mánudagur, nóvember 01, 2004

Maður, ó maður !

Ég vaknaði nokkrum sinnum í nótt með frekar leiðinlega hálsbólgu. En huxaði alltaf með mér að þetta yrði nú farið áður en ég færi á fætur.
Sem var og raunin, og mér leið bara nokkuð vel þegar ég vaknaði klukkan hálf átta og fór að gera mig klára fyrir skólann.

En smám saman þá fór mér að líða verr og verr og svo loksins þegar að ég kom heim, þá leið mér bara alveg hrottaralega illa, með hor og stíflu, verki í eyranu og hausnum og íííískaldar fætur.
Var sko ekki fyrir mitt litla líf að nenna að fara í ræktina, en var alveg að drukkna úr samviskubiti, því að ég fór ekki á föstudeginum.
Og þar sem að ég er stálhraustur Íslendingur með víkingablóð í æðum mínum, þá ákvað ég að láta mig hafa það og skella mér samt !
Gæti þá í versta falli bara verið róleg og hlaupið styttra en vanalega.

Nema hvað - slæm ákvörðun, og sérstaklega í ljósi þess að ég þarf alltaf að vera að keppa við sjálfa mig og pína mig í að fara aaaaaðeins lengra og aaaaaðeins meira.
Endaði á því að líða alveg hræðilega, þurfti meira að segja að setjast aðeins niður í búningsklefanum. Fór svo aðeins fyrr heim en ég vildi.

Núna líður mér sko ekki vel, og hefði betur sleppt þessari blessuðu rækt.
En svona er nú það !

Meðan ég var að gera mig klára til að fara heim, þá sá ég konu í sturtunni sem var með eitt ALLRA SVAÐALLEGASTA 6pack sem ég hef á ævi minni séð - BÆÐI kynin meðtalin !
Talandi um straubretti og klettaklifur... hún var svahakaleg.

Ég er ennþá í vafa hvort að hún hafi í raun og veru verið kvenkyns. Ég hefði eiginlega átt að þykjast renna til í sápu og fleygja mér undir hana og athuga stöðuna !

Jááá, það er sko gott að vera vitur eftirá !

En ég er allavegana farin að fá mér smá kók,- kók lagar allar þínar slæmu raunir
kveðjur að handan....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?