að fólk geti komið og sest í stólinn hjá honum, hann talað við það í 10 mínútur, og fólkið frelsast og allt verður betra eftir það !
Bara svona svipað og hann þarna Benny Hinn, ( ekki hinn .. heldur hinn BENNY hinn.. ahahaha )kallinn sem stóð með míkrafón uppi á sviði, lagði höndina á ennið á t.d lömuðu fólki, það féll í yfirlið, hann mumlaði eitthvað í fóninn og nokkrum sekúndum seinna stóð það upp og labbaði af svipinu hágrenjandi af því að hann hafði læknað það.
Ég á eitthvað svo erfitt með að trúa þessu, - en samt... fólk vill nú ólmt halda því fram að þetta sé satt !
Af hverju ekki bara að borga kallinum dágóða upphæð, senda hann frá einu landi yfir í annað og lækna alla og laga,.. fyrst að þetta er að virka !?!? Ég meina  - fjandinn hafi það,.. ef hann getur sett höndina ofan á hausinn á mér ( og ekki skemmt hárgreiðsluna mína ) og minnkað á mér rassinn...... fine by me!!

 
---
 
Ohhh, hún Nynne (  kötturinn ) er svo sæt. Mamma Martins var búin að segja mér að þegar við förum að sofa á kvöldin, að þá þyrftum við helst að skilja hurðina eftir aðeins opna, því að Nynne finnst svo gott að stökkva upp í rúm til hennar og liggja í fanginu á henni og láta klappa sér og klóra rétt fyrir svefninn.
Og það er hún búin að vera að gera seinustu nætur síðan að foreldrar Martins fóru til Ítalíu. Og í gær var hún svo OFFFFURSÆT að mig langaði að kreista hana alveg í gegn. Hún bara lá svo saklaus ofan á lærunum á mér og malaði og malaði ( eða hvað hljóðið nú kallast sem að kettir gefa frá sér þegar að þeim líður vel ) meðan ég klappaði henni í 20 mínútur. Ég var nú orðin soldið þreytt á þessu í endann og langaði að fara að sofa, en af því að hún var svo megasæt þá þráaðist ég við og hélt áfram, þar til að hún gaf mér leyfi til að hætta.
 
Ég hugsa að ég verði að kaupa mér kött þegar ég verð eldri.
Langar samt pínu meira í hund, af því að ég held að maður verði svona aðeins meira tilfinningalega tengdur hundum en köttum. Svo skilja hundar miklu betur svona skipanir en kettir.
Ekki það að ég hafi reynsluna, en hún Nynne er bara eitthvað svo rosalega vitlaus. Skilur ekkert og getur ekkert. Ég veit ekki, kannski er það bara af því að hún er ennþá "kettlingur" - ekki nema 1 árs.
Ihhh, hún er svoooo sæt :)
 
---
 
Þetta var daglegt dýrainnskot, .. skemmtilegt að vanda !!
 
Hvað er í gangi með mig ? Ég var einmitt að segja Lindu systur að það er eitthvað að. Ég er farin að segja svo hryllilega leiðinlegar sögur að það er bara ekki mönnum bjóðandi. Ég lái fólki það ekki þó að sé löngu hætt að lesa bloggið mitt. Ég er bara alveg búin að missa allan húmorinn minn, og ekki bara hérna á blogginu, heldur líka í virkeligheden. Ég get svariða, ég held að Martin hljóti að fara að hætta með mér. Svona 3 sinnum á dag eyði ég kannski 5-10 mínútum í að segja sögur, sem allar hafa bæði inngang, forgang, aðalatburð, ris og fall,.. og svo þegar ég er búin að klára, þá horfir Martin á mig svona eins og hann langi til að segja; " OOooooog ?? " eða " and your point ??? " en af því að hann er svo elskulegur þá gerir hann það aldrei. Og til þess að ég líti ekki eins hallærislega út, þá enda ég alltaf á því að segja eins kaldhæðnislega og ég get; " þetta var nú skemmtileg saga !! ".. svona rétt til að bjarga mér úr skítnum. Lofa sjálfri mér því að hugsa mig tvisvar um næst þegar ég ætla að segja sögu, jafnvel að prófa að skrifa hana niður á blað og lesa hann upphátt til að athuga hvort að hún sé þess virði,.. en... ég læri ekkert af mistökunum !
 
Kannski ég ætti að skrifa Dr. Phil;
 
" Dr. Phil. I tell so uninteresting stories. I´m afraid my boyfriend is gonna break up with me. What can I do ?? "
 
---
 
Ohh well ohh well,
langar samt að biðjast afsökunar ef að það koma einhverjar MEIDJÖR stafsetningavillur hérna hjá mér á blogginu. Er stundum löglega afsökuð, þar sem að einhver hluti eru innsláttarvillur. En sannleikurinn er hreinlega sá að ég er farin að ryðga allsvakalega í íslenskunni. Ég veit nákvæmlega hvað mig langar að segja á ensku, en svo þegar kemur að því að segja það á íslensku,.. þá stend ég á gati. Þarf í alvörunni stundum að stoppa og prófa að skrifa orðið á tvenna vegu,.. vega og meta.. og svo taka lokaákvörðun. Stundum er ég alveg 100 % viss,.. stundum verð ég að taka sjénsinn. Allar ábendingar eru vel þegnar !! :(
Merkilegt samt,.. vegna þess að ég er bara búin að vera hérna í rúman mánuð. Að vísu erum við Martin nottla búin að vera að samskipta ( hahaha.... communiceit-a ) á ensku síðan við byrjuðum saman,.. en samt. Hvernig ætli staðan verði eftir 2 ár ?
 
En ég er allavegana farin
það kemur ykkur ekkert við hvert,..
neiiii, ég segi svona,.. ég er enn glöð :)
víhaaaa.. flyt til Århus eftir 11 daga
adios mi amigos y amigas
chi .. chiiiing !
 






This page is powered by Blogger. Isn't yours?