LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
br> br> br> br>fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Sælir kærir sjóarar, rakarar, breikarar, leikarar og bakarar - sem og aðrir ónefndir vinnugreinamenn!
Það var ekki gaman hjá mér í ræktinni í dag !
Fyrir það fyrsta, þá eru íþróttafötin mín af skornum skammti þessa dagana. Þess veldur að þau eru öll orðin sérstaklega illa lyktandi ( enda mörg hver komin til ára sinna, ef ekki áratuga.. ) og þess vegna hef ég úr litlu almennilegu að velja þegar ég hendist í ræktina.
Nema hvað, að í dag þá fór ég einmitt í einum vel tættum íþróttatopp og gulum hlírabol ( sem einu sinni var hvítur ) og fór á hlaupabrettið. Ekki leið á löngu þar til ég fór að finna óþægilegan fnyk, og vildi ég meina að hann væri af mér sjálfri !
Nú - þeir sem að þekkja mig vita að það er fátt annað sem veldur mér meiri áhyggjum en tilhugsunin um að ég lykti af svita,.. en þar sem að ég var á fullu í æfingum og búin að setja mér það ákveðna markmið að hlaupa í 40 mín ( og ekki sekúndu minna ) þá varð ég sko að gjöra svo vel og ná því markmiði - og ekkert væl! Þannig að það var nú ekki hlaupið að því að skipta um bol ( þó ég hafi verið á hlaupabrettinu.. bwahahaha ! ).
Þannig að í rúman hálftíma þurfti ég að láta mig hafa það að vera sérstaklega ógeðsleg. Sem betur fer hafði ég mætt á þeim tíma er lítið er að gera, og í dag vorum við aðeins tvö á hlaupabrettunum, hann á því ysta og ég á því innsta. Þannig að ég prísaði mig sæla yfir því að vera allavegana ekki að eitra fyrir neinum, nema kannski einna helst sjálfri mér.
En að sjálfsögðu er ekki sagan öll, því að þegar ég var rétt tæplega hálfnuð, þá kemur einn starsmaðurinn með fötu og fer að hreinsa öll æfingatækin ! O bojjjj.. og hann byrjaði á hlaupabrettunum, og færði sig óðum nær mér !!!!
Þá voru nú góð ráð dýr, þannig að ég tók til þess ráðs að drífa mig að hlaupa, og hlaupa bara hraðar, ég eiginlega spretti... en ég áttaði mig snöggt á því að það skipti ekki máli hvað ég myndi hlaupa hratt.. 40 mínútur eru alltaf jafn lengi að líða, hvort sem ég spretti þær eða skríð !
Ohh well.. svo gerðist það að ég kláraði að hlaupa.. og fór og færði mig yfir á svona skíðatæki. Starfsmaðurinn var búinn að þrífa æfingatækin og kominn yfir á gluggana. Ekkert merkilegt gerðist hér, svo að við skulum bara sleppa þessum parti.
En jæja,.. ég er s.s búin með upphitunina og ákvað að fara að lyfta.
Ég hef undanfarin skipti tekið til þess ráðs að taka með mér auka bol og fara svo og skipta um áður en ég byrja að meðhöndla lóðin, vegna þess að mér finnst hreint og beint viðurbjóðislegt að sitja svona líka hrottaralega sveitt ofan á lyftinga-leðursætunum og klístrast við þau og alla þeirra arma. Þannig að mín s.s labbar inn í búningsklefa, skiptir um bol og fer svo fram í sal aftur og byrjar að lyfta.
En nei nei nei. Mæta ekki bara Geir og Finnur á svæðið, og það er þessi líka svakalega hátíð hjá þeim.
Sem er merkilega merkilegt, vegna þess að þó ég sé ekki að hlaupa lengur, þá held ég samt alltaf að áfram að svitna þegar ég er að lyfta, sem þýðir það að mér er heitt og EKKI kalt, sem þýðir að þá eiga Geir og Finnur ekki að geta komið !!!
En eitthvað voru nú aðstæðurnar aðeins öðruvísi í dag, ég veit ekki alveg af hverju - læt mér helst detta í hug að loftræstingin hafi verið á einhverjum auka krafti eða þá að ég hafi hreinlega verið að skorpna saman í húðinni vegna myglulyktar.
