föstudagur, nóvember 19, 2004

27 DAGAR ... 

Martin er búinn að vera í fríi í skólanum í gær og í dag. Af því tilefni hefur hann tekið að sér smá extra vinnu við gluggaþvott, svona til að bæta aðeins í sívaxandi sjóðinn !

Nema hvað, - þegar hann vaknaði í morgun klukkan 05.15 þá lá ég að sjálfsögðu í fastasvefni og ekkert athugavert við það,.. fyrir utan þær sakir að ég var bara í hláturskasti. Og ég hló og hló.. mumlaði eitthvað smá og hélt svo áfram að hlæja !

Ekki veit ég hvað var svona fyndið á þessari stundu, enda man ég ekki hvað mig var að dreyma í nótt, fyrir utan eitt smáatriði:
Það var þannig að ég stóð með nokkrum vinum mínum ( ekki fylgir sögunni hvað við vorum að gera ) en allavegana, þá réttir Gunna upp hendina og hún er klædd í hlírabol,...og er svona líka KAAAAFLOÐIN undir höndunum. Ég spurði hana hvað hanni stæði fyrir, og á vildi hún meina að hún væri að safna til að geta vaxað !!!!
Og þar endaði sá kafli. Í raunveruleikanum er hún Gunna Dóra nefnilega sérstaklega þolinmóð þegar kemur að hárvexti og ber ég mikla virðingu fyrir því, þar sem ég hef þá þolinmæði ALLS EKKI.
Eeenn.. hvað um það... ekki veit ég alveg hvort þetta var það sem ég hló að í nótt,- þetta virkar nú svosum ekkert rosalega fyndið... en fjandinn hafi það, maður hefur nú hlegið að ýmsu verra.

---
Eins og: " Hefurðu heyrt um minnkabúið.... ? Sem minnkaði og minnkaði... þar til það var búið !?!?!?! " :)
---

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Martin verður vitni að fáránlegum aðgerðum mínum í svefni. Nokkrum sinnum hefur hann vaknað og séð mig liggjandi með aðra höndina grafkjurra 180° BEINT upp í loftið og einu sinni sat ég í rúminu og hreyfði hvorki legg né sporð.
Greyið Martin, hálfvakandi, var ekkert aaaalveg að fatta skuggann sem hann sá, enda ekki alveg að átta sig á aðstæðum !!

Svona er maður nú ruglaður.

Eeeen elsku litlu lömbin mín,
ég er hreinlega farið að bursta í mér tanngarðinn og leggjast uppí rúm,
er svona í þreyttara lagi
shalom......





This page is powered by Blogger. Isn't yours?