þriðjudagur, nóvember 30, 2004

16 DAGAR ... 

.... ogþaðersvomikiðaðgerahjámérnúnaaðéghefbaraekkitíma
tilaðskrifaalmennilegabloggfærsluídag, þannigaðégverðbaraað
fáaðgeraþaðámorgun,erþaðekkibaraígúddílagiogglimrandifínt,
litlulömbinogkiðlingarassgötinmín?Ok,turilú....

*innnsoogggg*
mánudagur, nóvember 29, 2004

17 DAGAR... 

Ó mig auma !!!

Mig vantar svo mikið að fá nudd, og allra helst fótanudd !
Það er allt að verða brjálað og svo ógeðslega mikið brjálað að það þarf að fara að raka af því hausinn, setja það á prozac, klæða það í spennitreyju, fleygja því bak við rimlana og sturta niður lyklinum !

Obbosíííí.....

---

Hópurinn minn er enn að vinna þetta blessaða hópverkefni, við erum samt reyndar rétt að klára og það er bara gott og blessað. Eigum að skila inn plani fyrir kynninguna á morgun, og svo er kynningin sjálf á miðvikudag eða fimmtudag. Gaman gaman,.. maður gerir ekkert annað í þessum skóla en að standa uppi á töflu og kynna !
Býst samt við að maður hafi gott af því, svona aðeins að standa fyrir framan fólk og tjá sig.

Síðan erum við Martin búin að taka að okkur svolitla auka skúringavinnu; í fyrsta lagi höfum við farið eitthvað að skúra fyrir stelpuna sem er að skúra á móti okkur, og í öðru lagi erum við búin að vera að skúra eitthvað auka þarna vegna þess að það eru einhverjar framkvæmdir í gangi og yfirmaður okkar hefur beðið okkur um að þrífa eftir verkamennina.
Ég kvarta ekki, við fáum þokkalega vel borgað fyrir þetta og ekki veitir af svona í kringum jólin.

OOooog, svo er ég að reyna að vera dugleg í ræktinni. Setti mér það takmark að hlaupa samtals 30 km í seinustu viku, og ég gerði það....- á 4 dögum ! Það er svosum ágætt... en ég hefði alveg viljað fara meira. Það er bara alltaf eitthvað sem kemur uppá og rústar planinu mínu.
Sjáum til hvernig þetta fer í þessari viku,.. er þegar búin að fara 10 í dag, og ekki nema 20 to go !

Svo er julefrokost hjá bekknum mínum á föstudaginn. Þá s.s ætlum við að hittast heima hjá einum og hver og einn kemur með einhvern rétt og það verður svo hlaðborð og svo partý eftirá. Það verður bara stuð. " Migi gaman,. Migi grín " ( Laddi ! )
( SOrrí Linda.. stal þessu frá þér !!! :) )

En að öðru leyti,.. þá er ég bara þreytt akkúrat núna og mig langar að fara að sofa.
Sendi ykkur hjartnæmar draumaóskir, frá bláu næturhúminu ...
"blátt lítið blóm eitt er...."
æj æjjj.. þarna datt ég endanlega í ruglið
turílú...........
laugardagur, nóvember 27, 2004

19 DAGAR ... 

... og ef satt skal segja, þá næstum bara 18, vegna þess að það er eiginlega kominn sunnudagur !

Magnað !

Við Martin fórum niðrí bæ í gær, löbbuðum aðeins um og skoðuðum jólaljósin. Það var nefnilega verið að kveikja á þeim í gærkvöldi og hellings-fjöldi af fólki sem lagði leið sína þangað niðureftir. Þar að auki voru flestar búðirnar opnar til klukkan 12 á miðnætti og margar hverjar með tilboð.
Meðal annars uppáhalds skóbúðin mín,.. bauð 30 % af öllu í búðinni... ÖLLU !
Það var sko skítt fyrir mig að fara þangað inn. Sá svoooooo mikið sem mig langaði í, en ég gat ekki keypt neitt.. enda á ég ekki krónu í buddunni minni,- hvorki peningabuddunni né hinni !!!! :)

En allavegana, við ákváðum að fá okkur að borða. Og hérna niðrí bæ er hægt að kaupa staka pízzusneið, nema hvað.. að þetta er ekki pízzusneið... hún er svo stór að þetta er í ALVÖRU eins og svona 3 domino´s pízzusneiðar fastar saman. Og það kostar sama sem ekki neitt.. einhvern 200 kall íslenskar.
Þannig að við skelltum okkur á sitthvora svona sneiðina í kvöldmat ásamt kóki.
Nema hvað.. síðan þegar við erum búin, þá höldum við áfram að labba um bæinn og skoða dýrðina !
Síðan segir Martin einhvern brandara og ég fer að hlæja,.. sem er svosum ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að ÉG ROPAÐI Í LEIÐINNI !!!!
Og það er ekki djók.. ég veit ekki hvernig ég fór að því,.. en ég einhvern veginn náði að blanda þessum tveimur athöfnum saman og út kom þetta svakalega skemmtilega hljóð.
Martin ætlaði gjörsamlega að ærast úr hlátri og hann hló og hann hló og hann hló ! Og mér leið eins og hálfvita. Sérstaklega þegar að hann sagði mér að stákarnir sem að gengu framhjá okkur hafi farið að hlæja líka. Ég nefnilega sá strákana labba framhjá, og þakkaði Guði fyrir að þetta hafi nú ekki verið það hátt hjá mér, og þeir ekki það nálægt !
" Ertu viss um að þeir hafi farið að hlæja að mér ? Ertu viss um að þeir hafi heyrt þetta ? " spurði ég Martin.
Hann staðfesti það að þeir hafi litið við og beint á mig, og flissað.
" En þetta var ekki svo hátt ??? "
Martin: " Erna ! Þú veist nú hvað þú getur hlegið hátt,.... !? Og þú veist nú hvað þú getur ropað hátt !!? You do the math... þetta var MJÖG hátt !!! "

Maður er bara alltaf að átta sig á nýjum og nýjum hæfileikum sem leynast hið innra.
Spurningin um að notfæra sér þetta næst þegar að maður hittir Friðrik krónprins og Mary !?
" Hej.. jeg hedder Erna og kommer fra Island. Jeg kan le og bøvse på samme tid !! Vil I se ?? "

Gaman að þessu !

Annars er ekkert mikið í fréttum. Ég og minn hópur erum að vinna í einhverju skítlegu verkefni, frekar leiðinlegt og meirihlutinn af næstu viku mun líklegast fara í það.
Á miðvikudaginn fáum við Martin útborgað og ætlum af því tilefni að skella okkur niðrí bæ ( enn eina ferðina ) og festa kaup á nokkrum jólagjöfum. Gaman Gaman !

En núna, kæru krílin mín, er ég að spá í að fara að spila við Martin: Fem-hundrede ( Linda, mannstu í verslunarferðinni ??? )
hasta la vista,....
fimmtudagur, nóvember 25, 2004

21 DAGUR ... 

Allir að kaupa jólabókina í ár,- hún er eftir mig og heitir; "LÍF MITT SEM LYKTNÆM KONA!"

Ég var nefnilega að átta mig á því að ég skrifa ansi oft sögur á blogginu um vonda lykt sem hefur borið á góma mína hér í Baunalandi ( tjah... ok, lyktina hefur kannski ekki beint borið á góma,.. en allavegana í nasaholur ! )
Ég lenti nefnilega í því núna í gær í strætó á leiðinni heim, að það settist við hliðina á mér kona sem lyktaði af einni allra ALLRA verstu svitafýlu og súra líkamsÓÓFNYKI sem ég hef Á ÆVI MINNI fundið !
Holy mother....
Ég sat í gluggasæti, og ég þurfti svoleiðis að snúa mig úr hálslið til að geta fengið allavegana 5% af ráðlögðum súrefnisdagsskammti. Sat þannig alla leiðina og starði út um gluggan og leit ekki meira en 2° í hvort átt frá þeim punkti sem ég starði á ! Var að sjálfsögðu komin með herfilegan hálsríg þegar hún loksins LOKSINS yfirgaf vagninn,... aðeins 1 stoppi á undan mínu.
Svo sá ég, þegar hún stóð upp, að það stóð aftan á peysunni hennar INSTRUKTØR - sem þýðir "leiðbeinandi" og hún hefur líklegast verið einhverskonar leikfimikennari,... væri mér allavegana nær að halda svona miðað við aldur og fyrri störf !

En allavegana, þar sem ég sat og spældi í hversu tæpt þetta hafi nú allt verið í þessari strætóferð og hversu nálægt maður er stundum dauðanum án þess að gera sér grein fyrir því,- þá ákvað ég að skella þessari annars ágætu lyktarsögu inn á bloggið, og binda þar með enda á þefskynssögur netverja !

Þannig aaaað,... þeir sem vilja vita meira og lesa meira um hagi mína og ferðir á vit fnykjaævintýra, þeir verða bara að leggja sér leið niður í næstu Mál og Menningar-búð og punga út fyrir einu stykki bókinni minni.
Ég hef þegar fengið eftirspurnir; hvenær kemur framhaldið ?
En örvæntið ekki,.. þetta er allt í bígerð, ég fylgi ströngu plani og hefti númer 2 verður komið í sölurnar fyrir páskana.