Þannig að ég s.s gekk um með pinnstífar gerivörturnar frá einu lyftingatækinu til annars.
Ok, ok.. það er nú eitt að þetta gerist þegar þú ert niðrí bæ, í sundlaug, á ströndinni eða heima hjá þér. En þegar þeir félagarnir koma í heimsókn í ræktinni - þá er maður bara plain and simple hallærislegur !!!
Þannig að ég gerði allt sem ég gat til að skýla þessu, þóttist vera að þurrka mér í framan með handklæðinu ( aftur og aftur ) og lét það svo hanga svona lóðrétt niður, fór að nudda á mér augun í gríð og erg, klóra mér á öxlinni og ég veit ekki hvað og hvað. En áfram hélt partýið og mér leið eins og hálfvita.
Ég lét mig nú hafa það þar til að ég var búin að klára að lyfta öll þau tæki sem ég ætlaði að lyfta,.. en svo í þokkabót þegar ég stóð upp frá því seinasta og ætlaði að fara að labba inn í búningsklefa, þá fékk í straum í eyrað frá einhveri plöntu !!!
Og ég er sko ekki frá því að Jón og Geir hafi bara tekið smá vaxtarkipp !
Ég get svo svariða, það er ekki öll vitleysan eins !
---
Annars fór ég ein að skúra í dag af því að Martin var á æfingu, og það gekk bara ljómandi vel. Var rétt rúman hálftíma, spændi þetta af eins og Speedy Gonzales á línuskautum. Fór svo í Fötex og verslaði aðeins inn fyrir kvöldmatinn. Mætti - merkilegt nok - honum Halla, manninum hennar Hrannar, sem er aðeins merkilegt fyrir þær sakir að þau búa einhversstaðar úti í anus og koma ekki í þetta nágrenni hér, nema til þess eins að fara niðrí bæ að versla. Þá var hann að fara að hitta bekkjarbróðir okkar Hrannar sem ætlaði víst að hjálpa þeim með einhver tölvumál: hlaða inn lögum og forritum og eitthvað !
Síðan eldaði ég og beið eftir Martini. Hann kom næstum klukkutíma seinna heim en hann sagðist, sem þýddi það að maturinn var farinn að kólna svona sæmilega vel. Ég var svo svöng af því að ég hafði ekkert borðað síðan í 10.30 í morgun að ég fór að narta í hitt og narta í þetta. Þegar Martin loksins kom heim klukkan að verða 21 þá var ég eiginlega orðin södd eftir allt nartið og gat ekki einu sinni klárað eina tortillu. Hvaða hvaða !
Og nú er ég hér, og hér er ég nú og það er sko allt að verða brjálað.
Klukkan er að verða 22 og ég er farin að finna fyrir þreytu, þannig að ég ætla að láta þetta blogg gott heita, skella einni friends-spólu í tækið og gleyma mér í gleðinni.
Quote daxins ( höfundaréttur Gunna Dóra ) er í eigu Sverris Stormskers:
" Ekki ber dvergurinn... höfuðið hátt !!! "
ahahahhaha
,, Margur skákmaðurinn.. mátar buxurnar !!! "
ahahahaha
,, Mörg gæs ... er mörgæs !!! "
ahahhaah
,, Oft hrekkur bruggarinn í kút !!! "
muhahaha
,, Útlitið er svart, þegar svertingi, með sólgleraugu, mokar kol í myrkri ! "
pffffaahahah
,, Ekki ættu holdsveikir.. að kasta til höndunum !!!! "
Æjjj.. hann Sverrir kallinn.. hann er nú alveg makalaus ! :)
Until we meet again,...
( p.s fyrir þá sem ekki föttuðu það, þá eru Geir og Finnur hvorki, lyftingafélagar, bekkjarbræður né nein önnur gerð af kunningjum. Þetta er einfaldlega "leyniorð" fyrir frjósandi geirvörtur, af því að ég kann ekki við að segja "geirvörtur" á öðrum eins almenningsstað, sem þetta blogg er nú orðið. En nú er ég búin að segja það, þannig að, ég get allt eins skrifað þessa færslu upp á nýtt !!! )
Það var ekki gaman hjá mér í ræktinni í dag !
