mánudagur, ágúst 16, 2004

Mikið er nú búið að vera gaman þessa dagana hjá mér.
Við Sigrún erum búnar að vera að skemmta okkur alveg konunglega. Erum búnar að vera ekkert smá heppnar með veðrið - eða "heppnar" ... veit ekki hvort að maður segir svoleiðis í Danmörku, held að hér sé þetta ekki eins og heima á Íslandi; þegar kemur gott veður þá er maður heppinn því það heyrir undantekningum til !
En allavegana, veðrið er s.s búið að vera geðveikt gott, og ég veit að það er búin að vera hitabylgja á Íslandi, en það er samt örugglega ekki búið að vera eins hlýtt þar og var hér einhverja dagana.

Hvað veit ég svosum !

En við erum s.s búnar að hafa það alveg meiriháttar, búnar að rölta um, fram og til baka, út og suður,... ég er búin að láta hana versla meira og býð eftir reikning frá mömmu hennar !!! :)
Sigrún er sjálf eitthvað svona á milli heims og helju; veit ekki hvort hún á að vera glöð yfir öllum nýju fötunum eða hafa samviskubit yfir allri eyðslunni. ( sem er nú ekkert búin að vera neitt svakaleg, hún hefði alveg getað eytt meiru !!! ) :)
Hvernig sem fer, þá er bannað að vera reiður út í mig, hún var nefnilega búin að biðja mig um að hjálpa sér að versla, ERNA TO THE RESCUE,...

Á laugardaginn fórum við út að djamma. Þvílík snillld ! Það var ekkert smá gaman. Þetta var fyrsta djammið mitt hérna í Danmörku, og fyrsta drykkjan mín í 3 mánuði !!!
Við vorum bara á góðu róli hérna heima, ég fékk mér 3 bjóra á 3 tímum en Sigrún rétt svolgraði í sig einum.. ef þá það !
Svo hentum við okkur út um klukkan 11, fundum einhverjar danskar gellur hérna rétt fyrir utan húsið okkar, og þær drógu okkur í bandi á næsta góða skemmtistað ( sem má reyndar ekki kalla skemmtistað, því þetta var meira bar með 2 fermetra stóru dansgólfi !!! ) en þar sögðu stelpurnar að væri s.s fjandi góð stemning og gaman að vera svo að við Sigrún komum okkur fyrir. Það var reyndar alveg troðið og tónlistin ekkert spes til að byrja með, en við ákváðum að gefa þessu sjéns. Hinar stelpurnar gáfust reyndar upp eftir smástund og sögðust ætla að fara á annan stað og buðu okkur að koma með, en við neituðum. Svo fengum við sæti við barinn og sátum þar mestmegnið af kvöldinu og pirruðum barþjónana ( eða ÉG þ.e.a.s !!! ) með hallærislegum brandörum !!!! :)

Ég keypti mér einhvern tímann bjór, fékk 28 krónur til baka, setti 20 krónurnar í veskið og sýndi honum 8 krónurnar og sagði honum að það vantaði pening ! Hann beit á og gaf mér 10 kr í viðbót ! :) hahahaha

Svo seinna sá ég svona hálfa bjórflösku á borðinu, ég tók úr mér tyggjóið og stakk því ofaní og reyndi svo í gríð og erg að skila "bjórnum sem ég keypti sem var með tyggjói í " - en þeir voru reyndar ekki alveg að kaupa það ! :)

Það var alveg nóg af álitlegu kjöti þarna inni, og Sigrún var varla búin að benda mér á einn þegar að ég sá annan ( fyrir hana s.s - ég má ekkert horfa á stráka ! )

Ooooojjj, svo var alveg ógeðslegur maður sem að var eitthvað svaka að dansa - með þvílíkum beygjum og hneigjum og hlykkjum og hreyfingum, og hann sá að við Sigrún vorum að hlæja að honum, þannig að hann var alltaf að koma og dansa fyrir framan okkur.
Á endanum spurði ég hann hvort hann væri strippari, því að hann hreyfði sig alveg eins og einn !!!

