þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn númerið hans Martins, en þar sem að við erum eins og öll gömlu hjónin sem klæða sig í eins galla, hjóla um á nákvæmlega eins hjólum, Jónas og Jónasína, Haraldur og Haralda.... þá fengum við okkur næstum þvíin sama númerið !

Haldið niðrí ykkur andanum,.. hér kemur það;

28 - 45 - 02 - 58

Hér er ennþá svaka stuð. Við Sigrún erum ennþá að skemmta okkur eins og við höfum aldrei gert neitt annað og ætlum ekki að gera neitt annað.
Ég er eiginlega ekki að fatta að ég eigi heima hérna, finnst ég bara vera í fríi og eins og ég sé að fara "heim" til Íslands í lok sumars. En það er víst ekki að fara að gerast. SKólinn er meira að segja að fara að byrja eftir eina og hálfa viku - Glúlps !
En þaaaaað er bara spennandi, e´haggi ?

Það er samt eitt sem er að angra mig eins og loðnir leggir, og það er það að ég hreinlega finn ekki bölvans myndavélasnúruna, í alvöru talað ! Ég er búin að leita útum aalllltt, og þegar ég segi "allt" þá meina ég ALLT. Og oftar en einu sinni á hverjum stað.
Ég man nefnilega að ég var að sortera svona snúrur og setti þær allar saman í eina hrúgu, batt upp á þær og tróð þeim öllum ofan í poka sem átti að fara niðrí geymslu,... NEMA myndavélasnúrunni. Ég tók hana frá, vegna þess að ég VISSI að við værum að fara að nota hana bráðlega. En hvert ég setti hana eftir það, veit ekki nokkur sála.
Ég er að segja það, það eru álfar í þessu húsi !
Og ég er búin að leita á hverjum mögulegum stað 3 eða 4 sinnum, ekki að djóka !
En hún vill bara ekki sýna sig. Það er spurningin hvort ég hafi kannski óvart hent henni í allri geðveikinni sem að átti sér stað hérna þarseinustu helgi !!! Spurning !

Þannig að myndirnar verða að bíða aaaaaðeins lengur.

En jæja kæru kálfarnir mínir,
er farin að horfa á Friends
adios...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?