Fyrir það fyrsta, þá eru íþróttafötin mín af skornum skammti þessa dagana. Þess veldur að þau eru öll orðin sérstaklega illa lyktandi ( enda mörg hver komin til ára sinna, ef ekki áratuga.. ) og þess vegna hef ég úr litlu almennilegu að velja þegar ég hendist í ræktina.
Nema hvað, að í dag þá fór ég einmitt í einum vel tættum íþróttatopp og gulum hlírabol ( sem einu sinni var hvítur ) og fór á hlaupabrettið. Ekki leið á löngu þar til ég fór að finna óþægilegan fnyk, og vildi ég meina að hann væri af mér sjálfri !
Nú - þeir sem að þekkja mig vita að það er fátt annað sem veldur mér meiri áhyggjum en tilhugsunin um að ég lykti af svita,.. en þar sem að ég var á fullu í æfingum og búin að setja mér það ákveðna markmið að hlaupa í 40 mín ( og ekki sekúndu minna ) þá varð ég sko að gjöra svo vel og ná því markmiði - og ekkert væl! Þannig að það var nú ekki hlaupið að því að skipta um bol ( þó ég hafi verið á hlaupabrettinu.. bwahahaha ! ).
Þannig að í rúman hálftíma þurfti ég að láta mig hafa það að vera sérstaklega ógeðsleg. Sem betur fer hafði ég mætt á þeim tíma er lítið er að gera, og í dag vorum við aðeins tvö á hlaupabrettunum, hann á því ysta og ég á því innsta. Þannig að ég prísaði mig sæla yfir því að vera allavegana ekki að eitra fyrir neinum, nema kannski einna helst sjálfri mér.
En að sjálfsögðu er ekki sagan öll, því að þegar ég var rétt tæplega hálfnuð, þá kemur einn starsmaðurinn með fötu og fer að hreinsa öll æfingatækin ! O bojjjj.. og hann byrjaði á hlaupabrettunum, og færði sig óðum nær mér !!!!
Þá voru nú góð ráð dýr, þannig að ég tók til þess ráðs að drífa mig að hlaupa, og hlaupa bara hraðar, ég eiginlega spretti... en ég áttaði mig snöggt á því að það skipti ekki máli hvað ég myndi hlaupa hratt.. 40 mínútur eru alltaf jafn lengi að líða, hvort sem ég spretti þær eða skríð !
Ohh well.. svo gerðist það að ég kláraði að hlaupa.. og fór og færði mig yfir á svona skíðatæki. Starfsmaðurinn var búinn að þrífa æfingatækin og kominn yfir á gluggana. Ekkert merkilegt gerðist hér, svo að við skulum bara sleppa þessum parti.
En jæja,.. ég er s.s búin með upphitunina og ákvað að fara að lyfta.
Ég hef undanfarin skipti tekið til þess ráðs að taka með mér auka bol og fara svo og skipta um áður en ég byrja að meðhöndla lóðin, vegna þess að mér finnst hreint og beint viðurbjóðislegt að sitja svona líka hrottaralega sveitt ofan á lyftinga-leðursætunum og klístrast við þau og alla þeirra arma. Þannig að mín s.s labbar inn í búningsklefa, skiptir um bol og fer svo fram í sal aftur og byrjar að lyfta.
En nei nei nei. Mæta ekki bara Geir og Finnur á svæðið, og það er þessi líka svakalega hátíð hjá þeim.
Sem er merkilega merkilegt, vegna þess að þó ég sé ekki að hlaupa lengur, þá held ég samt alltaf að áfram að svitna þegar ég er að lyfta, sem þýðir það að mér er heitt og EKKI kalt, sem þýðir að þá eiga Geir og Finnur ekki að geta komið !!!
En eitthvað voru nú aðstæðurnar aðeins öðruvísi í dag, ég veit ekki alveg af hverju - læt mér helst detta í hug að loftræstingin hafi verið á einhverjum auka krafti eða þá að ég hafi hreinlega verið að skorpna saman í húðinni vegna myglulyktar.
