fimmtudagur, nóvember 25, 2004

21 DAGUR ... 

Allir að kaupa jólabókina í ár,- hún er eftir mig og heitir; "LÍF MITT SEM LYKTNÆM KONA!"

Ég var nefnilega að átta mig á því að ég skrifa ansi oft sögur á blogginu um vonda lykt sem hefur borið á góma mína hér í Baunalandi ( tjah... ok, lyktina hefur kannski ekki beint borið á góma,.. en allavegana í nasaholur ! )
Ég lenti nefnilega í því núna í gær í strætó á leiðinni heim, að það settist við hliðina á mér kona sem lyktaði af einni allra ALLRA verstu svitafýlu og súra líkamsÓÓFNYKI sem ég hef Á ÆVI MINNI fundið !
Holy mother....
Ég sat í gluggasæti, og ég þurfti svoleiðis að snúa mig úr hálslið til að geta fengið allavegana 5% af ráðlögðum súrefnisdagsskammti. Sat þannig alla leiðina og starði út um gluggan og leit ekki meira en 2° í hvort átt frá þeim punkti sem ég starði á ! Var að sjálfsögðu komin með herfilegan hálsríg þegar hún loksins LOKSINS yfirgaf vagninn,... aðeins 1 stoppi á undan mínu.
Svo sá ég, þegar hún stóð upp, að það stóð aftan á peysunni hennar INSTRUKTØR - sem þýðir "leiðbeinandi" og hún hefur líklegast verið einhverskonar leikfimikennari,... væri mér allavegana nær að halda svona miðað við aldur og fyrri störf !

En allavegana, þar sem ég sat og spældi í hversu tæpt þetta hafi nú allt verið í þessari strætóferð og hversu nálægt maður er stundum dauðanum án þess að gera sér grein fyrir því,- þá ákvað ég að skella þessari annars ágætu lyktarsögu inn á bloggið, og binda þar með enda á þefskynssögur netverja !

Þannig aaaað,... þeir sem vilja vita meira og lesa meira um hagi mína og ferðir á vit fnykjaævintýra, þeir verða bara að leggja sér leið niður í næstu Mál og Menningar-búð og punga út fyrir einu stykki bókinni minni.
Ég hef þegar fengið eftirspurnir; hvenær kemur framhaldið ?
En örvæntið ekki,.. þetta er allt í bígerð, ég fylgi ströngu plani og hefti númer 2 verður komið í sölurnar fyrir páskana.

Ég er að velta fyrir mér titlum og eftirfarandi standa sem hæst þessa stundina;

" "ÉG VILDI ÉG VÆRI SAURGERILL" - SAGÐI LITLA ÞEFSKYNSFRUMAN ! "

" TO SMELL OR NOT TO SMELL,- THERE IS NO OTHER QUESTION ! "

" GÆTI ÉG FENGIÐ KLEMMU Á NEFIÐ, TAKK ! "

" VÓ VÓ VÓÓÓ ! HVER DÓ ? "

eða

" VÓ VÓ VÓ ! HVER DÓ OG GLEYMDI AÐ ÞVO SÉR Í HANDAKRIKUNUM ?! "

Atkvæðagreiðsla fer fram á netinu, og verðlaun verða gefið fyrir heppinn þátttakanda = DOVE svitalyktareyðir !

-----

Hvernig endar þetta allt saman ?
Langar bara taka það fram að ég er löglega afsökuð fyrir að bulla, því að ég er svo þreytt að ég er eiginlega komin allan hringinn og er ekki þreytt lengur !

Það er alveg meira meira miklu meira en nóg að gera hjá mér þessa dagana; skúra skúra skúra, hlaupa hlaupa og lyfta, sofa, borða, læra og þvo mér undir síðuspikinu og á milli tánna! Þetta er svo kreisí, að það er varla gat á dagskránni hjá mér frá því að ég fer á fætur og þar til að ég leggst undir feld á ný.
Akkúrat núna er klukkan að verða hálf 2 að nóttu til, og ég er að fara að hitta hópinn minn hérna heima hjá mér klukkan 10 í fyrramálið. Það er nefnilega ekki skóli á morgun, heldur STUDY DAY ! Þannig að við erum að fara að vinna í verkefni sem á að skilast á miðvikudaginn í næstu viku. Við erum svosum komin með ágæta byrjun þannig að það er bara spurningin um massa þetta allsvakalega ! E'hagi ?

Verst bara að ég get eiginlega ekki sofið neitt lengur en vanalega; þarf nefnilega að taka til í fyrramálið áður en þau koma, auk þess sem ég ætlaði að stökkva upp í bakarí og kaup nokkur rúnnstykki fyrir liðið.
Þannig að,... það er kannski best að fara að enda þetta hérna hvað úr hverju
og fleygja sér upp í rúm !

Until we meet again,
tsjuss, elskurnar mínar.......
tsjuss tsjuss




This page is powered by Blogger. Isn't yours?