Ég er að velta fyrir mér titlum og eftirfarandi standa sem hæst þessa stundina;

" "ÉG VILDI ÉG VÆRI SAURGERILL" - SAGÐI LITLA ÞEFSKYNSFRUMAN ! "

" TO SMELL OR NOT TO SMELL,- THERE IS NO OTHER QUESTION ! "

" GÆTI ÉG FENGIÐ KLEMMU Á NEFIÐ, TAKK ! "

" VÓ VÓ VÓÓÓ ! HVER DÓ ? "

eða

" VÓ VÓ VÓ ! HVER DÓ OG GLEYMDI AÐ ÞVO SÉR Í HANDAKRIKUNUM ?! "

Atkvæðagreiðsla fer fram á netinu, og verðlaun verða gefið fyrir heppinn þátttakanda = DOVE svitalyktareyðir !

-----

Hvernig endar þetta allt saman ?
Langar bara taka það fram að ég er löglega afsökuð fyrir að bulla, því að ég er svo þreytt að ég er eiginlega komin allan hringinn og er ekki þreytt lengur !

Það er alveg meira meira miklu meira en nóg að gera hjá mér þessa dagana; skúra skúra skúra, hlaupa hlaupa og lyfta, sofa, borða, læra og þvo mér undir síðuspikinu og á milli tánna! Þetta er svo kreisí, að það er varla gat á dagskránni hjá mér frá því að ég fer á fætur og þar til að ég leggst undir feld á ný.
Akkúrat núna er klukkan að verða hálf 2 að nóttu til, og ég er að fara að hitta hópinn minn hérna heima hjá mér klukkan 10 í fyrramálið. Það er nefnilega ekki skóli á morgun, heldur STUDY DAY ! Þannig að við erum að fara að vinna í verkefni sem á að skilast á miðvikudaginn í næstu viku. Við erum svosum komin með ágæta byrjun þannig að það er bara spurningin um massa þetta allsvakalega ! E'hagi ?

Verst bara að ég get eiginlega ekki sofið neitt lengur en vanalega; þarf nefnilega að taka til í fyrramálið áður en þau koma, auk þess sem ég ætlaði að stökkva upp í bakarí og kaup nokkur rúnnstykki fyrir liðið.
Þannig að,... það er kannski best að fara að enda þetta hérna hvað úr hverju
og fleygja sér upp í rúm !

Until we meet again,
tsjuss, elskurnar mínar.......
tsjuss tsjuss
þriðjudagur, nóvember 23, 2004

23 DAGAR ... 

Hmmm...

... ég hef nú fundið margskonar útgáfur af myglulykt ! En ég held að botninum hafi verið náð í dag.

Fyrir það fyrsta er búin að vera ÓBJÓÐINS lykt inni í ísskápnum síðan að ég keypti einhvern sterkan ost handa Martini og foreldrum hans. Í hvert sinn sem að maður opnaði hurðina, þá var það eins og að stíga inn í mykjubú, því að lyktin svoleiðis gaus framan í mann.

Í dag tók ég síðan allt í einu eftir gulum maísbaunum sem að eru búnar að vera þar inni, í tupperwareboxi, í óþarflega langan tíma.
FJÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚFFFFFFFFFFFFFFF !
Ég er ekki frá því að það hafi sprungið æðar í augunum á mér við það að þefa af þeim óbjóði,- ojjj ojjjj ojjjj !

Maður hefði nú ekki haldið að saklausar, litlar gular baunir gætu stinkað svona illilega, og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér.... don't bother to check it out!
Þvílíka súra lyktin maður... úff.. !!!!! Og þær voru ekki einu sinni myglaðar.. heldur bara.. SOLdið gamlar ! Jæks !

Og svona í þokkabót og ofanálag á þessi skemmtilegheit, þá mundi ég eftir fetaosti sem var falinn einhversstaðar fyrir aftan allt og var búinn að vera þar nokkuð mikið lengur en baunirnar, og reyndar flest annað þarna inni í skápnum. Og ég get sko sagt ykkur það að HANN var myglaður.... Guð blessi okkur öll !!!

---

Ízzsshhk ! Það er einhver þáttur um kynskiptiaðgerðir !
Ég hef akkúrat EKKERT á móti fólki sem fer í slíkar aðgerðir,.. og ég trúi fastlega á það að sumar sálir geti hreinlega verið fæddar í vitlausum líkama.

En það er samt eitthvað við þetta, sem mér finnst hálf...spes !

Mér finnst það nefnilega eitt þegar t.d menn eru búnir að fara í aðgerðina, búnir að vera að taka kvenhormóna og farnir að líta nokkuð mikið út eins og þeir séu fæddir sem konur !

En það er hinsvegar allt allt annað mál, þegar menn eru ekki búnir að fara í aðgerð og hafa þess vegna ennþá karlkynsverkfæri, eru ekki búnir að vera að taka nógu mikla hormóna til að breyta t.d rödd og líkamsvexti almennilega, og líta þess vegna nákvæmlega eins út og menn með hárkollu og naglalakk ! Frekar óaðlaðandi!

Ég hef heldur aldrei verið mikið fyrir klæðskiptinga, þannig að.. það er kannski ekki mikið að marka mig !( Nota bene - ég hef heldur ekkert á móti klæðskiptingum ! )

Æjjj,.. mér finnst þetta bara hálf furðulegt allt saman. Sorrí tú sei ! Vona ég sé ekki að móðga neinn þarna úti. Hlýtur samt að vera furðulegt að vera búinn að vera á deiti með strák, og komast svo bara að því að hann er með buddu, og alles !!!!

En jæja.. nóg er nú komið af vitleysunni,
ég þarf víst að fara að ganga frá þvotti, ansans vesen alltaf saman !
tsjuss.....
mánudagur, nóvember 22, 2004

24 DAGAR .... 

Og áfram heldur svefngeðveikin og draumabrjálæðið...

...Mig dreymdi um helgina að við vinkonurnar værum allar heima hjá henni SonjuÝr í kökuboði. Hún var búin að eiga og þegar við vorum þarna að gæða okkur á veitingum, þá spyr einhver hvar dóttirin sé, hvort að vð megum ekki fá að sjá litla krílið. Sonja svarar að hún sé búin að fá nafnið ANDREA og að kærastinn sinn sé að baða hana.
,, Hann er samt alveg að verða búinn og þá kemur hann og sýnir ykkur snúlluna. Ég ætla bara að biðja ykkur að fara ekki að lita á hana !!!!!!!! "

Þetta sagði hún í fúlustu alvöru, eins og ekkert væri sjálfsagðara!
Ókei, ókei ! Ég veit ekki með ykkur hin, en ég skal bara segja þér það hér og nú, Sonja mín, að ég hef engin áform eða plön um að lita á dóttur þín, whatsoever ! Allavegana ekki fyrsta árið !!!

Hefði samt gaman af því ef einhver þarna ætti drauma-ráðningabók og gæti flett því upp fyrir mig hvað þetta nafn merkir. Nafnið ANDRI merkir nefnilega veðurbreytingar,.. en það er ekkert minnst á hana ANDREU !

---

Annars er ég bara komin aftur um nokkur ár og er á harðaspretti niður minningastigann minn. Málið er nefnilega það, að við s.s fengum örbylgjuofn í gjöf frá tengdó í gær, og í dag tók ég mig til og hitaði mér í ofni; samloku með skinku, osti og sinnepi,- eins og svo oft var étið á grunnskólaárunum. Það var eiginlega bara tískufyrirbrigði að gæða sér á þessu og einn aðili í mínum vinahóp var sérstaklega spenntur fyrir þessu og fékk sér þennan rétt í langflestum tilfella þegar hann/hún kom í heimsókn ;)
Ég var einmitt að segja Martini það í gær, að ef að hann myndi spyrja mömmu hvern þess slags samloka minnti hana á, þá myndi hún POTTÞÉTT nefna þennan ákveðna aðila. Ætla ekki að segja nafnið hér, heldur ætla ég að bíða og sjá hvort að mamma giski á rétt ! :) Gaman gaman - gáta á blogginu !

En kæru kæru kálfarnir mínir,
ég var að koma heim úr gymminu - tók vanalega mánudagsskammtinn minn = 10 km.
Er sveitt eftir vonum, en því miður er ég ekki sjálfhreinsandi ( eins og stykkin sem maður hengir inn á klósett til að fá góða lykt ) þannig að ég verð víst að henda mér í sturtu.
Síðan erum við að fara að skúra,.. blessuð pjallan sem á að vera að skúra á móti okkur ( alltaf á mánudögum og þriðjudögum ) er víst veik og við tökum þetta að okkur fyrir hana. Pufff ! Þetta er í 3. sinn á 2 vikum sem við vinnum fyrir hana,.. hvar er metnaðurinn !?!?

kveðjur og knús,... turílú.....
sunnudagur, nóvember 21, 2004

25 DAGAR ... 

Já já, þá er maður bara kominn í hóp frægra manna og mikilvægra!

