fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Í dag ætla ég að byrja á því að óska henni Halldóru innilega til hamingju með afmælið !
Tillykke med fødelsesdagen !
Já, hún Halldóra hefur nú átt marga gullmolana í gegnum tíðina, og fáir segja sögur jafn skemmtilega og hún, með þvílíkri innlifun og leik.
Svona eitt af því sem minnir mig alltaf á hana er þegar ég fæ eitthvað í augað...mér verður strax hugsað til útskriftarferðarinnar á Spáni; Við vorum allar nýkomnar úr sólbaði ( voru 5 saman í risaherbergi ) og Halldóra fór inn á klósett. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma þar inni, kemur hún fram, hálf-móð og másandi og segir; " Eftirfarandi hlutir voru í auganu á mér; sandur, steinn, hár,........" og svo taldi hún upp einhverja 6-7 mismunandi hluti, sem höfðu verið að gera hana brjálaða, og ekki bætti úr skák að hún var með linsur, sem gerði það ennþá verra að ná öllu draslinu úr !! Hahahaha, good times, good times !
Kannski ekki skemmtilegt fyrir aðra að lesa þessa sögu hérna hjá mér,.. en ég gleymi þessu aldrei, enda fannst mér þetta svona með því fyndnara sem hún sagði í ferðinni.
( Samt örugglega ekki fyndnara en " BORÐIÐ !!!!" :)
( Og gervi-hláturinn okkar þegar við vorum að fá lánaðann kveikjara hjá Acra-Bensa )
( Það var reyndar árið fyrir útskriftarferðina ! En what the hell !)
( Nú er ég löngu búin að týna öllum sem eru að lesa .....

Talandi um Spán, þá veit ég um eina pjöllu sem dvelur þar núna, hún Guðrún Bjartmarz nýtur sín í sólinni og á ströndinni. Pfff ! Það er svindl ! Mér finnst ekki að nokkur sála eigi að fá að fara til Spánar nema að bjóða mér með !
En svona er víst lífið,- maður getur ekki fengið bæði íbúð og sólarlandaferð ( segir Martin, en ég er ekki sammála. Tökum bara allt út á VISA, og svo þegar að reikningurinn kemur þá bara sleppum við að borga hann. Og þegar þeir siga svo innheimtunni á okkur, þá sel ég bara fötin mín ! Eða það sem betra er,... DVD-myndirnar hans Martins ! )
En ég vona samt að hún hafi það gott, hún Guðrún smuðrún ! Og ég vona að það verði engin ský á Spáni í ár !!!

---

Langar hérmeð að tilkynna henni Sigrúnu það, að mamma er búin að klippa á mér hárið !!!!
Ég reyndi eins og vitlaus manneskja að tala Sigrúnu inn á það að klippa bara réééétt neðan af lubbanum, af því að hárið á mér var orðið svo slitið, en hún vildi ekki fyrir sitt litla líf taka fram skærin. Sagði að ég myndi örugglega ekki verða ánægð og fá brjálæðiskast eða grenja úr mér augun, svona miðað við fyrri reynslu af klippingu !
Skil ekki alveg hvaðan hún fær þá hugmynd... ég er nú ekki svooo slæm.. hef í gegnum tíðina verið mjög ánægð með mína klippingu í svona 40 % tilfella !!!! :)

Það var nú einu sinni í grunnskóla ( held ég hafi verið um 14 ára ) sem að ég fór að láta lita á mér hárið, var dökkhærð á því tímabili, og kom svo heim og var ekkert rosalega sátt við litinn. Grét "smá" inni í herbergi meðan ég horfði í spegilinn og bölvaði hárgreiðslukonunni. Mamma reyndi að hughreysta mig, henni fannst liturinn mjöööög flottur.
En svona.. eftir því sem leið á, þá reyndi ég að telja mér trú um að þetta væri ekki eins slæmt og ég héldi, kannski væri þetta bara birtan í herberginu mínu, eða stundum.. þá eru litirnir soldið öfga-eitthvað þegar maður er NÝkominn úr litun.
Síðan daginn eftir, þá var diskótek í skólanum... svona RAUÐAball, þar sem að þemað var að maður ætti að vera í einhverju rauðu. Ég fór í rauðum buxum sem mamma hafði saumað á mig, rosalega ánægð með þær, og svona nokkuð sáttari við háralitinn.
Einhvern tíman, mitt í allri gleðinni, kemur ein stelpan til mín og segir; " Flottar buxur sem þú ert í ....." - Ég þakkaði pent, varð rosa ánægð, en svo bætti hún við; " ... og þú sniiiiðug að lita svona hárið á þér rautt fyrir RAUÐAballið !!!!!!!!!!!!!!! "

Það þarf ekki einu sinni að taka það fram, að ég fór beinustu leið heim að grenja ! ! !

---

Jæks, maður ! Ég vaknaði í nótt, rétt áður en Martin fór á fætur fyrir vinnuna, við þvííílíkar þrumur.
Ok, ok ! Mér finnst þrumur alltaf svona frekar kósí, og soldið svona spennandi, því að maður tengir þær einhvern veginn alltaf við útlönd.
En í nótt var ekki sömu sögu að segja - ég gerði í alvörunni svona eins og maður sér alltaf í bíómyndunum; lá í rúminu, svona hálfsofandi, þar til að það kom ein svona MEEEEEEGAÞRUMA og ég tók andköf og settist á hundrað og fimmtíu upp í rúminu, svona eins og þegar fólkið í bíómyndum fær martröð !!!!
Sjitt, ég var svo ógeðslega hrædd,.. það var bara eins og þruman hafi verið BEINT fyrir ofan húsið okkar, og ég prísaði mig sæla að búa á jarðhæð.
Tuðaði og tuðaði í Martini að fara ekki í vinnuna, sá fyrir mér fyrirsagnir morgunblaðsins í dag;
" Gluggaþvottamaður steiktist, þegar elding laust niður í hann ! !! "

En svona er nú það !

Litlu lambarassgötin mín,.. ég er farin að fá mér Kornfleks
rebenúí in da krímhás
erna... OUT !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?