LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
br> br> br> br>sunnudagur, nóvember 07, 2004
Jæja,... þá er bjórdagurinn búinn að sigla sinn sjó og allir Danir að jafna sig eftir ósköpin !
Þvílíkt og annað eins. Við erum að tala um það að ALLIR barir og pöbbar bæjarins voru fullir - troooooðfullir !
Bekkurinn minn ætlaði að hittast á einum ákveðnum bar, en svo fékk ég símtal stuttu seinna þar sem að ég fékk að vita að þar hafi ekki verið eitt einasta lausa sæti, svo að þau færðu sig öll yfir á annan bar.
Þegar ég og Tanja loksins mættum á svæðið ( fashionably late), þá var svo troðið að við vorum þarna nokkur sem þurftum að standa.
Það var nottla ekki alveg að ganga,.. þannig að um leið og jólabjórinn var kominn í sölu ( kl. 20:59) og allir voru búnir að kaupa sér allavegna 1 flösku ( Sumir fleiri enda búnir að bíða eftir þessum degi í 365 daga og sérstaklega klæddir í JULE-TUBORG SOKKANA SÍNA !!!!! ) þá fórum við heim til Raymonds sem býr þarna í sömu götu og þessi ákveðni bar.
Þar hélt gleðin áfram,... ég missti gervinögl og við Tanja gerðum dauðaleit að henni, Jón Rebenúí fyrrum meðlimur í Hjálpræðishernum, hélt uppi heiðri fyrrverandi félags og stóð undir nafni og hjálpaði okkur. Hann skreið um gólfið og sópaði með lófanum. En nöglin sýndi engan samstarfsvilja og var þögul sem gröfin. Held meira að segjaað hún hafi örugglega verið ofan í gröfinni líka,... því að hún var gjersamlega týnd !!!
Tanja fann nöglina svo LOKSINS eftir langa og strembna leit, mikil tár og titring og nokkuð margar bænir !
Ástæðan fyrir því að ég týndi nöglinni er eftirfarandi: Klósetthurðin á klósettinu hans Raymonds er vægast sagt ekki negld í hjarirnar og ekki með öllu mjalla. Þetta er svona harmonikku-hurð sem stendur bara laus... og maður þarf alltaf að LYFTA henni upp og KOMA HENNI FYRIR þannig að ekki sjáist inn... eða allavegana þannig að það sjáist eins lítið inn og MÖGULEGT !
Nema hvað að ég stóð þarna hjá klósettinu og var að tala við einhvern og svo kemur Brian og fer að pissa.
En Brian var bara ekki alveg með á nótunum, og eftir að hann hafði "lokað" hurðinni og byrjað að tæma vatnskassann,... þá s.s stend ég þarna í mesta sakleysi fyrir utan og fæ hurðina í hausinn !!!!
Jámm ! ÉG FÉKK HURÐINA Í HAUSINN ! Hún datt á mig og Brian stóð þarna í spotlightinu í góðum gír að ljúka sér af, og ég - miskunnasami samverjinn sem ég er - barðist við að lyfta hurðinni upp aftur og setja hana á sinn stað svo að greyið Brian þyrfti ekki að vera að spræna fyrir framan alþjóð !
En hurðin var aðeins þyngri en ég hélt, - eða ég ekki eins sterk og mig minnti - og nöglin s.s flaug af, Brian meig á sturtuhengið og Raymond húseigandi var örugglega ekki sáttur ( hef nú farið nokkrum sinnum í partý til hans, en aldrei hefur hurðin í raun og veru dottið ! Blame it on the fucking Icelanders )
En annars var ógeðslega gaman. Við fórum svo niðrí bæ og þræddum göturnar til að finna stað með lausum sætum. Fundum loksins einn og við sátum þar inni í einhvern tíma.
Ég opnaði töskuna mína og fann beikonpakka ofan í henni !!!!
Það eru nú skiptar skoðanir hvernig hann endaði þarna,... en mig minnir nú allarahelst að það hafi verið þannig að Egill hafi staðið fyrir framan ísskápinn ( í partýinu hjá Raymond ) og ég bið hann um að rétta mér bjór ! Egill segir að ég fái ekki bjór, en ég megi hinsvegar fá beikon - og hann réttir mér beikonpakka !
Ég gat nottla ekki látið Egil vera meiri og fyndnari mann, þannig að ég tek á móti beikoninu og sting því ofan í töskuna mína !
Gleymdi því nottla alveg, fyrr en ég opnaði töskuna aftur, sem var niðrí bæ.
Ég gaf Davíð beikonið ( sama stráknum og ég gaf sjónvarpið ) - Hrönn hefur nefnilega verið að hafa áhyggjur af honum.. hann er orðinn svo grannur að hann er alveg að hverfa, hann á nefnilega aldrei pening til að kaupa sér mat. En á föstudaginn sagðist hann, merkilegt nok, eiga egg, svo að þetta bara small allt saman.
Þannig að þetta var allt hluti af Guðs-plani !
