fimmtudagur, nóvember 18, 2004

28 dagar... 

Ég skil ekki eitt....

af hverju mér er það lífsins ÓMÖGULEGT að opna hurð með því að halda á lyklinum í vinstri hendinni. Það bara hreinlega gengur ekki ! Mér er það gjérsamlega líffræðilega ómögulegt og ég hitti einfaldlega ALDREI í skráargatið ! Merkilegt !
Samt get ég alveg teiknað Óla Prik með vinstri... nokkuð myndarlegan í þokkabót !!!

Svo er fleira sem ég skil ekki:

* Hvernig stelpur geta gert fasta fléttu í sig sjálfar. Ókei, það er sko ein Ella að setja í sig venjulega fléttu,.. en það er aaaallt önnur Ella að setja í sig FASTA fléttu. Það er svOOO mikið meira önnur Ella... að það er eiginlega orðin Brynhildur !

* Af hverju múslimakonur keyra aldrei bíl !
Sá reyndar undantekningu á þeirri staðreynd í fyrsta sinn í dag. Hvernig veit ég að þær voru múslimar ? Þær voru svoleiðis vafðar inn í lök og teppi að það hálfa hefði nú verið meira en nóg. Það sem að gerði þessa sjón samt skemmtilega var að þær voru á hvítum sportbíl með spoiler og fjarlægðan hljóðkassann og læti.. !

* Af hverju það er orðið svona fruntalega kalt úti.

* Af hverju ég er ekki enn búin að vinna í Lottó-inu, þrátt fyrir ítrekaðar þátttökur !

* Hvernig sumt fólk getur verið endaþarmslæknar. Ég meina,.. give me a break.. hver vill vinna við að pota í rassinn á bláókunnugu fólki ?!? DííÍses Kræstt ( eins og Michael FLash-kennari segir svo skemmtilega !

* Af hverju kjúkklingalærin mín eru svona rosalega lengi að bakast. Þau áttu bara að vera í 40 mín í ofninum, en sá tími er liðinn og búinn að vera og mér sýnist lærin ekkert vera að braggast !

* ... hver nennir að lesa þetta blessaða blogg hjá mér !

---

Ég er næstum alveg komin með aðra löppina ofan í gröfina í dag. Ég er svo þreytt og það er búið að vera svo brjálað að gera,.. og því linnir ekki enn. Hvar endar þetta allt saman !? Ég - ÖLL í gröfinni !?

En annars langar mig bara að benda á það að Helíum/sírenugellan TAPAÐI í Idolinu.. ne ne ne ne ne ! Rikke gella vann þennan líka yfirburðasigur með 65% atkvæða á móti 35% !
Ég var reyndar soldið svona hrædd um að Louise ( Frk. Sírena ) myndi fara með sigur af hólmi, því að hún er svo mikið öðruvísi og fyrst hún var nú á annað borð komin svona langt,.. þá gat hún allt eins tekið þetta á lokasprettinum líka !

En sú varð sem betur fer ekki raunin, allir eru ánægðir og dansa í kringum tré.

En ég ætla að fara að segja nokkur vel valin orð við þessi blessuðu læri mín í ofninum,
Þýðir sko ekkert svona slen, ef að þau vilja lenda á boðstólnum hjá mér.
Turílú....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?