mánudagur, nóvember 29, 2004

17 DAGAR... 

Ó mig auma !!!

Mig vantar svo mikið að fá nudd, og allra helst fótanudd !
Það er allt að verða brjálað og svo ógeðslega mikið brjálað að það þarf að fara að raka af því hausinn, setja það á prozac, klæða það í spennitreyju, fleygja því bak við rimlana og sturta niður lyklinum !

Obbosíííí.....

---

Hópurinn minn er enn að vinna þetta blessaða hópverkefni, við erum samt reyndar rétt að klára og það er bara gott og blessað. Eigum að skila inn plani fyrir kynninguna á morgun, og svo er kynningin sjálf á miðvikudag eða fimmtudag. Gaman gaman,.. maður gerir ekkert annað í þessum skóla en að standa uppi á töflu og kynna !
Býst samt við að maður hafi gott af því, svona aðeins að standa fyrir framan fólk og tjá sig.

Síðan erum við Martin búin að taka að okkur svolitla auka skúringavinnu; í fyrsta lagi höfum við farið eitthvað að skúra fyrir stelpuna sem er að skúra á móti okkur, og í öðru lagi erum við búin að vera að skúra eitthvað auka þarna vegna þess að það eru einhverjar framkvæmdir í gangi og yfirmaður okkar hefur beðið okkur um að þrífa eftir verkamennina.
Ég kvarta ekki, við fáum þokkalega vel borgað fyrir þetta og ekki veitir af svona í kringum jólin.

OOooog, svo er ég að reyna að vera dugleg í ræktinni. Setti mér það takmark að hlaupa samtals 30 km í seinustu viku, og ég gerði það....- á 4 dögum ! Það er svosum ágætt... en ég hefði alveg viljað fara meira. Það er bara alltaf eitthvað sem kemur uppá og rústar planinu mínu.
Sjáum til hvernig þetta fer í þessari viku,.. er þegar búin að fara 10 í dag, og ekki nema 20 to go !

Svo er julefrokost hjá bekknum mínum á föstudaginn. Þá s.s ætlum við að hittast heima hjá einum og hver og einn kemur með einhvern rétt og það verður svo hlaðborð og svo partý eftirá. Það verður bara stuð. " Migi gaman,. Migi grín " ( Laddi ! )
( SOrrí Linda.. stal þessu frá þér !!! :) )

En að öðru leyti,.. þá er ég bara þreytt akkúrat núna og mig langar að fara að sofa.
Sendi ykkur hjartnæmar draumaóskir, frá bláu næturhúminu ...
"blátt lítið blóm eitt er...."
æj æjjj.. þarna datt ég endanlega í ruglið
turílú...........




This page is powered by Blogger. Isn't yours?