En jæja .....síðan fór ég og hitti Martin á öðrum skemmtistað, en hann hafði verið að skemmta sér með sínum bekk líka.
Við vorum svo komin heim um klukkan hálf 4 og allir í gúddí fíling !!!
---
Í gær vorum við bara róleg. Ég tók til í öllu húsinu, því að Harpa Vífils frá Köben og Lísa vinkona hennar komu í smá heimsókn. Voru að fara í diskó-friskó-búninga-skyldu partý/matarboð hjá Hrafnhildi Skúla, sem er að spila hérna í Århus. Þær Harpa og Lísa komu með búningana sína með sér og fengu að dressa sig hérna.
Það er nú ekki hægt að segja mikið um átfittið... annað en það að ég hef enga trú á öðru en að þær hafi slegið í gegn. Harpa var reyndar ekki alveg viss hvort að hún líktist meira: hóru eða diskógellu !!!! :) hahaha.... en þær voru flottar !!
---
Martin er að keppa núna.. enn einu sinni. Alveg merkilegt.. hann er að keppa á hverjum einasta sunnudegi. Skil ekki hvernig hann nennir því ! En þetta er víst hans val.
Og talandi um að keppa... ÉG HUXA AÐ ÉG SÉ KOMIN MEÐ AÐRA HÖNDINA Á VISA-KORTIÐ MITT, standandi í ostabúð... ef að Framstelpurnar halda áfram að spila svona vel og VINNA, því að þá líður ekki á löngu áður en ég renni kortinu í gegn og sendi heim á klakann eina góða myglu-ostakörfu !!!!
Og AF HVERJU er ég ekki þarna til að sjá þær spila !? Þetta er fúlt !!!
---
"Ekki nema" 39 dagar í að ég lendi á Ísalandi. Ég er orðin svo spennt, að það er sko ekki mönnum bjóðandi. Ég er meira að segja komin í smá jólafíling og alles.
Það sem ennþá merkilega er, er það að ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa flestum í jólagjöf,.. FLESTUM... því að sumir eru þó erfiðari fórnarlömb en aðrir. En þannig er nú bara það ! Klósett-setu-hlífar eru ekkert verri en hver önnur gjöf ( " Toilet-seat-coverssss " )
En jæja litlu lömbin mín,
ég ætla að fara að gera eitthvað af viti
( eins og að hoppa út í 7/11 og versla svo að ég geti bakað Hrannar-súkkulaðiköku ! MMMMMMM MMM MMMMM !!!!! )
Kveðjur að handan.....
P.s ég veit ekki hvor Brian meig á sturtuhengið,.. langaði bara að troða því inn því að það hljómaði eitthvað svo ofsalega frásagnarlegt !!!
Þvílíkt og annað eins. Við erum að tala um það að ALLIR barir og pöbbar bæjarins voru fullir - troooooðfullir !
Bekkurinn minn ætlaði að hittast á einum ákveðnum bar, en svo fékk ég símtal stuttu seinna þar sem að ég fékk að vita að þar hafi ekki verið eitt einasta lausa sæti, svo að þau færðu sig öll yfir á annan bar.
Þegar ég og Tanja loksins mættum á svæðið ( fashionably late), þá var svo troðið að við vorum þarna nokkur sem þurftum að standa.
Það var nottla ekki alveg að ganga,.. þannig að um leið og jólabjórinn var kominn í sölu ( kl. 20:59) og allir voru búnir að kaupa sér allavegna 1 flösku ( Sumir fleiri enda búnir að bíða eftir þessum degi í 365 daga og sérstaklega klæddir í JULE-TUBORG SOKKANA SÍNA !!!!! ) þá fórum við heim til Raymonds sem býr þarna í sömu götu og þessi ákveðni bar.
Þar hélt gleðin áfram,... ég missti gervinögl og við Tanja gerðum dauðaleit að henni, Jón Rebenúí fyrrum meðlimur í Hjálpræðishernum, hélt uppi heiðri fyrrverandi félags og stóð undir nafni og hjálpaði okkur. Hann skreið um gólfið og sópaði með lófanum. En nöglin sýndi engan samstarfsvilja og var þögul sem gröfin. Held meira að segjaað hún hafi örugglega verið ofan í gröfinni líka,... því að hún var gjersamlega týnd !!!
Tanja fann nöglina svo LOKSINS eftir langa og strembna leit, mikil tár og titring og nokkuð margar bænir !
Ástæðan fyrir því að ég týndi nöglinni er eftirfarandi: Klósetthurðin á klósettinu hans Raymonds er vægast sagt ekki negld í hjarirnar og ekki með öllu mjalla. Þetta er svona harmonikku-hurð sem stendur bara laus... og maður þarf alltaf að LYFTA henni upp og KOMA HENNI FYRIR þannig að ekki sjáist inn... eða allavegana þannig að það sjáist eins lítið inn og MÖGULEGT !
Nema hvað að ég stóð þarna hjá klósettinu og var að tala við einhvern og svo kemur Brian og fer að pissa.
