miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Þá er elskuleg Sigrúnin mín farin, því miður !
Það er búið að vera alveg hryllilega skemmtilegt hjá okkur og ég á aldrei eftir að gleyma vitleysunni sem átti sér stað hér á bæ.
Ég verð meira að segja að viðurkenna það að það var soldið erfitt að kveðja hana og ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun á leiðinni heim, eftir að hafa fylgt henni á lestarstöðina.
En við verðum bara að endurtaka leikinn eftir 3-4 mánuði, þegar ég kem heim um jólin. Jafnvel aldrei að vita nema að maður komin heim í stutta helgarferð einhvern tímann í vetur. Þ.e.a.s ef maður verður ekki of upptekinn í skólanum.

Og talandi um skólann, þá var ég að fá bréf frá honum í dag sem segir hvenær hann byrjar og hvar. Því miður er hann ekki á sama stað og við fengum upplýsingar um fyrst,- heldur í nokkur mikilli fjarlægð frá íbúðinni okkar,... tekur örugglega rúman hálftíma að koma sér þangað með strætó ! :( Ég er nú ekki alveg nógu sátt við það, en á móti kemur að ég verð ekkert rosalega mikið í skólanum ( þ.e margir tímar á viku ), svo að það er vonandi að þetta reyni ekki of mikið á.
Og svo er líka að byrja í næstu viku, einhver svona kynningarvika á skólanum. Þá fær maður að vita svona nákvæmlega hvað verður í gangi, kynnist starfsfólkinu og kennurum og gömlum nemendum og svona. Ég veit ekki alveg hvort ég á að fara í það,... nenni eiginlega ekki, en er svona pínu hrædd um að ég missi af einhverju merkilegu. Þannig að það endar örugglega með því. Og þá s.s byrjar skólinn næsta mánudag ! Glúlp !!!

---

Við fórum í dag í svona MÖNTVASK - eða s.s á svona almenningsþvottahús, svona eins og maður sér alltaf í amerískum bíómyndum. Það var soldið kúl, ég hef aldrei áður á ævinni stigið fæti inn á eitt slíkt pleis, og þarf vonandi ekki að gera það mikið oftar. Þetta er nefnilega alveg hryllilega dýrt og eftir að hafa farið þangað í kannski 30 skipti, þá verðum við búin að eyða jafn miklum pening og ósköp venjuleg þvottavél kostar. Þannig að ... spurningin um að setja þetta upp í jöfnu, Martin getur stokkið inn með hallamálið sitt og svo fáum við út bestu mögulegu lausn á þessu "vandamáli".

Ég er ekki enn búin að finna myndavélasnúruna, hún er einhversstaðar í felum og ég hreinlega nenni ekki að leita að henni lengur.
Pabbi keypti sér eitthvað svona tæki til að setja minniskortið úr myndavélum í, og við gátum tengt það við tölvuna okkar og fært allar myndirnar inn, svo að akkúrat núna er ég að hlaða þær inn á síðuna mína, .. þannig að vonandi þegar þú lest þetta blogg, verður kominn 3. myndahópurinn frá DANMÖRKU - hérna til hægri,... DANMÖRK (III).

---

Martin er byrjaður að æfa á fullu, og er ekkert nema axlarverkur og hasssssperrur þessa dagana. Sem þýðir að ég er farin að þjást af samviskubiti,.. verð að fara að byrja aftur að hlaupa. Soldið sorglegt að hugsa til þess að seinast þegar að ég hreyfði mig,... þá hljóp ég samfleytt 16 km ! En síðan eru liðin mörg ár ( " þeir greiddu í pííííííku.. " )....það var rétt í lok júlí, og síðan þá hef ég ekki hreyft á mér rassgatið. En það fer nú vonandi að gerast,.. verð bara að finna mér góða hlaupaleið hérna í bænum.

--

Svakalegan tíma tekur að hlaða inn þessum myndum...
Langar samt að taka það fram - voða stolt - að ég málaði sjálf allar myndirnar sem hanga uppi á veggjunum ! :) ( Eins og kom reyndar fram hérna fyrr á blogginu )

Æjj æjj,... ég er orðin svo þreytt að ég nenni ekki lengur að hafa augun opin meðan ég skrifa
asfj lasdlw w er a et ert e aw e we r
wer waseaserwer
asfas w er rt a wwoet.

neiii, djók... ég gerði þetta nú viljandi !
En allavegana,.. ætla að drífa í að setja þessar myndir inn
og svo að skella mér í rúmið

uns við sjáumst á ný...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?