Þannig að ég s.s gekk um með pinnstífar gerivörturnar frá einu lyftingatækinu til annars.
Ok, ok.. það er nú eitt að þetta gerist þegar þú ert niðrí bæ, í sundlaug, á ströndinni eða heima hjá þér. En þegar þeir félagarnir koma í heimsókn í ræktinni - þá er maður bara plain and simple hallærislegur !!!
Þannig að ég gerði allt sem ég gat til að skýla þessu, þóttist vera að þurrka mér í framan með handklæðinu ( aftur og aftur ) og lét það svo hanga svona lóðrétt niður, fór að nudda á mér augun í gríð og erg, klóra mér á öxlinni og ég veit ekki hvað og hvað. En áfram hélt partýið og mér leið eins og hálfvita.
Ég lét mig nú hafa það þar til að ég var búin að klára að lyfta öll þau tæki sem ég ætlaði að lyfta,.. en svo í þokkabót þegar ég stóð upp frá því seinasta og ætlaði að fara að labba inn í búningsklefa, þá fékk í straum í eyrað frá einhveri plöntu !!!
Og ég er sko ekki frá því að Jón og Geir hafi bara tekið smá vaxtarkipp !
Ég get svo svariða, það er ekki öll vitleysan eins !
---
Annars fór ég ein að skúra í dag af því að Martin var á æfingu, og það gekk bara ljómandi vel. Var rétt rúman hálftíma, spændi þetta af eins og Speedy Gonzales á línuskautum. Fór svo í Fötex og verslaði aðeins inn fyrir kvöldmatinn. Mætti - merkilegt nok - honum Halla, manninum hennar Hrannar, sem er aðeins merkilegt fyrir þær sakir að þau búa einhversstaðar úti í anus og koma ekki í þetta nágrenni hér, nema til þess eins að fara niðrí bæ að versla. Þá var hann að fara að hitta bekkjarbróðir okkar Hrannar sem ætlaði víst að hjálpa þeim með einhver tölvumál: hlaða inn lögum og forritum og eitthvað !
Síðan eldaði ég og beið eftir Martini. Hann kom næstum klukkutíma seinna heim en hann sagðist, sem þýddi það að maturinn var farinn að kólna svona sæmilega vel. Ég var svo svöng af því að ég hafði ekkert borðað síðan í 10.30 í morgun að ég fór að narta í hitt og narta í þetta. Þegar Martin loksins kom heim klukkan að verða 21 þá var ég eiginlega orðin södd eftir allt nartið og gat ekki einu sinni klárað eina tortillu. Hvaða hvaða !
Og nú er ég hér, og hér er ég nú og það er sko allt að verða brjálað.
Klukkan er að verða 22 og ég er farin að finna fyrir þreytu, þannig að ég ætla að láta þetta blogg gott heita, skella einni friends-spólu í tækið og gleyma mér í gleðinni.
Quote daxins ( höfundaréttur Gunna Dóra ) er í eigu Sverris Stormskers:
" Ekki ber dvergurinn... höfuðið hátt !!! "
ahahahhaha
,, Margur skákmaðurinn.. mátar buxurnar !!! "
ahahahaha
,, Mörg gæs ... er mörgæs !!! "
ahahhaah
,, Oft hrekkur bruggarinn í kút !!! "
muhahaha
,, Útlitið er svart, þegar svertingi, með sólgleraugu, mokar kol í myrkri ! "
pffffaahahah
,, Ekki ættu holdsveikir.. að kasta til höndunum !!!! "
Æjjj.. hann Sverrir kallinn.. hann er nú alveg makalaus ! :)
Until we meet again,...
( p.s fyrir þá sem ekki föttuðu það, þá eru Geir og Finnur hvorki, lyftingafélagar, bekkjarbræður né nein önnur gerð af kunningjum. Þetta er einfaldlega "leyniorð" fyrir frjósandi geirvörtur, af því að ég kann ekki við að segja "geirvörtur" á öðrum eins almenningsstað, sem þetta blogg er nú orðið. En nú er ég búin að segja það, þannig að, ég get allt eins skrifað þessa færslu upp á nýtt !!! )