Og svo var annað ógeð sem var eitthvað að tala við okkur Sigrúnu þarna á barnum, ég man reyndar ekki alveg um hvað ( var örugglega ekki að hlusta, því hann var óttalega óspennandi ) en aaaaaallavegana, einhvern tímann mitt í allri dýrðinni þá segi ég honum að við séum lesbískar og eigum von á okkar fyrsta barni ( og þen svona út magann eins og ég geri stundum þegar ég er "EXTRA" fyndin ! ) og gæinn varð bara spinnegal; " Af hverju í andskotanum ertu að drekka bjór þegar að þú ert ófrísk, hvað ertu eiginlega að hugsa ? VEistu hvað þetta er óhollt fyrir barnið? " bla bla blaaa....
Ég nottla tók þessu bara létt, sagði að ég væri að drekka létt bjór. Sigrún hló að þessu öllu saman svo að það var nokkuð greinilegt að ég var að djóka, og kallinn sá það alveg, en hann var ekkert að róa sig, og hélt bara áfram að rífast.
Þannig að ég sagði nú bara við hann; " Heyrðu vinurinn, þetta var djók, ég er ekki ófrísk og við erum ekki lesbískar " og dró inn magann aftur.
Og ekki batnaði það þá; " Þetta er sko ekkert til að gera grín að ! Veistu hvað ég er búinn að drepa mörg börn ??? "
Og við bara; HVAÐ ER Í GANGI, UM HVAÐ ER MAÐURINN AÐ TALA ??
Og svo beygði hann sig yfir okkur og sagði, rosalega alvarlegur; " Ekki vera að tala um það, en málið er það að ég er leyniskytta.................................." !!!!!!!!!!!!!
Þá hætti ég nú að hlusta og bara reyndi af öllum mætti að losa okkur við hann. Sem betur fer sá hann einhvern vin sinn og fór og talaði við hann, stuttu seinna.
Ojjjjj ! En það versta var samt að hann var svo rosalega alvarlegur allan tíman, og þess vegna vorum við Sigrún soldið stressaðar. Hann var sko ekkert eins og hann væri að djóka, og var bara virkilega reiður þegar hann komst að því að ófrísk kona væri að drekka !!!!
En hvað um það, hann fór og við hittum hann sem betur fer ekki aftur.

Ég lék þennan leik aftur á leiðinni heim, þá hittum við einhver önnur ógeð ( voru reyndar ekkert ógeðslegir,.. þannig lagað! ) og þeir voru eitthvað að reyna að tæla okkur, og þá sagði ég aftur að ég væri ófrísk og við lesbískar og svo þandi ég út magann. Þeir trúðu því líka, .. en svo þegar að við ætluðum að labba heim, þá sagði annar strákurinn; " I er kedelige " ( sem lauslega þýtt þýðir " Þið eruð leiðinlegar! " ) og Sigrún, sem hafði aðeins verið að tala við hann á spænsku áður, var sko EKKI sátt við þetta komment, þannig að hún kallaði á eftir honum; " FEOO FEOOO FEOOO " ( sem aftur lauslega þýtt þýðir " LJÓTUR LJÓTUR LJÓTUR ! " á spænsku )
Aahhhahahaha - voðalega þroskaðar eitthvað - báðar tvær!

En við allavegana tókum bæinn með trompi og þetta er sko eitt djamm sem ég mun aldrei gleyma ! :)

Svo komu yndislegu foreldrar mínir í gær í heimsókn, þau litu ekkert smá vel út; pabbi krúttlegur og krúnurakaður og útitekinn, og mamma var voða sæt með nýja klippingu í nýjum jakka og útitekin !
Þau voru voðalega sátt við íbúðina og líst rosa vel á þetta allt saman.
Núna eru þau að gista hjá vinafólki, en ætla að taka lestina hingað í kvöld og við ætlum að fara öll saman út að borða.

En jæja, við Sigrún erum að fara að útrétta
myndir koma innan skamms ( ég pakkaði óvart niður myndavélatengingatölvusnúrunni og setti niðrí geymslu )
bið að heilsa
kveðjur að handan
tvær ástfangnar, Erna og Sigrún :)





This page is powered by Blogger. Isn't yours?