þriðjudagur, nóvember 23, 2004

23 DAGAR ... 

Hmmm...

... ég hef nú fundið margskonar útgáfur af myglulykt ! En ég held að botninum hafi verið náð í dag.

Fyrir það fyrsta er búin að vera ÓBJÓÐINS lykt inni í ísskápnum síðan að ég keypti einhvern sterkan ost handa Martini og foreldrum hans. Í hvert sinn sem að maður opnaði hurðina, þá var það eins og að stíga inn í mykjubú, því að lyktin svoleiðis gaus framan í mann.

Í dag tók ég síðan allt í einu eftir gulum maísbaunum sem að eru búnar að vera þar inni, í tupperwareboxi, í óþarflega langan tíma.
FJÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚFFFFFFFFFFFFFFF !
Ég er ekki frá því að það hafi sprungið æðar í augunum á mér við það að þefa af þeim óbjóði,- ojjj ojjjj ojjjj !

Maður hefði nú ekki haldið að saklausar, litlar gular baunir gætu stinkað svona illilega, og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér.... don't bother to check it out!
Þvílíka súra lyktin maður... úff.. !!!!! Og þær voru ekki einu sinni myglaðar.. heldur bara.. SOLdið gamlar ! Jæks !

Og svona í þokkabót og ofanálag á þessi skemmtilegheit, þá mundi ég eftir fetaosti sem var falinn einhversstaðar fyrir aftan allt og var búinn að vera þar nokkuð mikið lengur en baunirnar, og reyndar flest annað þarna inni í skápnum. Og ég get sko sagt ykkur það að HANN var myglaður.... Guð blessi okkur öll !!!

---

Ízzsshhk ! Það er einhver þáttur um kynskiptiaðgerðir !
Ég hef akkúrat EKKERT á móti fólki sem fer í slíkar aðgerðir,.. og ég trúi fastlega á það að sumar sálir geti hreinlega verið fæddar í vitlausum líkama.

En það er samt eitthvað við þetta, sem mér finnst hálf...spes !

Mér finnst það nefnilega eitt þegar t.d menn eru búnir að fara í aðgerðina, búnir að vera að taka kvenhormóna og farnir að líta nokkuð mikið út eins og þeir séu fæddir sem konur !

En það er hinsvegar allt allt annað mál, þegar menn eru ekki búnir að fara í aðgerð og hafa þess vegna ennþá karlkynsverkfæri, eru ekki búnir að vera að taka nógu mikla hormóna til að breyta t.d rödd og líkamsvexti almennilega, og líta þess vegna nákvæmlega eins út og menn með hárkollu og naglalakk ! Frekar óaðlaðandi!

Ég hef heldur aldrei verið mikið fyrir klæðskiptinga, þannig að.. það er kannski ekki mikið að marka mig !( Nota bene - ég hef heldur ekkert á móti klæðskiptingum ! )

Æjjj,.. mér finnst þetta bara hálf furðulegt allt saman. Sorrí tú sei ! Vona ég sé ekki að móðga neinn þarna úti. Hlýtur samt að vera furðulegt að vera búinn að vera á deiti með strák, og komast svo bara að því að hann er með buddu, og alles !!!!

En jæja.. nóg er nú komið af vitleysunni,
ég þarf víst að fara að ganga frá þvotti, ansans vesen alltaf saman !
tsjuss.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?