miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Maður bara gleymir sér í gleðinni !

Mest lítið búið að gerast hérna síðan ég skrifaði seinast. Ég fór ekki í skólann á þriðjudeginum ( í gær ) sökum veikinda og svo vildi svo skemmtilega til að það var frí í dag þannig að ég fæ góðan tíma til að jafna mig.

---

Svo var Idolið í gær, og ég hef góðar fréttir að færa: Helíumgellan er loksins farin heim ! Haaalelúja ! Þótt fyrr hefði nú verið !
Skil ekki hvernig hún komst svona rosalega langt: Top 4,- en ég get hætt að hafa áhyggjur af framhaldinu og núna þarf ég heldur ekki að fara og henda eggjum í Danska Sendiráðið !

---

Það er svo fyndið að sjá allt þetta hjólagengi hérna í Danmörkunni, ég er eiginlega ekki enn búin að venjast þessari geðveiki. Þetta er samt nottla alveg rosalega sniðugt: sparar pening sem annars færi í strætó eða bensín, og auk þess fær maður smá hreyfingu út úr þessu.
Fyndnast er samt að sjá gamlar konur á hjóli, sem eru alveg á dánarbeðinu, með lykkjufall á sokkabuxunum sínum og svo krumpaðar og hrukkaðar að maður veit ekki hvort þær eru í ullarsokkum eða ekki, með fölsku tennurnar í annarri og heyrnatækið í hinni - spænandi um bæinn á megahjólum.
Gott hjá þeim !

---

Ótrúlegt að það séu að koma jól ! ÓTRÚLEGT ! Ég held að ekkert ár í lífi mínu hafi liði svona rosalega hratt. Og ekki nema 43 dagar í að ég verði re-united með fjölskyldunni minni og vinum. Guuuð ! Ég er farin að hlakka svo rosalega til að fá laufabrauð, rjúpu, gurríarkökur og annað eins lostæti. MMMMmmmm ! Guð gefi mér styrk til að þrauka !

---

Glöggir áhorfendur geta séð að ég er búin að breyta aðeins síðunni... var að leika mér í gær, - maður verður nú að nýta sér það sem að maður er búinn að læra í skólanum. Þetta var nú svosum ekki mikið, enda tekur allt svona bauk alveg hryllilega langan tíma. Svo virðist eitthvað vera ... ekki alveg að virka hérna þegar maður opnar síðuna, og ég er að reyna að fá þetta til að smella,... eeeen - kæru félagar ! Þið verðið bara að vera þolinmóð ! :)

Svona er tæknin alltaf að stríða manni !

Og þannig er nú það
þetta var nú örugglega með ómerkilegri færslum sem að ég hef skrifað síðan að ég byrjaði að blogga,- en ég er löglega afsökuð.. það er afskaplega takmarkað sem að maður hefur að segja frá þegar maður er bara búinn að vera að liggja uppi í rúmi.
Nema þið viljið vita einhverjar horsögur... ég veit að Linda systir iðar í stólnum sínum núna !

En ég er farin að fá mér mandarínu,
smá forskot á jólin
tsjuss,....






This page is powered by Blogger. Isn't yours?