---

Heyriði, - það byrjaði þannig að foreldrar hans Martins komu í heimsókn í dag. Þau komu rétt fyrir klukkan 2, færandi hendi með blessaða klósettskápinn ( þau eru nefnilega búin að vera að skipta um klósettinnréttingu og við áttum að fá skápinn þeirra um leið og allt yrði klárt hjá þeim sem að er búið að taka þennan líka svakalega langa tíma, þannig að LOKSINS LOKSINS getum við farið að raða klósetthlutunum okkar á skipulagðan hátt ! ) og svo gáfu þau okkur líka örbylgjuofn ( MEGA FLOTTAN með grilli og alles ) og körfu fulla af piparkökum, hvítvíni, rauðvíni, marsípani, snakki, jólakerti, súkkulaði og 2 jóladagatölum !!!!

Við s.s gæddum okkur á ágætis bakaríisveitingum sem við Martin höfðum stokkið eftir áður en þau komu, sátum og spjölluðum í mestu herlegheitum og svo skelltum við okkur á AROS sem er listasafn hérna í 2 mínútna fjarlægð frá húsinu okkar Martins. Þar er Íslendingurinn Ólafur ELíasson með sýningu sem kallast "Minding the world" og mig hefur soldið langað til að sjá þá sýningu. Hún er ekkert smá flott, og margt annað þarna inni virkilega skemmtilegt ! Þannig að það var bara góð og spennandi lífsreynsla að labba þarna um. Ohhh, ég er orðin svo þroskuð og menningarleg !

Við tókum okkur alveg góðan tíma í þetta allt saman, og vorum öll orðin vel þreytt og sveitt eftir allt labbið, upp og niður, upp og niður.
Klukkan um 5 fórum við einn rúnt niðrí bæ og enduðum svo inni á pízzastað þar sem að við fengum okkur kvöldmat. Við Fine fengum Pepperóní með pízzu... já já.. það var svo SVAHAAAAAÐALEGT pepperóní á pízzunni, að .. sko.. ég er ekki að grínast.. pepperónílagið var gott betur þykkara en pízzudegið sjálft á flestum svæðum! Þetta var bara eins og kjötkveðjuhátið ! Fyrstu tvær sneiðarnar voru ágætar,.... en eftir það fékk ég ALVEG nóg ! Jaccchhh !

Nema hvað, að þar sem að við sitjum þarna í gottheitum að gæða okkur á kjötmetinu, þá gengur ekki ómerkari manneskja framhjá glugganum okkar en hún sjálf RIKKE sem vann IDOL-ið ( hún er nefnilega frá Aarhus )! Jibbbíííí,.. þannig að ég dreif mig að benda öllum hinum á gelluna, og allir sáu hana nema Fine greyið.
Hún var svo spæld að hún bað okkur að drífa okkur að borða, svo að hún gæti stokkið á eftir henni og beðið um eiginhandaráritun. Ekkert varð þó úr því !

Ohh well, ohh well.
Síðan komum við hingað heim, fengum okkur kaffibolla og svo lögðu þau af stað aftur til Holbæk um klukkan 7, við Martin drifum okkur að skúra og erum nýkomin heim, totally dead asses in the brainhouse!

Þannig að,.. hvað úr hverju,.. fer maður að panta sér one way ticket í Draumaland
until we meet again...
hasta la vista..


föstudagur, nóvember 19, 2004

27 DAGAR ... 

Martin er búinn að vera í fríi í skólanum í gær og í dag. Af því tilefni hefur hann tekið að sér smá extra vinnu við gluggaþvott, svona til að bæta aðeins í sívaxandi sjóðinn !

Nema hvað, - þegar hann vaknaði í morgun klukkan 05.15 þá lá ég að sjálfsögðu í fastasvefni og ekkert athugavert við það,.. fyrir utan þær sakir að ég var bara í hláturskasti. Og ég hló og hló.. mumlaði eitthvað smá og hélt svo áfram að hlæja !

Ekki veit ég hvað var svona fyndið á þessari stundu, enda man ég ekki hvað mig var að dreyma í nótt, fyrir utan eitt smáatriði:
Það var þannig að ég stóð með nokkrum vinum mínum ( ekki fylgir sögunni hvað við vorum að gera ) en allavegana, þá réttir Gunna upp hendina og hún er klædd í hlírabol,...og er svona líka KAAAAFLOÐIN undir höndunum. Ég spurði hana hvað hanni stæði fyrir, og á vildi hún meina að hún væri að safna til að geta vaxað !!!!
Og þar endaði sá kafli. Í raunveruleikanum er hún Gunna Dóra nefnilega sérstaklega þolinmóð þegar kemur að hárvexti og ber ég mikla virðingu fyrir því, þar sem ég hef þá þolinmæði ALLS EKKI.
Eeenn.. hvað um það... ekki veit ég alveg hvort þetta var það sem ég hló að í nótt,- þetta virkar nú svosum ekkert rosalega fyndið... en fjandinn hafi það, maður hefur nú hlegið að ýmsu verra.

---
Eins og: " Hefurðu heyrt um minnkabúið.... ? Sem minnkaði og minnkaði... þar til það var búið !?!?!?! " :)
---

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Martin verður vitni að fáránlegum aðgerðum mínum í svefni. Nokkrum sinnum hefur hann vaknað og séð mig liggjandi með aðra höndina grafkjurra 180° BEINT upp í loftið og einu sinni sat ég í rúminu og hreyfði hvorki legg né sporð.
Greyið Martin, hálfvakandi, var ekkert aaaalveg að fatta skuggann sem hann sá, enda ekki alveg að átta sig á aðstæðum !!

Svona er maður nú ruglaður.

Eeeen elsku litlu lömbin mín,
ég er hreinlega farið að bursta í mér tanngarðinn og leggjast uppí rúm,
er svona í þreyttara lagi
shalom......

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

28 dagar... 

Ég skil ekki eitt....

af hverju mér er það lífsins ÓMÖGULEGT að opna hurð með því að halda á lyklinum í vinstri hendinni. Það bara hreinlega gengur ekki ! Mér er það gjérsamlega líffræðilega ómögulegt og ég hitti einfaldlega ALDREI í skráargatið ! Merkilegt !
Samt get ég alveg teiknað Óla Prik með vinstri... nokkuð myndarlegan í þokkabót !!!

Svo er fleira sem ég skil ekki:

* Hvernig stelpur geta gert fasta fléttu í sig sjálfar. Ókei, það er sko ein Ella að setja í sig venjulega fléttu,.. en það er aaaallt önnur Ella að setja í sig FASTA fléttu. Það er svOOO mikið meira önnur Ella... að það er eiginlega orðin Brynhildur !

* Af hverju múslimakonur keyra aldrei bíl !
Sá reyndar undantekningu á þeirri staðreynd í fyrsta sinn í dag. Hvernig veit ég að þær voru múslimar ? Þær voru svoleiðis vafðar inn í lök og teppi að það hálfa hefði nú verið meira en nóg. Það sem að gerði þessa sjón samt skemmtilega var að þær voru á hvítum sportbíl með spoiler og fjarlægðan hljóðkassann og læti.. !

* Af hverju það er orðið svona fruntalega kalt úti.

* Af hverju ég er ekki enn búin að vinna í Lottó-inu, þrátt fyrir ítrekaðar þátttökur !

* Hvernig sumt fólk getur verið endaþarmslæknar. Ég meina,.. give me a break.. hver vill vinna við að pota í rassinn á bláókunnugu fólki ?!? DííÍses Kræstt ( eins og Michael FLash-kennari segir svo skemmtilega !

* Af hverju kjúkklingalærin mín eru svona rosalega lengi að bakast. Þau áttu bara að vera í 40 mín í ofninum, en sá tími er liðinn og búinn að vera og mér sýnist lærin ekkert vera að braggast !

* ... hver nennir að lesa þetta blessaða blogg hjá mér !

---

Ég er næstum alveg komin með aðra löppina ofan í gröfina í dag. Ég er svo þreytt og það er búið að vera svo brjálað að gera,.. og því linnir ekki enn. Hvar endar þetta allt saman !? Ég - ÖLL í gröfinni !?

En annars langar mig bara að benda á það að Helíum/sírenugellan TAPAÐI í Idolinu.. ne ne ne ne ne ! Rikke gella vann þennan líka yfirburðasigur með 65% atkvæða á móti 35% !
Ég var reyndar soldið svona hrædd um að Louise ( Frk. Sírena ) myndi fara með sigur af hólmi, því að hún er svo mikið öðruvísi og fyrst hún var nú á annað borð komin svona langt,.. þá gat hún allt eins tekið þetta á lokasprettinum líka !

En sú varð sem betur fer ekki raunin, allir eru ánægðir og dansa í kringum tré.

