föstudagur, nóvember 05, 2004

Úff ! Þvílíkt brjálaður dagur að baki !

Strax eftir skólann í gær, þá fór ég niðrí bæ... kíkti á úlpu sem ég mun að öllum líkindum fá í jólagjöfa, og lét taka hana frá. Fer svo á mánudaginn og kaupi hana.

Næstum í hvert einasta sinn sem maður fer niðrí bæ, þá er allt morandi í svona fólki með spurningalista, sem stoppar mann alveg lon og don, grípur mann hér og þar og platar mann til að svara.
Ég hef alltaf komist upp með að segja bara: "I don´t speak danish... " og brosa, en halda svo áfram að labba í burtu.
En í gær, þá ætlaði gæinn ekki að láta mig sleppa svo auðveldlega: " Ooooh ! So.. where are you from?"
Og svo byrjaði hann að spjalla og fyrr en varði, þá var ég farin að hlusta á ræðu um einhverja stofnun sem að hjálpar fátækum götubörnum í Súdan og bla bla bla. Og hann var s.s að biðja mig um að skrifa undir til að gefa átómatískt 300 danskar kr framlag í hverjum mánuði. Ef ekki það, þá er líka hægt að gefa 30 danskar kr bara í eitt skipti.
" So.. are you interested ??? "
" Well.. I am very sorry, but to tell you the truth.. then I am actually very poor myself !!!! "
Ég var í alvörunni að spá í að biðja hann um sleppa þessari ákveðnu söfnun og setja frekar af stað baráttu til að safna framlögum FYRIR MIG !!! Fannst það samt ekki alveg viðeigandi og frekar dónalegt í garð greyið súdönsku barnanna.
"But you can also just pay one time... 30 kr ! ? "
" Aahhhh,..... well... I am very sorry, but I am afraid I have to say No" - og svo vænt bros... og eitt skref til hliðar og eitt skref til hliðar.. og svo varð ég frjáls og hljóp í burtu !!!! :)

En jæja, allavegana.. svo þegar ég kom heim þá fór ég beint í ræktina, kom heim og fór að versla, eldaði alveg þvííííííílíkt góða máltíð sem verður endurtekin aftur þegar ég kem heim á klakann um jólin ;)
Eldamennskan tók hryllilega langan tíma, og ég var rétt nýbúin að öllu þegar Martin kom heim af æfingu klukkan að verða 9. Síðan fórum við að skúra rúmlega hálf tíu. Málið er nefnilega það að það var verið að vinna þarna niðurfrá og yfirmaður okkar hringdi um daginn og bað okkur að koma í fyrsta lagi eftir klukkan 8, en annars bara eins seint og mögulega.
Þannig að við vorum s.s komin þangað rúmlega hálf tíu og af því að við þurftum að skúra extra vel ( og fengum borgaðan auka klukkutíma,- by the way ) þá vorum við ekki komin heim fyrr en að verða hálf tólf !!!

Og þá fórum við bara beint upp í rúm að sofa !!!

---

Í dag er "Jólabjórsdagurinn" ! Já.. ég sagði JÓLABJÓRSDAGURINN.
Á hverju ári, á þessum degi kemur Tuborg með jólabjórinn í verslanir og á bari. Og þetta er sko ekki fyndið.. þetta er bara ekkert smá mikið mál hérna í Baunalandi. Það er bara eins og það sé Þjóðhátíðardagurinn eða eitthvað.
Ég skil þetta ekki,.. þetta er bara bjór... en það má víst ekki segja það við Danina.. þeir verða sármóðgaðir !!!
Þannig að í dag.. eða í kvöld, klukkan 20:59 þá verður bjórinn kominn á alla bari og mér skilst að það verði allt TROOOHHHHOOOÐÐÐÐIÐ niðrí bæ !!!

Sumir eru búnir að taka forskot á sæluna... eins og t.d í skólunum. Í skólanum mínum kom bjórinn t.d klukkan 13.59 í dag og flestir krakkarnir ætluðu að hittast á skólabarnum ( já ! Það er bar í skólanum mínum ) og fá sér nokkra öllara þar, og fara svo saman niðrí bæ og halda áfram gleðinni.

Martin var að segja mér, að fyrir nokkrum árum, þá var þessi dagur á Fimmtudegi, en af því að skólamæting daginn eftir var svo hryllilega lítil ( aðeins um 20% nemenda mættu. 20 % !!!!!!! ) þá færðu þeir daginn yfir á föstudag !! Merkilegur andskoti !! :)

---

Það er svo ÓGEÐSLEGA fyndin auglýsing í gangi hérna í Danmörku. Ég hlæ ALLTAF þegar ég sé hana ! Hahahahhaah.
Hún er þannig að það kemur maður labbandi að svona jukebox-i og setur pening í og velur lag. Svo byrjar lagið " tutti frutti.. ohh rutti... tutti frutti.. ohh ruttti... ", og þá er þetta bara svona ... einn maður að syngja.. með ekkert undirspil eða neitt.. og eiginlega hálf falskur. Hinn maðurinn sem setti peninginn í stoppar nottla og lítur á jukebox-ið.. alveg bara: "hvað er í gangi?"
Síðan er sýnd mynd aftan á jukebox-ið og þá er maður inni í því.. situr þar á botninum og er að syngja.. aaaaaaaaaaaaaaaalveg að fíla sig í tætlur, með lokuð augun og að smella puttum !!!

Hahahahah, þetta er auglýsing frá Mac-Donalds og hún er svo hryllilega skemmtileg og fyndin að það er ekki eðlilegt. Martin er alltaf að endurleika hana og ég hlæ í HVERT EINASTA SINN !!! :)

Ég er að segja ykkur,... þessi auglýsing er eina ástæðan fyrir því að ég kaupi Mac-Donalds.

Niihhhhhhh, bara að grínast. Ég myndi kaupa Mac-Donalds þó að hann væri kreistur úr hundsrassi !!!!!!

En jæja.. that´s all for now, folks !
Until we meet again......






This page is powered by Blogger. Isn't yours?