þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jæja, ég lofaði víst einhverri krassandi sögu, og hér kemur ein, töluvert yfir meðaltali í krassleika :

Heyriði.... það var núna í gær að ég kom heim úr ræktinni, alveg fruntalega hungruð og þreytt. Ég var ekki búin að borða síðan fyrir örófi alda og það hlakkaði sko allsvakalega í mér þegar ég opnaði ísskápinn. Martin hafði nefnilega farið að versla fyrr um daginn og keypt einhverja svaka summu af salötum til að setja ofan á brauð.
Þannig að ég náði mér í eina sneið fínt samlokubrauð, skellti "dönsku hangiáleggi" á og sletti svo vænum skammti af baunasalati ( sem þekkist einnig sem ítalskt salat ).
Nema hvað - ég byrja athöfnina og tek mér bita. Hangikjötið var alveg mega gott.. en ég fékk reyndar ekki mikið salat í fyrstu umferð. Ég tek annan bita og fæ aðeins meira salat, en var ekki alveg nógu sátt við bragðið. Ég tek þriðja bitann og finn þetta líka bölvaða óbragð af salatinu. Þannig að ég fór að grandskoða það og kryfja innihaldið. Við nánari athugun leist mér lítið sem ekkert á appelsínugulu kekkina sem lágu á víð og dreif á brauðinu mínu. Mér datt fyrst í hug að þetta væru gulrótar-stubbar, en ég vil meina að ég hafi smakka gulrót áður og hún bragðast sko ekkert í líkingu við það sem ég upplifði þarna. Þannig að ég tók þá ákvörðun að þetta væri grasker, ég hef nefnilega heyrt að það sé ógeðslegt á bragðið og það væri svosum alveg eftir þessum blessuðu fyrirtækjum að reyna að spara með því að henda graskerum í salöt og láta fólk halda að það væru gulrætur. Við nákvæma lesningu á innihaldi, þá kom í ljós að ég var skuggalega nálægt því að uppljóstra vel-geymdu-fyrirtækja-leyndarmálinu, því það stóð INDEED að þetta væru gulrætur !!!

Þannig að mín tók fram gaffal og fór að plokka eins mikið af "gulrótunum" úr salatinu, til að geta haldið áfram þeirri blessun, sem þessi samloka var nú fyrir tóman magann minn.
Og áfram át ég, og ég át og át. Og ég át brauðið mitt með salatinu, sem núna samanstóð basically bara af grænum baunum og majonesi. En ég meina,.. ef það er ekki salat.. hvað er það þá !?!?
En jæja,...ekki bötnuðu nú samt gæðin á samlokunni við þessar útúrplokkun, en skýringin á því lá sennilega í því að ég náði ekki að tína út hverja einustu einu "gulrót" þannig að það var alltaf ein og ein sem mjakaði sér leið með restinni !
Það var svo ekki fyrr en ég tók næst-seinasta bitann, sem var fyrsti algjörlega "gulrótarlausi" bitinn - að ég áttaði mig á því að óbragðið kom bara alls ekki af gulrótunum,.. heldur af baununum !
Baunirnar voru nefnilega ekki svona venjulegar grænar baunir eins og maður þekkir þær á Íslandi,- heldur ófrýnilega ógeðslegar harðar spírubaunir eins og Danir vilja alltaf nota með öllu !

Soldið seint í rassinn gripið,.. en svona er nú það !
Þannig að ég henti í mig seinasta bitanum, hélt fyrir nefið meðan ég tuggði, fleygði salatdósinni inn í ískáp, bölvaði henni í sand og ösku og ákvað að ég væri ekki svöng lengur !

Hahhh ! Og þar hafiði það ! Hvað er betra en spennandi og hugljúf saga á þriðjudagskvöldi ??!!!

---

Annars var ég að rifja upp eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í handboltanum.
Það var þannig að við vorum að fara að keppa, við Framstelpurnar, og sátum allar inni í búningsklefa að gera okkur klárar. Svo fer Ásta að segja okkur frá vinkonu sinni sem var að eignast strák: " Og vitið hvað hún skírði hann !?!?! ÓLÍFUR !!!! "

Allar vorum við nottla óheyrilega hneykslaðar og fundum sérstaklega til með greyið barninu. Fyrir mína parta, þá myndi ég frekar skíra strákinn minn Ljótur heldur en Ólífur.

Ein stelpan spurði hvort að hún hafi ekki bara heyrt vitlaust.. hvort það hafi ekki bara verið Eilífur. En Ásta vildi meina að hún hafi heyrt rétt. Þannig að við fórum að ræða þetta nafn frekar, það getur nefnilega merkt það að " lifa-ekki " = ólífur en svo er líka hægt að tengja þetta við mat " ein ólífa, tvær ólífur - ég ætla að fá pízzu með pepperóní og ólífum "

Jú jú,.. en svona er nú það... sumir vilja bara fá að vera soldið öðruvísi og maður verður víst bara að reyna að bera virðingu fyrir þeim.

Síðan var það einhvern tíman, sem við sátum aftur inni í búningsklefa fyrir leik að græja okkur. Þá kemur Ásta með smá tilkynningu: Hún hafði rekist á sameiginlega vinkonu sína og þessarar stelpu sem hafði verið að eiga, Ásta fer að tala um nafnið og hversu óviðeigandi það sé. Þá kom bara á daginn að drengurinn var víst skírður ÓLÍVER !!!!

Og hana nú !

Mikið svakalega er ég bara ON FIRE hvað varðar sögustund í kvöld. Ég býst fastlega við að fá símtal frá Mál og Menningu sem og öðrum bókaforlögum, þar sem barist verður um að gefa út smásagnabókina mína ! En ég skal sko bara láta ykkur vita það, hér og nú, að svona hæfileikar kosta sitt því þeir vaxa sko ekki á hverju strái !
Jahérnahér !

Ohh well,... en það er víst komið að lokakvöldinu í IDOLINU
Sírenu-gellan ( eins og Albert kallaði hana óvart í skólanum í dag,.. og sem á eiginlega betur við hana ) og Rikke ofurhetja munu há baráttu dauðans.

It all boils down to this.....
ég er ekki frá því að þetta sé 6000 sinnum meira spennandi en nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum
Líf okkar ALLRA veltur allavegana meira á úrslitum kvöldsins í kvöld.

Kærir landsmenn,
leidís end jeinkúlmen,...
May God be with us.........






This page is powered by Blogger. Isn't yours?