En ég ætla að fara að segja nokkur vel valin orð við þessi blessuðu læri mín í ofninum,
Þýðir sko ekkert svona slen, ef að þau vilja lenda á boðstólnum hjá mér.
Turílú....
þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jæja, ég lofaði víst einhverri krassandi sögu, og hér kemur ein, töluvert yfir meðaltali í krassleika :

Heyriði.... það var núna í gær að ég kom heim úr ræktinni, alveg fruntalega hungruð og þreytt. Ég var ekki búin að borða síðan fyrir örófi alda og það hlakkaði sko allsvakalega í mér þegar ég opnaði ísskápinn. Martin hafði nefnilega farið að versla fyrr um daginn og keypt einhverja svaka summu af salötum til að setja ofan á brauð.
Þannig að ég náði mér í eina sneið fínt samlokubrauð, skellti "dönsku hangiáleggi" á og sletti svo vænum skammti af baunasalati ( sem þekkist einnig sem ítalskt salat ).
Nema hvað - ég byrja athöfnina og tek mér bita. Hangikjötið var alveg mega gott.. en ég fékk reyndar ekki mikið salat í fyrstu umferð. Ég tek annan bita og fæ aðeins meira salat, en var ekki alveg nógu sátt við bragðið. Ég tek þriðja bitann og finn þetta líka bölvaða óbragð af salatinu. Þannig að ég fór að grandskoða það og kryfja innihaldið. Við nánari athugun leist mér lítið sem ekkert á appelsínugulu kekkina sem lágu á víð og dreif á brauðinu mínu. Mér datt fyrst í hug að þetta væru gulrótar-stubbar, en ég vil meina að ég hafi smakka gulrót áður og hún bragðast sko ekkert í líkingu við það sem ég upplifði þarna. Þannig að ég tók þá ákvörðun að þetta væri grasker, ég hef nefnilega heyrt að það sé ógeðslegt á bragðið og það væri svosum alveg eftir þessum blessuðu fyrirtækjum að reyna að spara með því að henda graskerum í salöt og láta fólk halda að það væru gulrætur. Við nákvæma lesningu á innihaldi, þá kom í ljós að ég var skuggalega nálægt því að uppljóstra vel-geymdu-fyrirtækja-leyndarmálinu, því það stóð INDEED að þetta væru gulrætur !!!

Þannig að mín tók fram gaffal og fór að plokka eins mikið af "gulrótunum" úr salatinu, til að geta haldið áfram þeirri blessun, sem þessi samloka var nú fyrir tóman magann minn.
Og áfram át ég, og ég át og át. Og ég át brauðið mitt með salatinu, sem núna samanstóð basically bara af grænum baunum og majonesi. En ég meina,.. ef það er ekki salat.. hvað er það þá !?!?
En jæja,...ekki bötnuðu nú samt gæðin á samlokunni við þessar útúrplokkun, en skýringin á því lá sennilega í því að ég náði ekki að tína út hverja einustu einu "gulrót" þannig að það var alltaf ein og ein sem mjakaði sér leið með restinni !
Það var svo ekki fyrr en ég tók næst-seinasta bitann, sem var fyrsti algjörlega "gulrótarlausi" bitinn - að ég áttaði mig á því að óbragðið kom bara alls ekki af gulrótunum,.. heldur af baununum !
Baunirnar voru nefnilega ekki svona venjulegar grænar baunir eins og maður þekkir þær á Íslandi,- heldur ófrýnilega ógeðslegar harðar spírubaunir eins og Danir vilja alltaf nota með öllu !

Soldið seint í rassinn gripið,.. en svona er nú það !
Þannig að ég henti í mig seinasta bitanum, hélt fyrir nefið meðan ég tuggði, fleygði salatdósinni inn í ískáp, bölvaði henni í sand og ösku og ákvað að ég væri ekki svöng lengur !

Hahhh ! Og þar hafiði það ! Hvað er betra en spennandi og hugljúf saga á þriðjudagskvöldi ??!!!

---

Annars var ég að rifja upp eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í handboltanum.
Það var þannig að við vorum að fara að keppa, við Framstelpurnar, og sátum allar inni í búningsklefa að gera okkur klárar. Svo fer Ásta að segja okkur frá vinkonu sinni sem var að eignast strák: " Og vitið hvað hún skírði hann !?!?! ÓLÍFUR !!!! "

Allar vorum við nottla óheyrilega hneykslaðar og fundum sérstaklega til með greyið barninu. Fyrir mína parta, þá myndi ég frekar skíra strákinn minn Ljótur heldur en Ólífur.

Ein stelpan spurði hvort að hún hafi ekki bara heyrt vitlaust.. hvort það hafi ekki bara verið Eilífur. En Ásta vildi meina að hún hafi heyrt rétt. Þannig að við fórum að ræða þetta nafn frekar, það getur nefnilega merkt það að " lifa-ekki " = ólífur en svo er líka hægt að tengja þetta við mat " ein ólífa, tvær ólífur - ég ætla að fá pízzu með pepperóní og ólífum "

Jú jú,.. en svona er nú það... sumir vilja bara fá að vera soldið öðruvísi og maður verður víst bara að reyna að bera virðingu fyrir þeim.

Síðan var það einhvern tíman, sem við sátum aftur inni í búningsklefa fyrir leik að græja okkur. Þá kemur Ásta með smá tilkynningu: Hún hafði rekist á sameiginlega vinkonu sína og þessarar stelpu sem hafði verið að eiga, Ásta fer að tala um nafnið og hversu óviðeigandi það sé. Þá kom bara á daginn að drengurinn var víst skírður ÓLÍVER !!!!

Og hana nú !

Mikið svakalega er ég bara ON FIRE hvað varðar sögustund í kvöld. Ég býst fastlega við að fá símtal frá Mál og Menningu sem og öðrum bókaforlögum, þar sem barist verður um að gefa út smásagnabókina mína ! En ég skal sko bara láta ykkur vita það, hér og nú, að svona hæfileikar kosta sitt því þeir vaxa sko ekki á hverju strái !
Jahérnahér !

Ohh well,... en það er víst komið að lokakvöldinu í IDOLINU
Sírenu-gellan ( eins og Albert kallaði hana óvart í skólanum í dag,.. og sem á eiginlega betur við hana ) og Rikke ofurhetja munu há baráttu dauðans.

It all boils down to this.....
ég er ekki frá því að þetta sé 6000 sinnum meira spennandi en nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum
Líf okkar ALLRA veltur allavegana meira á úrslitum kvöldsins í kvöld.

Kærir landsmenn,
leidís end jeinkúlmen,...
May God be with us.........


sunnudagur, nóvember 14, 2004

32 DAGAR.... 

Já já ! Og ég var bara róleg aftur í gær, ein heima og læti !

Lærði meira að segja heima fyrir mánudaginn, horfði á friends og poppaði popp. Er ekki búin að poppa í háa herrans tíð og það var bara einstaklega gaman að rifja upp slíkar framkvæmdir !

---

Ég verð að fá að lýsa óánægju minni og hneyklsun á danska prinsinum Jóakim. Eftir að hann skyldi við blessunina hana Alexöndru, þá hefur hann beinlínis verið á leið til fjandans !
Hann byrjaði að deita, mjög stuttu eftir skilnaðinn. Svo kom í ljós að þessi gella sem hann er með er einhver útlenskur strippari og fyrrverandi dópisti og alkahólisti eða eitthvað álíka. Svo núna fyrir skemmstu var hann tekinn á einhverri hraðbraut keyrandi á 150 - 160 km hraða, og það var einhver vegfarandi eða einhver annar ökumaður sem að kvartaði undan honum.

Ok ! Ég vil ekki vera að vera með einhver leiðindi, manninum er velkomið að deita ( fíkil ) og keyra hratt, en gimmí a breik,.. er ekki spurningin um að haga sér skikkanlega þegar maður er kominn af kóngafólki !?

---

Langar að benda alheiminum á hana Örnu Kristínu frænku mína. Hún er nefnilega að meika það í dansbransanum. Var um daginn í Stundinni Okkar, núna um helgina í Smáralindinni að dansa fyrir hana Selmu Björnsdóttur og eftir nokkur ár verður hún komin örugglega komin í myndbönd með honum Justin Timberlake !!!
Hún var reyndar ekkert að fíla það alltof mikið sjálf, enda ekkert rosalega hrifin af Justin,- en eins og ég sagði við hana þá þarf það svosum ekkert að vera akkúrat hann,... ég huxa að hún geti bara valið úr sjálf; Cristina Aguilera, Madonna, Robbie Williams, U2 eða Nylon !!!!

---

Ó mig auma, ég hef svo lítið að segja.
Þessi helgi var óttalega tíðindalaus, og vikan þar á undan fór aðallega bara í verkefnavinnu
Þannig að þið verðið að afsaka mig, en ég lofa að koma með eitthvað krassandi í næstu viku, ok !?

En annars erum við múslurnar að fara í bíó, THE INCREDIBLES
Ég er farin að klæða mig og sendi kveðjur að handan,....
laugardagur, nóvember 13, 2004

33 DAGAR..... 

Góðan dag, góðan dag, nú er gleðin mér í hag....
hopp og hí, tralla líí, upp á nefið nú ég SNÝÝÝÝÝ....

Jæja, kæru félagar ! Nú er ég vöknuð, var búin að lofa sjálfri mér að fara ekki á fætur fyrir klukkan 12 á hádegi, en það byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 10,.. og "rembdist" svo við að sofna aftur. Það tókst að lokum, eftir mikla áreynslu... og ég svaf í tæpan klukkutíma í viðbót. Þá fékk ég nóg og stökk á fætur.
Svona er það nú að verða gamall !

