þriðjudagur, nóvember 09, 2004

37 DAGAR ÞAR TIL ÉG FER HEIM Á KLAKANN... 

Það er bara gos og gos !

Ég sagði frá því einhvern tímann fyrr í vetur, hvernig skipulagðar eru svona rútuferðir frá Danmörku til Þýskalands þar sem að fólk fær einhvern klukkutíma í að versla sér bjór, áfengi og gos - þar sem að það er alveg fáránlega ódýrt þar í landi.
Einn strákur úr bekknum hans Martins fer alltaf reglulega í svona ferðir, reyndar á sínum eigin bíl, og verslar sér alveg svakalegar birgðir. Martin nýtti sér þetta einhvern tímann fyrr í vetur og strákurinn keypti þá handa okkur 2 kassa ( 48 dósir ) af Diet Pepsi ( því það er ekki selt hérna í Danmörku, bara Pepsi Max, sem mér finnst ekki næstum þvíin eins gott ) og ég held ég hafi sagt frá því hérna á netinu að þeir kassar kláruðust á viku !

Nema hvað, að Martin ákvaða að biðja þennan strák um að versla handa okkur næst þegar hann færi og við töluðum um að kaupa kannski aðeins meira í þetta skiptið.
Ekki vissi ég svo meira hvað fór fram þeirra á milli, fyrr en Martin á laugardagskvöldið fær hringingu og segir mér svo að þessi strákur sé á leiðinni með pepsíið okkar.
Út fer Martin og nær í dósirnar og byrjar að bera inn. Já BERA INN.. það kom nefnilega í ljós að Martin lét strákinn kaupa heila 9 kassa af herlegheitunum sem gera 216 dósir !!!!!!!!!!!!!!!

Það er nokkuð ljóst að við erum ekki í áhættuhópi yfir þá sem eiga eftir að kljást við ofþornun og vannæringu... allavegana ekki svona á næsta mánuðinum !!! :)

---

Ég sló aftur 10 km hlaupametið mitt í gær.. hljóp það á 57:23.. og huxanlega aðeins styttri tíma, vegna þess að ég sló óvart í nauðhemlunar-stopp takkann á miðri leið.. þannig að brettið stoppaði en tíminn hélt áfram að ganga, svo að ég þurfti að ýta á einhverja nokkra takka og fá hraðann upp aftur ! Þannig að ég vil meina að ég hafi misst svona 10-15 sek á því.
En that´s life.. ég bætti mig þá allavegana um ca. mínútu !

---

Ég bakaði súkkulaðikökuna hennar Hrannar á sunnudaginn - núna veit ég loksins hvað orðatiltækið "AÐ FARA ÚT UM ALLAR TRISSUR " merkir, því að það er nákvæmlega það sem ég geri til að versla í þessa blessuðu köku, því ég fór í einhverjar 5 búðir og sjoppur til að fá öll hráefnin !!!
Nema hvað að hún átti að vera inni í 45 mínútur, en eftir hálftíma þá fór hún að dökkna soldið að ofan, svo að ég tók hana út.
Þessi kaka á sko að vera soldið blaut að innan, og þegar ég tók hana út úr ofninum þá var hún vægast sagt vökvakennd og ég var ekki viss hvort að hún ætti eftir að verða betri þegar hún kólnaði, eða hvort að ég ætti að prófa að stinga henni aftur inn í ofninn. Við skelltum kreminu ofaná og biðum svo í smástund. Eftir kannski 20 mín stungum gaflinum í miðja kökuna og þá var hún bara hrá ( var samt frekar vel bökuð svona á við brúnirnar ). Guðdómlega kakan mín var ónýt !

Martin stakk uppá að henda henni aftur inn í ofninn, en ég vissi ekki alveg hvort það var sniðugt, kremið var nú einu sinni komið ofaná. En eins og hann sagði, þá höfðum við eiginlega ekkert val: það var annað hvort það eða henda henni í ruslið.
Svo að inn í ofninn fór kakan og var þar í 20 mínútur auka. Kremið svoleiðis bubblað ofan á og það leit út fyrir að hún væri að fara springa.
Þegar við svo loksins tókum hana út þá var ekki sjón að sjá hana. Ég sagði líka bara " hver dó ?" því að þetta var eins og opinn heili eftir versta lestarslys. Martin vildi meina að þetta líktist frekar einhverju sem kemur út úr gatinu fyrir sunnan heilann.... ímyndi sér hver sem vill.

Nema hvað að við smökkuðum kökuna.. ákveðnir hlutar af henni voru alveg étanlegir... samt engin gloría, en meiri hlutinn var samt ennþá óbakaður !!!

Ég er búin að heyra í Hrönn eftir ósköpin og fá frekar leiðbeiningar yfir það hvernig skal forðast þetta í nánari framtíð.
Maður getur víst ekki alltaf verið Master Cock !

Ohhh,.. annars hef ég mest lítið að segja
við erum á fullu núna að vinna hópverkefni sem við eigum að skila á fimmtudaginn,
minn hópur er sama sem búinn, sem betur fer, en ég er samt eitthvað að stressa mig á þessu
held ég skelli mér í að fínpússa ritgerðina

bið bara að heilsa í bili,
hasta la vista.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?