miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Everíbodííí,.... ví hev a svepp in ðö hás !!!

Og ég er ekki að tala um pízzu með pepp og svepp.
Og ég er heldur ekki að tala um tásvepp.
Og ég er ( vonandi ) heldur ekki að tala um kynfærasvepp,....

Það er einhverskonar myglusveppur á veggnum okkar !!!!!Hvernig í fjandanum stendur á því, gæti maður spurt sig !? Og það er nákvæmlega það sem að ég spurði sjálfa mig að í morgun, þegar Martin dró fram sófann og sá öll ósköpin !

Málið er nefnilega það, að Martin týndi lyklunum sínum. Eða.. við skulum segja þetta svona; "Martin mundi ekki hvar hann lagði lyklana sína, seinast þegar hann notaði þá ! "
Þannig að í morgun, þegar að hann var að fara að leggja af stað í skólann, þá áttaði hann sig á því að hann gleymdi að leita að þeim í gærkvöldi áður en hann fór að sofa, og án lyklanna sinna gat hann ekki opnað hjólið og komið sér í skólann.
Þannig að hann leitaði og leitaði, og ég fór á fætur og leitaði og leitaði með honum, og mitt í allri gleðinni, þá s.s drógum við fram sófann til að athuga hvort að þeir höfðu kannski dottið þar bakvið,... fundum ekki lyklana, - en sáum mygluna.
Ég heyrði bara í Martini segja; " WHAT THE HEEEEEELL IS THIS ?? " og ég stökk til. Og fyrir þá sem aldrei hafa séð myglu á vegg,.. þá get ég bara tilkynnt það hér og nú að hún er nákvæmlega eins og mygla á brauði. Hvorki flottari né geðslegri !!!

Þannig að ég hringdi í pabba og spurði hann álits, og hann var nokkuð viss um að þetta væri eitthvað tengt vatnslekanum sem varð hérna í blessuðu íbúðinni. Sagði okkur að gera ekki rass fyrr en við værum búin að hringja í yfirverktakann og láta hann líta á þetta.
Og það gerði Martin og kallanginn sagði að þetta væri líklegast ekki eftir lekann, því að það höfðu komið menn og mælt hér í öllum herbergjum og íbúðina ÁTTI að vera lekalaus og þurr.
Hinsvegar gæti þetta stafað af hitamismun sitthvoru meginn við vegginn; öðru megin er stofan og þar er hiti og hlýja, en hinumegin er gangurinn ( frammi ) og þar er meiri kuldi.
Einnig gat þetta verið tengt því að við erum með leðursófa, og höfðum hann aaaaalveg upp við vegginn. Og þar sem að það er erfitt að anda í leðri ( eins og allir þekkja sem að hafa verið með leðurgrímu,.. eða jafnvel bara í leðurbuxum eða pilsi !! ), þá átti veggurinn s.s erfitt með að anda !
Hann ráðlagði okkur að þrífa þetta með brennandi heitu vatni, og engri sápu. Og ef að þetta væri aftur komið eftir helgi, þá myndi hann fá einhverja kalla til að kíkja á þetta !

Blessaður yfirverktakinn,.. hann er örugglega kominn með æluna upp í háls af okkur !!!
Og það er skemmst frá því að segja að lyklarnir hans Martins fundust... og hann komst í skólann,.. aðeins of seint þó !

---

Svo er Martin að fara að spila eitthvað æfingamót núna um helgina í Álaborg.
Sem mér finnst vera alveg sérstaklega interesting, þar sem að ég verð þá kona einsömul og vinalaus og veit ekkert hvað ég á við mig að gera - heila helgi !!!

Nú! .... ég hef nú aðeins hugsað málið, og eftirfarandi eru hugmyndir sem ég hef fengið fyrir tímadrepun;

* Plokka öll lappahárin mín, engin miskunn, ÖLL LAPPAHÁRIN !! !
* Hjóla um aðal-hraðbrautina og þjóðveginn, leita að pabba og mömmu, og gefa þeim eitt gott "until we meet again-knús " !
* Telja hárin á hausnum á mér
* Fara niðrá Strikið á föstudeginum og betla - syngja eitthvað gott frumsamið lag - nota aurinn til að versla mér inn föt á laugardeginum og halda svo tískusýningu fyrir sjáfa mig á sunnudeginum.
* Finna upp sveppaeyðandi krem
* Telja á mér freknurnar
* Ef vel gengur með lappaháraplokkið, þá er spurningin um að prófa brasilískt bikiníháraplokk !!!!

... pff.. annars hef ég nú ekki pælt svo mikið í þessu, þetta kemur víst allt í ljós.
En ef einhver hefur góða hugmynd, sem felur ekki í sér að eyða pening, ... þá er ég opin fyrir öllu!

Ohh well my darlings,.. ég er farin að klippa utan af mér svuntuna
( Var að elda beikon, setti á mig svuntu og hnúturinn er svo fast bundinn að ég get ekki leyst hann aftur, svo að ég verð að grípa til örþrifaráða og taka fram skærin !!! )

turilúúú,.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?