Það var bara rólegt hjá okkur Martini í gær, við vorum að spila Rummikub og ég valtaði yfir hann; Vann 2 sinnum og hann 1 sinni !!! Ég fékk gull og hann silfur - ég var í fyrsta sæti og hann í öðru !
Svona er það nú að vera bestur !

Það er ekkert planað hjá okkur í dag, frekar en fyrri daginn. Það er samt alveg ágætis veður úti, sól og læti, svo að það er aldrei að vita nema að maður taki einn rúnt niðrí bæ. Samt ekkert að versla, bara að kíkja !
Svona er það nú að vera fátækur námsmaður !

Ég held ég láti þetta gott heita í bili,
hef afskaplega lítið að segja á þessari stundu
er farin að fá mér kaffi og bið að heilsa
adiooss....


fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Sælir kærir sjóarar, rakarar, breikarar, leikarar og bakarar - sem og aðrir ónefndir vinnugreinamenn!

Það var ekki gaman hjá mér í ræktinni í dag !

Fyrir það fyrsta, þá eru íþróttafötin mín af skornum skammti þessa dagana. Þess veldur að þau eru öll orðin sérstaklega illa lyktandi ( enda mörg hver komin til ára sinna, ef ekki áratuga.. ) og þess vegna hef ég úr litlu almennilegu að velja þegar ég hendist í ræktina.
Nema hvað, að í dag þá fór ég einmitt í einum vel tættum íþróttatopp og gulum hlírabol ( sem einu sinni var hvítur ) og fór á hlaupabrettið. Ekki leið á löngu þar til ég fór að finna óþægilegan fnyk, og vildi ég meina að hann væri af mér sjálfri !
Nú - þeir sem að þekkja mig vita að það er fátt annað sem veldur mér meiri áhyggjum en tilhugsunin um að ég lykti af svita,.. en þar sem að ég var á fullu í æfingum og búin að setja mér það ákveðna markmið að hlaupa í 40 mín ( og ekki sekúndu minna ) þá varð ég sko að gjöra svo vel og ná því markmiði - og ekkert væl! Þannig að það var nú ekki hlaupið að því að skipta um bol ( þó ég hafi verið á hlaupabrettinu.. bwahahaha ! ).
Þannig að í rúman hálftíma þurfti ég að láta mig hafa það að vera sérstaklega ógeðsleg. Sem betur fer hafði ég mætt á þeim tíma er lítið er að gera, og í dag vorum við aðeins tvö á hlaupabrettunum, hann á því ysta og ég á því innsta. Þannig að ég prísaði mig sæla yfir því að vera allavegana ekki að eitra fyrir neinum, nema kannski einna helst sjálfri mér.

En að sjálfsögðu er ekki sagan öll, því að þegar ég var rétt tæplega hálfnuð, þá kemur einn starsmaðurinn með fötu og fer að hreinsa öll æfingatækin ! O bojjjj.. og hann byrjaði á hlaupabrettunum, og færði sig óðum nær mér !!!!
Þá voru nú góð ráð dýr, þannig að ég tók til þess ráðs að drífa mig að hlaupa, og hlaupa bara hraðar, ég eiginlega spretti... en ég áttaði mig snöggt á því að það skipti ekki máli hvað ég myndi hlaupa hratt.. 40 mínútur eru alltaf jafn lengi að líða, hvort sem ég spretti þær eða skríð !


Ohh well.. svo gerðist það að ég kláraði að hlaupa.. og fór og færði mig yfir á svona skíðatæki. Starfsmaðurinn var búinn að þrífa æfingatækin og kominn yfir á gluggana. Ekkert merkilegt gerðist hér, svo að við skulum bara sleppa þessum parti.
En jæja,.. ég er s.s búin með upphitunina og ákvað að fara að lyfta.
Ég hef undanfarin skipti tekið til þess ráðs að taka með mér auka bol og fara svo og skipta um áður en ég byrja að meðhöndla lóðin, vegna þess að mér finnst hreint og beint viðurbjóðislegt að sitja svona líka hrottaralega sveitt ofan á lyftinga-leðursætunum og klístrast við þau og alla þeirra arma. Þannig að mín s.s labbar inn í búningsklefa, skiptir um bol og fer svo fram í sal aftur og byrjar að lyfta.

En nei nei nei. Mæta ekki bara Geir og Finnur á svæðið, og það er þessi líka svakalega hátíð hjá þeim.
Sem er merkilega merkilegt, vegna þess að þó ég sé ekki að hlaupa lengur, þá held ég samt alltaf að áfram að svitna þegar ég er að lyfta, sem þýðir það að mér er heitt og EKKI kalt, sem þýðir að þá eiga Geir og Finnur ekki að geta komið !!!
En eitthvað voru nú aðstæðurnar aðeins öðruvísi í dag, ég veit ekki alveg af hverju - læt mér helst detta í hug að loftræstingin hafi verið á einhverjum auka krafti eða þá að ég hafi hreinlega verið að skorpna saman í húðinni vegna myglulyktar.
Þannig að ég s.s gekk um með pinnstífar gerivörturnar frá einu lyftingatækinu til annars.
Ok, ok.. það er nú eitt að þetta gerist þegar þú ert niðrí bæ, í sundlaug, á ströndinni eða heima hjá þér. En þegar þeir félagarnir koma í heimsókn í ræktinni - þá er maður bara plain and simple hallærislegur !!!
Þannig að ég gerði allt sem ég gat til að skýla þessu, þóttist vera að þurrka mér í framan með handklæðinu ( aftur og aftur ) og lét það svo hanga svona lóðrétt niður, fór að nudda á mér augun í gríð og erg, klóra mér á öxlinni og ég veit ekki hvað og hvað. En áfram hélt partýið og mér leið eins og hálfvita.

Ég lét mig nú hafa það þar til að ég var búin að klára að lyfta öll þau tæki sem ég ætlaði að lyfta,.. en svo í þokkabót þegar ég stóð upp frá því seinasta og ætlaði að fara að labba inn í búningsklefa, þá fékk í straum í eyrað frá einhveri plöntu !!!

Og ég er sko ekki frá því að Jón og Geir hafi bara tekið smá vaxtarkipp !

Ég get svo svariða, það er ekki öll vitleysan eins !

---

Annars fór ég ein að skúra í dag af því að Martin var á æfingu, og það gekk bara ljómandi vel. Var rétt rúman hálftíma, spændi þetta af eins og Speedy Gonzales á línuskautum. Fór svo í Fötex og verslaði aðeins inn fyrir kvöldmatinn. Mætti - merkilegt nok - honum Halla, manninum hennar Hrannar, sem er aðeins merkilegt fyrir þær sakir að þau búa einhversstaðar úti í anus og koma ekki í þetta nágrenni hér, nema til þess eins að fara niðrí bæ að versla. Þá var hann að fara að hitta bekkjarbróðir okkar Hrannar sem ætlaði víst að hjálpa þeim með einhver tölvumál: hlaða inn lögum og forritum og eitthvað !

Síðan eldaði ég og beið eftir Martini. Hann kom næstum klukkutíma seinna heim en hann sagðist, sem þýddi það að maturinn var farinn að kólna svona sæmilega vel. Ég var svo svöng af því að ég hafði ekkert borðað síðan í 10.30 í morgun að ég fór að narta í hitt og narta í þetta. Þegar Martin loksins kom heim klukkan að verða 21 þá var ég eiginlega orðin södd eftir allt nartið og gat ekki einu sinni klárað eina tortillu. Hvaða hvaða !

Og nú er ég hér, og hér er ég nú og það er sko allt að verða brjálað.
Klukkan er að verða 22 og ég er farin að finna fyrir þreytu, þannig að ég ætla að láta þetta blogg gott heita, skella einni friends-spólu í tækið og gleyma mér í gleðinni.

Quote daxins ( höfundaréttur Gunna Dóra ) er í eigu Sverris Stormskers:
" Ekki ber dvergurinn... höfuðið hátt !!! "
ahahahhaha
,, Margur skákmaðurinn.. mátar buxurnar !!! "
ahahahaha
,, Mörg gæs ... er mörgæs !!! "
ahahhaah
,, Oft hrekkur bruggarinn í kút !!! "
muhahaha
,, Útlitið er svart, þegar svertingi, með sólgleraugu, mokar kol í myrkri ! "
pffffaahahah
,, Ekki ættu holdsveikir.. að kasta til höndunum !!!! "

Æjjj.. hann Sverrir kallinn.. hann er nú alveg makalaus ! :)

Until we meet again,...

( p.s fyrir þá sem ekki föttuðu það, þá eru Geir og Finnur hvorki, lyftingafélagar, bekkjarbræður né nein önnur gerð af kunningjum. Þetta er einfaldlega "leyniorð" fyrir frjósandi geirvörtur, af því að ég kann ekki við að segja "geirvörtur" á öðrum eins almenningsstað, sem þetta blogg er nú orðið. En nú er ég búin að segja það, þannig að, ég get allt eins skrifað þessa færslu upp á nýtt !!! )
miðvikudagur, nóvember 10, 2004

36 DAGAR.... 

*GEISP*

Var að vakna,- lagði mig í einn og hálfan. Er aaaalveg búin á því ! En svona er nú það, ég get víst ekki verið vakandi allan tímann!

