þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Eins og í sögu...

Já ! Það gekk sko eins og í sögu í strætónum í dag. Tók hann réttu meginn og á réttum tíma og alles. Get meira að segja - í versta falli - tekið næsta strætó á eftir þessum og SAMT náð í skólann á réttum tíma,.. en ég er samt að spá í að reyna að venja mig ekki á það. Betra að vera kominn frekar aaaaðeins fyrr en seint !

Og dagurinn í dag var mjög fínn. Vorum aðallega bara að halda áfram að fá svona kynningar frá kennurum og eldri nemendum og svona... betri innsýn inn í það hvernig veturinn verður.
Svo í lok dagsins vorum við sett í það að hanna bæklinga. Ekkert sérstakt svosum, en það var alveg ÓGEÐSLEGA gaman og mínum hóp gekk ekkert smá vel. Það eru 4 hópar og í lok vikunnar verður valinn besti bæklingurinn og hann verður settur í prentun - 50 eintök !
Ég VEIT að við eigum eftir að vinna !!!

Annars lenti ég nú í því að ég nennti ekki að smyrja mér nesti í morgun,.. áleit að ég yrði ekki svo lengi í skólanum og þar af leiðandi gæti ég bara étið þegar ég kæmi heim.
En annað kom á daginn og upp úr hádegi var ég aaaalveg að morkna úr hungri.
Nema hvað - að ég var aðeins með 14 krónur í veskinu mínu, og það dugði hvorki fyrir mat, né strætómiða heim... hvað þá hvoru tveggja. Þannig að þá var að velja og hafna. Og ég ákvað að kaupa mér bara kaffibolla og láta svo strætóvandamálið bíða betri tíma.
En þegar ég ætlaði að opna klink-hólfið á veskinu, þá datt rennilásinn sjálfur af.. og ég gat s.s ekki opnað hólfið. Þannig að ég eyddi hádegishléinu mínu í að rífa upp veskið, og svo loksins...6 mínútum áður en því lauk.. þá náði ég að smjúga mér ofan í, safna saman 6,5 krónum og splæsa á sjálfa mig einum góðum kaffibolla.

Síðan leið og beið, og það kom að heimferðinni. Og greyið, ég, átti bara 7 krónur.. en strætóferðin kostar 17 !!
Aaaað vísu er strætó-kerfið hérna í Danmörkunni byggt á trausti; það er gengið inn að aftan og út að framan... þannig að þú getur alveg, þannig lagað, svindlað og farið alla leið án þess að borga krónu.
Síðan annað slagið gengur einhver inn á milli og tjékkar á fólki, og ef að það kemur í ljós að þú hefur ekki borgað miðann, eða ert ekki með neinskonar strætó-kort, þá færðu 500 króna sekt ( 6000 íslenskar ) !!!!
Og ég var ekki alveg að þora því, því ég hef ekki beint efni á því.

Svo að þá voru góð ráð dýr, og töluvert dýrari en þessi sekt !!!

Þannig að ég ákvað að labba bara aðeins heim á leið.. og finna mér einhvern hraðbanka, því það er enginn svoleiðis staðsettur í skólanum sjálfum.
Ég veit ekki af hverju ég hélt áfram að labba, því ég áttaði mig á því frekar snemma að ég yrði í ár og aldir að koma mér heim,.. en samt hélt ég áfram.
Svo gekk ég framhjá einhverjum múslima eða araba eða einhverskonar álíka kvikindi,... Khamir Al Naqar.... ( segi svona..veit ekkert hvað hann hét ), sem að var alltaf að reyna að stoppa alla bílana sem keyrðu framhjá honum. Og sama með mig,.. s.s þegar ég nálgaðist hann þá sagði hann;
" HEELLlooo " og potaði í mig. Ég hrökk við og leit á hann og hann benti á hendina á sér eins og hann væri að spurja hvað klukkan væri.
Ég varð svona soldið hrædd.. enda virkaði hann .. vægast sagt.. léttgeggjaður.
" Twenty to three " sagði ég.. á ensku ( veit ekki alveg af hverju, var örugglega ennþá föst í henni síðan úr skólanum, því við tölum bara ensku þar inni )
" Ha ha ha... dvendí dú drí... " apaði hann eftir mér með svona inverskum hreim, eins og Ban Jabi.. eða hvað hann heitir Indverjinn í Bart Simpson. " Ha ha ha " heyrði ég hann hlæja fyrir aftan mig. Verður að viðurkennast að ég var soldið hrædd, en örugglega ekki eins hrædd og mamma verður þegar að hún les þetta !! :)
Og þetta var s.s fyrsti geðveiki maðurinn sem ég hef hitt hérna í Danmörku.
Og reyndar fyrsti geðveiki Indverjinn sem ég hef hitt á ævinni,....

Og þá skyndilega mundi ég, mér til mikillar ánægju, að það eru seld strætókort í skólanum, í bókasölunni. Jibbíííí !

Og það sem eftir lifði dags hefur bara farið í dútl og tiltektir. Og ég er búin að búa til dýrindis pastasalat handa okkur Martini til að taka með í skólann á morgun sem nesti. Dúúúúleg - eða hvað ??

---

Nú - ég ætla bara að biðjast forláts á því hvað ég læt stundum dæluna ganga hérna á blogginu, hef heyrt óánægjuraddir útundan mér kvarta undan mikilli lesningu.... þannig að frá og með deginum á morgun,.. verður ekki jafn mikið um baul hér á þessari blessuðu síðu !

En kæru vinir og vandamenn, ég er farin í sturtu
hver veit nema ég pissi líka ( hef fengið ábendingu um að ég nefni það iðulega að ég sé að fara að pissa þegar ég blogga,.. þannig að það er eins gott að ég haldi í þá hefð.. og leyfi ykkur að fylgjast vel með klósettferðum undirskrifaðrar !!! )
Amen !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?