föstudagur, ágúst 27, 2004

Mér er illt í maganum ! :(

Ég er búin að vera að hakka í mig M&M með hnetum núna í allt kvöld. Nennti ekki að elda neitt,.. steikti eitthvað svona tilbúið mix á pönnu, sem reyndist svo ekki vera mikið meira en 5 munnbitar ( í alvöru ) þannig að ég notaði gotteríið til að fylla upp í annars tóman magann !

Að sjálfsögðu gat ég ekki hætt og er nú komin með illt. Eitt afrek samt; ég kláraði ekki pokann !!!

Þannig að nú er ég með samviskubit. Ég fór nefnilega ekki út að hlaupa í dag, heldur sofnaði uppi í rúmi eftir að Martiníó yfirgaf pleisið. Og þegar vaknaði var ég komin með hausverk, sem er svosum engin afsökun, nema hvað að ég þoli ekki að hlaupa með hausverk.
En ég er að bíða eftir að magapínan gangi yfir og þá er ég að spá í að skella mér einn hring.

---

Annars er partý í gangi hérna í húsinu. Það er alltaf eitthvað svoleiðis í gangi hérna um helgar af því að það búa bara eintómir krakkaskratta hérna. Mig langar líka að skemmta mér, en ég hugsa að eftirfarandi sé dagskrá kvöldsins;
* losa mig við magapínu
* losa mig við hausverk
* hlaupa léttan hring
* koma heim og fara í sturtu
* blása á mér hárið
* setja krullur í hárið
* þvo á mér hárið
* blása á mér hárið
* setja krullur í hárið
* þvo á mér hárið
* blása á mér hárið......

Og bara on and on, þar til að það er kominn tími til að fara að sofa !

En jibbí jibbí ! Bara þessi eina helgi eftir, og svo verður maður kominn í skóla. Hversu skemmtilegt verður það. Og nú er ég í alvörunni að fara að læra eitthvað sem ( ég held ) ég hef geðveikan áhuga á.
( Svo eftir nákvæmlega viku mun ég örugglega sitja hérna og óska þess að ég væri í fríi, með maga- og hausverk og eftir að hafa stútað 2 M&M pokum ) !!!!

Æji.. svona er það, maður er aldrei ánægður !

Annars er ég búin að bæta inn 6 myndum af íbúðinni, af baðherberginu, inn á myndaalbúmið, frekar neðarlega.

Og svona áður en ég kveð í kvöld, þá langar mig að óska Nínu Sördal til hamingju, í anda, en hún var að eignast lítinn patta ! Jibbííí.. smjattpatta !

Men nu skal jeg smutte og gøre... ingenting !
indtil vi mødes igen,
hejj hejjjj....







This page is powered by Blogger. Isn't yours?