En Brian var bara ekki alveg með á nótunum, og eftir að hann hafði "lokað" hurðinni og byrjað að tæma vatnskassann,... þá s.s stend ég þarna í mesta sakleysi fyrir utan og fæ hurðina í hausinn !!!!
Jámm ! ÉG FÉKK HURÐINA Í HAUSINN ! Hún datt á mig og Brian stóð þarna í spotlightinu í góðum gír að ljúka sér af, og ég - miskunnasami samverjinn sem ég er - barðist við að lyfta hurðinni upp aftur og setja hana á sinn stað svo að greyið Brian þyrfti ekki að vera að spræna fyrir framan alþjóð !
En hurðin var aðeins þyngri en ég hélt, - eða ég ekki eins sterk og mig minnti - og nöglin s.s flaug af, Brian meig á sturtuhengið og Raymond húseigandi var örugglega ekki sáttur ( hef nú farið nokkrum sinnum í partý til hans, en aldrei hefur hurðin í raun og veru dottið ! Blame it on the fucking Icelanders )
En annars var ógeðslega gaman. Við fórum svo niðrí bæ og þræddum göturnar til að finna stað með lausum sætum. Fundum loksins einn og við sátum þar inni í einhvern tíma.
Ég opnaði töskuna mína og fann beikonpakka ofan í henni !!!!
Það eru nú skiptar skoðanir hvernig hann endaði þarna,... en mig minnir nú allarahelst að það hafi verið þannig að Egill hafi staðið fyrir framan ísskápinn ( í partýinu hjá Raymond ) og ég bið hann um að rétta mér bjór ! Egill segir að ég fái ekki bjór, en ég megi hinsvegar fá beikon - og hann réttir mér beikonpakka !
Ég gat nottla ekki látið Egil vera meiri og fyndnari mann, þannig að ég tek á móti beikoninu og sting því ofan í töskuna mína !
Gleymdi því nottla alveg, fyrr en ég opnaði töskuna aftur, sem var niðrí bæ.
Ég gaf Davíð beikonið ( sama stráknum og ég gaf sjónvarpið ) - Hrönn hefur nefnilega verið að hafa áhyggjur af honum.. hann er orðinn svo grannur að hann er alveg að hverfa, hann á nefnilega aldrei pening til að kaupa sér mat. En á föstudaginn sagðist hann, merkilegt nok, eiga egg, svo að þetta bara small allt saman.
Þannig að þetta var allt hluti af Guðs-plani !
En jæja .....síðan fór ég og hitti Martin á öðrum skemmtistað, en hann hafði verið að skemmta sér með sínum bekk líka.
Við vorum svo komin heim um klukkan hálf 4 og allir í gúddí fíling !!!
---
Í gær vorum við bara róleg. Ég tók til í öllu húsinu, því að Harpa Vífils frá Köben og Lísa vinkona hennar komu í smá heimsókn. Voru að fara í diskó-friskó-búninga-skyldu partý/matarboð hjá Hrafnhildi Skúla, sem er að spila hérna í Århus. Þær Harpa og Lísa komu með búningana sína með sér og fengu að dressa sig hérna.
Það er nú ekki hægt að segja mikið um átfittið... annað en það að ég hef enga trú á öðru en að þær hafi slegið í gegn. Harpa var reyndar ekki alveg viss hvort að hún líktist meira: hóru eða diskógellu !!!! :) hahaha.... en þær voru flottar !!
---
Martin er að keppa núna.. enn einu sinni. Alveg merkilegt.. hann er að keppa á hverjum einasta sunnudegi. Skil ekki hvernig hann nennir því ! En þetta er víst hans val.
Og talandi um að keppa... ÉG HUXA AÐ ÉG SÉ KOMIN MEÐ AÐRA HÖNDINA Á VISA-KORTIÐ MITT, standandi í ostabúð... ef að Framstelpurnar halda áfram að spila svona vel og VINNA, því að þá líður ekki á löngu áður en ég renni kortinu í gegn og sendi heim á klakann eina góða myglu-ostakörfu !!!!
Og AF HVERJU er ég ekki þarna til að sjá þær spila !? Þetta er fúlt !!!
---
"Ekki nema" 39 dagar í að ég lendi á Ísalandi. Ég er orðin svo spennt, að það er sko ekki mönnum bjóðandi. Ég er meira að segja komin í smá jólafíling og alles.
Það sem ennþá merkilega er, er það að ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa flestum í jólagjöf,.. FLESTUM... því að sumir eru þó erfiðari fórnarlömb en aðrir. En þannig er nú bara það ! Klósett-setu-hlífar eru ekkert verri en hver önnur gjöf ( " Toilet-seat-coverssss " )
En jæja litlu lömbin mín,
ég ætla að fara að gera eitthvað af viti
( eins og að hoppa út í 7/11 og versla svo að ég geti bakað Hrannar-súkkulaðiköku ! MMMMMMM MMM MMMMM !!!!! )
Kveðjur að handan.....
P.s ég veit ekki hvor Brian meig á sturtuhengið,.. langaði bara að troða því inn því að það hljómaði eitthvað svo ofsalega frásagnarlegt !!!