sunnudagur, nóvember 21, 2004

25 DAGAR ... 

Já já, þá er maður bara kominn í hóp frægra manna og mikilvægra!

---

Heyriði, - það byrjaði þannig að foreldrar hans Martins komu í heimsókn í dag. Þau komu rétt fyrir klukkan 2, færandi hendi með blessaða klósettskápinn ( þau eru nefnilega búin að vera að skipta um klósettinnréttingu og við áttum að fá skápinn þeirra um leið og allt yrði klárt hjá þeim sem að er búið að taka þennan líka svakalega langa tíma, þannig að LOKSINS LOKSINS getum við farið að raða klósetthlutunum okkar á skipulagðan hátt ! ) og svo gáfu þau okkur líka örbylgjuofn ( MEGA FLOTTAN með grilli og alles ) og körfu fulla af piparkökum, hvítvíni, rauðvíni, marsípani, snakki, jólakerti, súkkulaði og 2 jóladagatölum !!!!

Við s.s gæddum okkur á ágætis bakaríisveitingum sem við Martin höfðum stokkið eftir áður en þau komu, sátum og spjölluðum í mestu herlegheitum og svo skelltum við okkur á AROS sem er listasafn hérna í 2 mínútna fjarlægð frá húsinu okkar Martins. Þar er Íslendingurinn Ólafur ELíasson með sýningu sem kallast "Minding the world" og mig hefur soldið langað til að sjá þá sýningu. Hún er ekkert smá flott, og margt annað þarna inni virkilega skemmtilegt ! Þannig að það var bara góð og spennandi lífsreynsla að labba þarna um. Ohhh, ég er orðin svo þroskuð og menningarleg !

Við tókum okkur alveg góðan tíma í þetta allt saman, og vorum öll orðin vel þreytt og sveitt eftir allt labbið, upp og niður, upp og niður.
Klukkan um 5 fórum við einn rúnt niðrí bæ og enduðum svo inni á pízzastað þar sem að við fengum okkur kvöldmat. Við Fine fengum Pepperóní með pízzu... já já.. það var svo SVAHAAAAAÐALEGT pepperóní á pízzunni, að .. sko.. ég er ekki að grínast.. pepperónílagið var gott betur þykkara en pízzudegið sjálft á flestum svæðum! Þetta var bara eins og kjötkveðjuhátið ! Fyrstu tvær sneiðarnar voru ágætar,.... en eftir það fékk ég ALVEG nóg ! Jaccchhh !

Nema hvað, að þar sem að við sitjum þarna í gottheitum að gæða okkur á kjötmetinu, þá gengur ekki ómerkari manneskja framhjá glugganum okkar en hún sjálf RIKKE sem vann IDOL-ið ( hún er nefnilega frá Aarhus )! Jibbbíííí,.. þannig að ég dreif mig að benda öllum hinum á gelluna, og allir sáu hana nema Fine greyið.
Hún var svo spæld að hún bað okkur að drífa okkur að borða, svo að hún gæti stokkið á eftir henni og beðið um eiginhandaráritun. Ekkert varð þó úr því !

Ohh well, ohh well.
Síðan komum við hingað heim, fengum okkur kaffibolla og svo lögðu þau af stað aftur til Holbæk um klukkan 7, við Martin drifum okkur að skúra og erum nýkomin heim, totally dead asses in the brainhouse!

Þannig að,.. hvað úr hverju,.. fer maður að panta sér one way ticket í Draumaland
until we meet again...
hasta la vista..






This page is powered by Blogger. Isn't yours?