Martin er þessa stundina að elda. MMmmm, kærkomið frí fyrir mig, því ég er búin að vera að gera það svona í 75 % tilfella síðan við fluttum hingað og það er einhvern veginn orðinn svona hluti af öllu ferlinu. Ég hef alls ekkert á móti því, finnst nefnilega rosalega gaman að elda ( þegar að við eigum eitthvað til að töfra fram ) og Martin er nottla auðvitað oft á æfingum á kvöldin. En það er samt gott að slappa aðeins af.

---

Við kláruðum verkefnið okkar alveg 100 % í dag, sem þýðir að við þurfum ekki að mæta í skólann á morgun. VUhú - partý on, dude !
Ætli það sé þá ekki bara spurningin um að nota daginn í að taka aðeins til, einu sinni enn!

---

Annars hafa himnarnir hrunið niður - helíumgellan er back in the game í IDOL-inu. Úfff ! Hvernig má það vera ?
Það var s.s þáttur í gær, þar sem að það áttu bara að vera þau 3 seinustu að keppa um að komast í lokaþáttinn. Nema hvað, að þegar þátturinn byrjar þá tilkynna dómararnir það að hún sé með þessa vikuna, aftur ( var rekin út í seinustu viku ) af því að það hafi eitthvað verið að SMS-atkvæðunum.
Þannig að þau voru s.s 4 sem voru að keppa og 2 áttu að detta út !
ÚFF !
En það er er kannski ennþá ennþá merkilegra er það að það er einn annar aðili sem fer mikið meira í pirrurnar á mér. Málið er nefnilega það að helíumgellan sjálf fer ekkert svo mikið í mig, það er aðallega bara röddin hennar og sú staðreynd að hún kann ekki að syngja. Og það er ekki sanngjarnt að fólk sem kann ekki að syngja fái að vinna IDOL-ið !
En það er s.s strákur þarna, sem þykist bara vera skemmtikraftur aldarinnar, kemur alltaf í einhverjum svakalegum búningum, og setur upp eitthvað voða show. Hann er alveg sjálfselskan uppmáluð og honum finnst hann alveg greinilega vera DA MAN !
En jæja... til að gera langa sögu stutta, þá datt sá leiðindagarpur út, Guði sé lof fyrir það, en hinn aðilinn sem datt út, var strákur sem mig langaði að kæmist áfram ! :(

Sem þýðir aðeins eitt, fyrir þá sem geta lesið það úr þessum texta hjá mér: Helíumgellan verður í lokaþættinum í næstu viku að keppa á móti gellu sem að mér hefur í gegnum keppnina fundist vera ein af þeim mest áberandi bestu.

Þannig aaaaað... þetta er allt við suðumark og roooosalega spennandi, og það kemur s.s í ljós næsta þriðjudag hvort að ég þarf að endurskoða árás mína á Danska Sendiráðið á Íslandi, eller hvad !

Holy Mother... þetta er nú soldið ruglingslegur texti hjá mér,.. en ef þið viljið fá nánari útskýringar, þá getiði bara skrifað mér meil, og ég skal teikna þetta upp fyrir ykkur í Power Point!
---

Ohh well my darlings
við Martin erum farin að skúra
"show me the moneyyyy... "

shalom......


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

37 DAGAR ÞAR TIL ÉG FER HEIM Á KLAKANN... 

Það er bara gos og gos !

Ég sagði frá því einhvern tímann fyrr í vetur, hvernig skipulagðar eru svona rútuferðir frá Danmörku til Þýskalands þar sem að fólk fær einhvern klukkutíma í að versla sér bjór, áfengi og gos - þar sem að það er alveg fáránlega ódýrt þar í landi.
Einn strákur úr bekknum hans Martins fer alltaf reglulega í svona ferðir, reyndar á sínum eigin bíl, og verslar sér alveg svakalegar birgðir. Martin nýtti sér þetta einhvern tímann fyrr í vetur og strákurinn keypti þá handa okkur 2 kassa ( 48 dósir ) af Diet Pepsi ( því það er ekki selt hérna í Danmörku, bara Pepsi Max, sem mér finnst ekki næstum þvíin eins gott ) og ég held ég hafi sagt frá því hérna á netinu að þeir kassar kláruðust á viku !

Nema hvað, að Martin ákvaða að biðja þennan strák um að versla handa okkur næst þegar hann færi og við töluðum um að kaupa kannski aðeins meira í þetta skiptið.
Ekki vissi ég svo meira hvað fór fram þeirra á milli, fyrr en Martin á laugardagskvöldið fær hringingu og segir mér svo að þessi strákur sé á leiðinni með pepsíið okkar.
Út fer Martin og nær í dósirnar og byrjar að bera inn. Já BERA INN.. það kom nefnilega í ljós að Martin lét strákinn kaupa heila 9 kassa af herlegheitunum sem gera 216 dósir !!!!!!!!!!!!!!!

Það er nokkuð ljóst að við erum ekki í áhættuhópi yfir þá sem eiga eftir að kljást við ofþornun og vannæringu... allavegana ekki svona á næsta mánuðinum !!! :)

---

Ég sló aftur 10 km hlaupametið mitt í gær.. hljóp það á 57:23.. og huxanlega aðeins styttri tíma, vegna þess að ég sló óvart í nauðhemlunar-stopp takkann á miðri leið.. þannig að brettið stoppaði en tíminn hélt áfram að ganga, svo að ég þurfti að ýta á einhverja nokkra takka og fá hraðann upp aftur ! Þannig að ég vil meina að ég hafi misst svona 10-15 sek á því.
En that´s life.. ég bætti mig þá allavegana um ca. mínútu !

---

Ég bakaði súkkulaðikökuna hennar Hrannar á sunnudaginn - núna veit ég loksins hvað orðatiltækið "AÐ FARA ÚT UM ALLAR TRISSUR " merkir, því að það er nákvæmlega það sem ég geri til að versla í þessa blessuðu köku, því ég fór í einhverjar 5 búðir og sjoppur til að fá öll hráefnin !!!
Nema hvað að hún átti að vera inni í 45 mínútur, en eftir hálftíma þá fór hún að dökkna soldið að ofan, svo að ég tók hana út.
Þessi kaka á sko að vera soldið blaut að innan, og þegar ég tók hana út úr ofninum þá var hún vægast sagt vökvakennd og ég var ekki viss hvort að hún ætti eftir að verða betri þegar hún kólnaði, eða hvort að ég ætti að prófa að stinga henni aftur inn í ofninn. Við skelltum kreminu ofaná og biðum svo í smástund. Eftir kannski 20 mín stungum gaflinum í miðja kökuna og þá var hún bara hrá ( var samt frekar vel bökuð svona á við brúnirnar ). Guðdómlega kakan mín var ónýt !

Martin stakk uppá að henda henni aftur inn í ofninn, en ég vissi ekki alveg hvort það var sniðugt, kremið var nú einu sinni komið ofaná. En eins og hann sagði, þá höfðum við eiginlega ekkert val: það var annað hvort það eða henda henni í ruslið.
Svo að inn í ofninn fór kakan og var þar í 20 mínútur auka. Kremið svoleiðis bubblað ofan á og það leit út fyrir að hún væri að fara springa.
Þegar við svo loksins tókum hana út þá var ekki sjón að sjá hana. Ég sagði líka bara " hver dó ?" því að þetta var eins og opinn heili eftir versta lestarslys. Martin vildi meina að þetta líktist frekar einhverju sem kemur út úr gatinu fyrir sunnan heilann.... ímyndi sér hver sem vill.

Nema hvað að við smökkuðum kökuna.. ákveðnir hlutar af henni voru alveg étanlegir... samt engin gloría, en meiri hlutinn var samt ennþá óbakaður !!!

Ég er búin að heyra í Hrönn eftir ósköpin og fá frekar leiðbeiningar yfir það hvernig skal forðast þetta í nánari framtíð.
Maður getur víst ekki alltaf verið Master Cock !

Ohhh,.. annars hef ég mest lítið að segja
við erum á fullu núna að vinna hópverkefni sem við eigum að skila á fimmtudaginn,
minn hópur er sama sem búinn, sem betur fer, en ég er samt eitthvað að stressa mig á þessu
held ég skelli mér í að fínpússa ritgerðina

bið bara að heilsa í bili,
hasta la vista.....
sunnudagur, nóvember 07, 2004

Jæja,... þá er bjórdagurinn búinn að sigla sinn sjó og allir Danir að jafna sig eftir ósköpin !

