mánudagur, nóvember 22, 2004

24 DAGAR .... 

Og áfram heldur svefngeðveikin og draumabrjálæðið...

...Mig dreymdi um helgina að við vinkonurnar værum allar heima hjá henni SonjuÝr í kökuboði. Hún var búin að eiga og þegar við vorum þarna að gæða okkur á veitingum, þá spyr einhver hvar dóttirin sé, hvort að vð megum ekki fá að sjá litla krílið. Sonja svarar að hún sé búin að fá nafnið ANDREA og að kærastinn sinn sé að baða hana.
,, Hann er samt alveg að verða búinn og þá kemur hann og sýnir ykkur snúlluna. Ég ætla bara að biðja ykkur að fara ekki að lita á hana !!!!!!!! "

Þetta sagði hún í fúlustu alvöru, eins og ekkert væri sjálfsagðara!
Ókei, ókei ! Ég veit ekki með ykkur hin, en ég skal bara segja þér það hér og nú, Sonja mín, að ég hef engin áform eða plön um að lita á dóttur þín, whatsoever ! Allavegana ekki fyrsta árið !!!

Hefði samt gaman af því ef einhver þarna ætti drauma-ráðningabók og gæti flett því upp fyrir mig hvað þetta nafn merkir. Nafnið ANDRI merkir nefnilega veðurbreytingar,.. en það er ekkert minnst á hana ANDREU !

---

Annars er ég bara komin aftur um nokkur ár og er á harðaspretti niður minningastigann minn. Málið er nefnilega það, að við s.s fengum örbylgjuofn í gjöf frá tengdó í gær, og í dag tók ég mig til og hitaði mér í ofni; samloku með skinku, osti og sinnepi,- eins og svo oft var étið á grunnskólaárunum. Það var eiginlega bara tískufyrirbrigði að gæða sér á þessu og einn aðili í mínum vinahóp var sérstaklega spenntur fyrir þessu og fékk sér þennan rétt í langflestum tilfella þegar hann/hún kom í heimsókn ;)
Ég var einmitt að segja Martini það í gær, að ef að hann myndi spyrja mömmu hvern þess slags samloka minnti hana á, þá myndi hún POTTÞÉTT nefna þennan ákveðna aðila. Ætla ekki að segja nafnið hér, heldur ætla ég að bíða og sjá hvort að mamma giski á rétt ! :) Gaman gaman - gáta á blogginu !

En kæru kæru kálfarnir mínir,
ég var að koma heim úr gymminu - tók vanalega mánudagsskammtinn minn = 10 km.
Er sveitt eftir vonum, en því miður er ég ekki sjálfhreinsandi ( eins og stykkin sem maður hengir inn á klósett til að fá góða lykt ) þannig að ég verð víst að henda mér í sturtu.
Síðan erum við að fara að skúra,.. blessuð pjallan sem á að vera að skúra á móti okkur ( alltaf á mánudögum og þriðjudögum ) er víst veik og við tökum þetta að okkur fyrir hana. Pufff ! Þetta er í 3. sinn á 2 vikum sem við vinnum fyrir hana,.. hvar er metnaðurinn !?!?

kveðjur og knús,... turílú.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?