Þvílíkt og annað eins. Við erum að tala um það að ALLIR barir og pöbbar bæjarins voru fullir - troooooðfullir !
Bekkurinn minn ætlaði að hittast á einum ákveðnum bar, en svo fékk ég símtal stuttu seinna þar sem að ég fékk að vita að þar hafi ekki verið eitt einasta lausa sæti, svo að þau færðu sig öll yfir á annan bar.
Þegar ég og Tanja loksins mættum á svæðið ( fashionably late), þá var svo troðið að við vorum þarna nokkur sem þurftum að standa.
Það var nottla ekki alveg að ganga,.. þannig að um leið og jólabjórinn var kominn í sölu ( kl. 20:59) og allir voru búnir að kaupa sér allavegna 1 flösku ( Sumir fleiri enda búnir að bíða eftir þessum degi í 365 daga og sérstaklega klæddir í JULE-TUBORG SOKKANA SÍNA !!!!! ) þá fórum við heim til Raymonds sem býr þarna í sömu götu og þessi ákveðni bar.

Þar hélt gleðin áfram,... ég missti gervinögl og við Tanja gerðum dauðaleit að henni, Jón Rebenúí fyrrum meðlimur í Hjálpræðishernum, hélt uppi heiðri fyrrverandi félags og stóð undir nafni og hjálpaði okkur. Hann skreið um gólfið og sópaði með lófanum. En nöglin sýndi engan samstarfsvilja og var þögul sem gröfin. Held meira að segjaað hún hafi örugglega verið ofan í gröfinni líka,... því að hún var gjersamlega týnd !!!
Tanja fann nöglina svo LOKSINS eftir langa og strembna leit, mikil tár og titring og nokkuð margar bænir !

Ástæðan fyrir því að ég týndi nöglinni er eftirfarandi: Klósetthurðin á klósettinu hans Raymonds er vægast sagt ekki negld í hjarirnar og ekki með öllu mjalla. Þetta er svona harmonikku-hurð sem stendur bara laus... og maður þarf alltaf að LYFTA henni upp og KOMA HENNI FYRIR þannig að ekki sjáist inn... eða allavegana þannig að það sjáist eins lítið inn og MÖGULEGT !
Nema hvað að ég stóð þarna hjá klósettinu og var að tala við einhvern og svo kemur Brian og fer að pissa.
En Brian var bara ekki alveg með á nótunum, og eftir að hann hafði "lokað" hurðinni og byrjað að tæma vatnskassann,... þá s.s stend ég þarna í mesta sakleysi fyrir utan og fæ hurðina í hausinn !!!!
Jámm ! ÉG FÉKK HURÐINA Í HAUSINN ! Hún datt á mig og Brian stóð þarna í spotlightinu í góðum gír að ljúka sér af, og ég - miskunnasami samverjinn sem ég er - barðist við að lyfta hurðinni upp aftur og setja hana á sinn stað svo að greyið Brian þyrfti ekki að vera að spræna fyrir framan alþjóð !
En hurðin var aðeins þyngri en ég hélt, - eða ég ekki eins sterk og mig minnti - og nöglin s.s flaug af, Brian meig á sturtuhengið og Raymond húseigandi var örugglega ekki sáttur ( hef nú farið nokkrum sinnum í partý til hans, en aldrei hefur hurðin í raun og veru dottið ! Blame it on the fucking Icelanders )

En annars var ógeðslega gaman. Við fórum svo niðrí bæ og þræddum göturnar til að finna stað með lausum sætum. Fundum loksins einn og við sátum þar inni í einhvern tíma.
Ég opnaði töskuna mína og fann beikonpakka ofan í henni !!!!
Það eru nú skiptar skoðanir hvernig hann endaði þarna,... en mig minnir nú allarahelst að það hafi verið þannig að Egill hafi staðið fyrir framan ísskápinn ( í partýinu hjá Raymond ) og ég bið hann um að rétta mér bjór ! Egill segir að ég fái ekki bjór, en ég megi hinsvegar fá beikon - og hann réttir mér beikonpakka !
Ég gat nottla ekki látið Egil vera meiri og fyndnari mann, þannig að ég tek á móti beikoninu og sting því ofan í töskuna mína !
Gleymdi því nottla alveg, fyrr en ég opnaði töskuna aftur, sem var niðrí bæ.
Ég gaf Davíð beikonið ( sama stráknum og ég gaf sjónvarpið ) - Hrönn hefur nefnilega verið að hafa áhyggjur af honum.. hann er orðinn svo grannur að hann er alveg að hverfa, hann á nefnilega aldrei pening til að kaupa sér mat. En á föstudaginn sagðist hann, merkilegt nok, eiga egg, svo að þetta bara small allt saman.
Þannig að þetta var allt hluti af Guðs-plani !

En jæja .....síðan fór ég og hitti Martin á öðrum skemmtistað, en hann hafði verið að skemmta sér með sínum bekk líka.
Við vorum svo komin heim um klukkan hálf 4 og allir í gúddí fíling !!!

---

Í gær vorum við bara róleg. Ég tók til í öllu húsinu, því að Harpa Vífils frá Köben og Lísa vinkona hennar komu í smá heimsókn. Voru að fara í diskó-friskó-búninga-skyldu partý/matarboð hjá Hrafnhildi Skúla, sem er að spila hérna í Århus. Þær Harpa og Lísa komu með búningana sína með sér og fengu að dressa sig hérna.
Það er nú ekki hægt að segja mikið um átfittið... annað en það að ég hef enga trú á öðru en að þær hafi slegið í gegn. Harpa var reyndar ekki alveg viss hvort að hún líktist meira: hóru eða diskógellu !!!! :) hahaha.... en þær voru flottar !!

---

Martin er að keppa núna.. enn einu sinni. Alveg merkilegt.. hann er að keppa á hverjum einasta sunnudegi. Skil ekki hvernig hann nennir því ! En þetta er víst hans val.

Og talandi um að keppa... ÉG HUXA AÐ ÉG SÉ KOMIN MEÐ AÐRA HÖNDINA Á VISA-KORTIÐ MITT, standandi í ostabúð... ef að Framstelpurnar halda áfram að spila svona vel og VINNA, því að þá líður ekki á löngu áður en ég renni kortinu í gegn og sendi heim á klakann eina góða myglu-ostakörfu !!!!

Og AF HVERJU er ég ekki þarna til að sjá þær spila !? Þetta er fúlt !!!

---

"Ekki nema" 39 dagar í að ég lendi á Ísalandi. Ég er orðin svo spennt, að það er sko ekki mönnum bjóðandi. Ég er meira að segja komin í smá jólafíling og alles.
Það sem ennþá merkilega er, er það að ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa flestum í jólagjöf,.. FLESTUM... því að sumir eru þó erfiðari fórnarlömb en aðrir. En þannig er nú bara það ! Klósett-setu-hlífar eru ekkert verri en hver önnur gjöf ( " Toilet-seat-coverssss " )

En jæja litlu lömbin mín,
ég ætla að fara að gera eitthvað af viti
( eins og að hoppa út í 7/11 og versla svo að ég geti bakað Hrannar-súkkulaðiköku ! MMMMMMM MMM MMMMM !!!!! )
Kveðjur að handan.....

P.s ég veit ekki hvor Brian meig á sturtuhengið,.. langaði bara að troða því inn því að það hljómaði eitthvað svo ofsalega frásagnarlegt !!!
föstudagur, nóvember 05, 2004

Úff ! Þvílíkt brjálaður dagur að baki !

Strax eftir skólann í gær, þá fór ég niðrí bæ... kíkti á úlpu sem ég mun að öllum líkindum fá í jólagjöfa, og lét taka hana frá. Fer svo á mánudaginn og kaupi hana.

Næstum í hvert einasta sinn sem maður fer niðrí bæ, þá er allt morandi í svona fólki með spurningalista, sem stoppar mann alveg lon og don, grípur mann hér og þar og platar mann til að svara.
Ég hef alltaf komist upp með að segja bara: "I don´t speak danish... " og brosa, en halda svo áfram að labba í burtu.
En í gær, þá ætlaði gæinn ekki að láta mig sleppa svo auðveldlega: " Ooooh ! So.. where are you from?"
Og svo byrjaði hann að spjalla og fyrr en varði, þá var ég farin að hlusta á ræðu um einhverja stofnun sem að hjálpar fátækum götubörnum í Súdan og bla bla bla. Og hann var s.s að biðja mig um að skrifa undir til að gefa átómatískt 300 danskar kr framlag í hverjum mánuði. Ef ekki það, þá er líka hægt að gefa 30 danskar kr bara í eitt skipti.
" So.. are you interested ??? "
" Well.. I am very sorry, but to tell you the truth.. then I am actually very poor myself !!!! "
Ég var í alvörunni að spá í að biðja hann um sleppa þessari ákveðnu söfnun og setja frekar af stað baráttu til að safna framlögum FYRIR MIG !!! Fannst það samt ekki alveg viðeigandi og frekar dónalegt í garð greyið súdönsku barnanna.
"But you can also just pay one time... 30 kr ! ? "
" Aahhhh,..... well... I am very sorry, but I am afraid I have to say No" - og svo vænt bros... og eitt skref til hliðar og eitt skref til hliðar.. og svo varð ég frjáls og hljóp í burtu !!!! :)

En jæja, allavegana.. svo þegar ég kom heim þá fór ég beint í ræktina, kom heim og fór að versla, eldaði alveg þvííííííílíkt góða máltíð sem verður endurtekin aftur þegar ég kem heim á klakann um jólin ;)
Eldamennskan tók hryllilega langan tíma, og ég var rétt nýbúin að öllu þegar Martin kom heim af æfingu klukkan að verða 9. Síðan fórum við að skúra rúmlega hálf tíu. Málið er nefnilega það að það var verið að vinna þarna niðurfrá og yfirmaður okkar hringdi um daginn og bað okkur að koma í fyrsta lagi eftir klukkan 8, en annars bara eins seint og mögulega.
Þannig að við vorum s.s komin þangað rúmlega hálf tíu og af því að við þurftum að skúra extra vel ( og fengum borgaðan auka klukkutíma,- by the way ) þá vorum við ekki komin heim fyrr en að verða hálf tólf !!!

Og þá fórum við bara beint upp í rúm að sofa !!!

---

Í dag er "Jólabjórsdagurinn" ! Já.. ég sagði JÓLABJÓRSDAGURINN.
Á hverju ári, á þessum degi kemur Tuborg með jólabjórinn í verslanir og á bari. Og þetta er sko ekki fyndið.. þetta er bara ekkert smá mikið mál hérna í Baunalandi. Það er bara eins og það sé Þjóðhátíðardagurinn eða eitthvað.
Ég skil þetta ekki,.. þetta er bara bjór... en það má víst ekki segja það við Danina.. þeir verða sármóðgaðir !!!
Þannig að í dag.. eða í kvöld, klukkan 20:59 þá verður bjórinn kominn á alla bari og mér skilst að það verði allt TROOOHHHHOOOÐÐÐÐIÐ niðrí bæ !!!

Sumir eru búnir að taka forskot á sæluna... eins og t.d í skólunum. Í skólanum mínum kom bjórinn t.d klukkan 13.59 í dag og flestir krakkarnir ætluðu að hittast á skólabarnum ( já ! Það er bar í skólanum mínum ) og fá sér nokkra öllara þar, og fara svo saman niðrí bæ og halda áfram gleðinni.

Martin var að segja mér, að fyrir nokkrum árum, þá var þessi dagur á Fimmtudegi, en af því að skólamæting daginn eftir var svo hryllilega lítil ( aðeins um 20% nemenda mættu. 20 % !!!!!!! ) þá færðu þeir daginn yfir á föstudag !! Merkilegur andskoti !! :)

---

Það er svo ÓGEÐSLEGA fyndin auglýsing í gangi hérna í Danmörku. Ég hlæ ALLTAF þegar ég sé hana ! Hahahahhaah.
Hún er þannig að það kemur maður labbandi að svona jukebox-i og setur pening í og velur lag. Svo byrjar lagið " tutti frutti.. ohh rutti... tutti frutti.. ohh ruttti... ", og þá er þetta bara svona ... einn maður að syngja.. með ekkert undirspil eða neitt.. og eiginlega hálf falskur. Hinn maðurinn sem setti peninginn í stoppar nottla og lítur á jukebox-ið.. alveg bara: "hvað er í gangi?"
Síðan er sýnd mynd aftan á jukebox-ið og þá er maður inni í því.. situr þar á botninum og er að syngja.. aaaaaaaaaaaaaaaalveg að fíla sig í tætlur, með lokuð augun og að smella puttum !!!

Hahahahah, þetta er auglýsing frá Mac-Donalds og hún er svo hryllilega skemmtileg og fyndin að það er ekki eðlilegt. Martin er alltaf að endurleika hana og ég hlæ í HVERT EINASTA SINN !!! :)

Ég er að segja ykkur,... þessi auglýsing er eina ástæðan fyrir því að ég kaupi Mac-Donalds.

Niihhhhhhh, bara að grínast. Ég myndi kaupa Mac-Donalds þó að hann væri kreistur úr hundsrassi !!!!!!

En jæja.. that´s all for now, folks !
Until we meet again......


miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Maður bara gleymir sér í gleðinni !

Mest lítið búið að gerast hérna síðan ég skrifaði seinast. Ég fór ekki í skólann á þriðjudeginum ( í gær ) sökum veikinda og svo vildi svo skemmtilega til að það var frí í dag þannig að ég fæ góðan tíma til að jafna mig.

---

Svo var Idolið í gær, og ég hef góðar fréttir að færa: Helíumgellan er loksins farin heim ! Haaalelúja ! Þótt fyrr hefði nú verið !
Skil ekki hvernig hún komst svona rosalega langt: Top 4,- en ég get hætt að hafa áhyggjur af framhaldinu og núna þarf ég heldur ekki að fara og henda eggjum í Danska Sendiráðið !

---

Það er svo fyndið að sjá allt þetta hjólagengi hérna í Danmörkunni, ég er eiginlega ekki enn búin að venjast þessari geðveiki. Þetta er samt nottla alveg rosalega sniðugt: sparar pening sem annars færi í strætó eða bensín, og auk þess fær maður smá hreyfingu út úr þessu.
Fyndnast er samt að sjá gamlar konur á hjóli, sem eru alveg á dánarbeðinu, með lykkjufall á sokkabuxunum sínum og svo krumpaðar og hrukkaðar að maður veit ekki hvort þær eru í ullarsokkum eða ekki, með fölsku tennurnar í annarri og heyrnatækið í hinni - spænandi um bæinn á megahjólum.
Gott hjá þeim !

---

Ótrúlegt að það séu að koma jól ! ÓTRÚLEGT ! Ég held að ekkert ár í lífi mínu hafi liði svona rosalega hratt. Og ekki nema 43 dagar í að ég verði re-united með fjölskyldunni minni og vinum. Guuuð ! Ég er farin að hlakka svo rosalega til að fá laufabrauð, rjúpu, gurríarkökur og annað eins lostæti. MMMMmmmm ! Guð gefi mér styrk til að þrauka !

---

Glöggir áhorfendur geta séð að ég er búin að breyta aðeins síðunni... var að leika mér í gær, - maður verður nú að nýta sér það sem að maður er búinn að læra í skólanum. Þetta var nú svosum ekki mikið, enda tekur allt svona bauk alveg hryllilega langan tíma. Svo virðist eitthvað vera ... ekki alveg að virka hérna þegar maður opnar síðuna, og ég er að reyna að fá þetta til að smella,... eeeen - kæru félagar ! Þið verðið bara að vera þolinmóð ! :)

Svona er tæknin alltaf að stríða manni !

Og þannig er nú það
þetta var nú örugglega með ómerkilegri færslum sem að ég hef skrifað síðan að ég byrjaði að blogga,- en ég er löglega afsökuð.. það er afskaplega takmarkað sem að maður hefur að segja frá þegar maður er bara búinn að vera að liggja uppi í rúmi.
Nema þið viljið vita einhverjar horsögur... ég veit að Linda systir iðar í stólnum sínum núna !

En ég er farin að fá mér mandarínu,
smá forskot á jólin
tsjuss,....


mánudagur, nóvember 01, 2004

Maður, ó maður !

Ég vaknaði nokkrum sinnum í nótt með frekar leiðinlega hálsbólgu. En huxaði alltaf með mér að þetta yrði nú farið áður en ég færi á fætur.
Sem var og raunin, og mér leið bara nokkuð vel þegar ég vaknaði klukkan hálf átta og fór að gera mig klára fyrir skólann.

En smám saman þá fór mér að líða verr og verr og svo loksins þegar að ég kom heim, þá leið mér bara alveg hrottaralega illa, með hor og stíflu, verki í eyranu og hausnum og íííískaldar fætur.
Var sko ekki fyrir mitt litla líf að nenna að fara í ræktina, en var alveg að drukkna úr samviskubiti, því að ég fór ekki á föstudeginum.
Og þar sem að ég er stálhraustur Íslendingur með víkingablóð í æðum mínum, þá ákvað ég að láta mig hafa það og skella mér samt !
Gæti þá í versta falli bara verið róleg og hlaupið styttra en vanalega.

Nema hvað - slæm ákvörðun, og sérstaklega í ljósi þess að ég þarf alltaf að vera að keppa við sjálfa mig og pína mig í að fara aaaaaðeins lengra og aaaaaðeins meira.
Endaði á því að líða alveg hræðilega, þurfti meira að segja að setjast aðeins niður í búningsklefanum. Fór svo aðeins fyrr heim en ég vildi.

Núna líður mér sko ekki vel, og hefði betur sleppt þessari blessuðu rækt.
En svona er nú það !

Meðan ég var að gera mig klára til að fara heim, þá sá ég konu í sturtunni sem var með eitt ALLRA SVAÐALLEGASTA 6pack sem ég hef á ævi minni séð - BÆÐI kynin meðtalin !
Talandi um straubretti og klettaklifur... hún var svahakaleg.

Ég er ennþá í vafa hvort að hún hafi í raun og veru verið kvenkyns. Ég hefði eiginlega átt að þykjast renna til í sápu og fleygja mér undir hana og athuga stöðuna !

Jááá, það er sko gott að vera vitur eftirá !

En ég er allavegana farin að fá mér smá kók,- kók lagar allar þínar slæmu raunir
kveðjur að handan....
This page is powered by Blogger. Isn't yours?