mánudagur, ágúst 30, 2004

Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn senn á enda runninn, - þvílíkt og annað eins !!!

Ég átti s.s að mæta klukkan 10 í skólann, og var að fara að taka strætó ein í fyrsta sinn síðan við vorum í skólasundi í Álftamýrarskóla, fyrir góðum 8-10 árum, eða svo.
Nema hvað að ég vildi vera mjög tímanlega að öllu og vildi taka strætó frekar í fyrra lagi heldur en seinna. Þannig að ég ákvað að taka hann klukkan 09:08 í staðinn fyrir 09:23, því þó svo að hann sé ekki nema ca. korter að keyra, þá vildi ég hafa varann á, og ná mér í gott sæti í skólanum ! :)
Allavegana, ég vaknaði rétt rúmlega hálf átta,- ætlaði að vísu ekki að fara svona snemma á fætur, en Martin vaknaði á undan mér og fór í sturtu og svona, og ég var soldið spennt, þannig að ég ákvað að skella mér bara á lappir.
Og við fengum okkur góðan morgunverð og kaffi og sátum þarna í hægindum okkar í dágóða stund. Erum ekki áskrifendur af morgunblaðinu hérna í Århus þannig að Martin blaðaði í gegnum textavarpið - góóóóóðður !!

En jæja. Ég yfirgef íbúðina klukkan 5 í 9 og labba niður á Banegårdspladsen, sem er svona eins og Hlemmur á Íslandi, allir aðalstrætóarnir stoppa þar.
Ég var nú reyndar ekki alveg 100 hvoru megin ég átti að taka strætóinn, hef aldrei verið sérstakelega dugleg að lesa á svona strætókort og -leiðir, sem er örugglega eitthvað tengt því að ég hef örugglega sjaldnar en 10 sinnum á ævinni tekið strætó til að komast á milli staða ( þ.e fyrir utan fyrrnefnt skólasund ).
Hvað um það,- mér fannst eitthvað hálfbogið við kortið sem ég var að lesa, og mér datt í hug að ég þyrfti að taka sama strætó, bara hinumegin við götuna ( þ.e í hina áttina ).
En það var ekki alveg að gera sig, vegna þess að sá strætó keyrði í áttina FRÁ skólanum mínum, meðan aftur á móti sá strætó sem ég ætlaði að taka keyrði í átt AÐ honum.
Þannig að með því að setja þetta upp í smá formúlu, beita cos og sin og pýþagóras, þá komst ég s.s að þeirri niðurstöðu að það væri best að keyra AÐ skólanum mínum !!!

Svo kemur strætóinn og ég hoppa inn, rosa spennt og stolt af sjálfri mér,- og soldið svona eins og lítill krakki í pollagalla í leikskólaferð !
Jæja,.... allt í einu sé ég að ég er komin út í heilagt rassgat Århus-bæjar. Kannaðist hvorki við staðsetninguna né búðirnar, en þorði nú ekki að gefast upp alveg strax !
Ég hafði hugsað mér að prófa að taka strætóinn í seinustu viku upp í skólann, svona svo að ég myndi vita nákvæmlega hvað ég ætti að gera þegar dómsdagur kæmi, en lét aldrei verða af því,.. og ég iðraðist þess svo sannarlega í þessari strætóferð.
Því til að gera langa sögu .. ekki alveg eins langa,... þá byrjaði fólk að tínast út, og fyrr en varði var ég ein eftir í strætó, í næstaftasta sæti, úti í bala ( örugglega nær Þýskalandi en nokkurn tímann skólanum mínum ) !
Þannig að ég hljóp frammí og spurði bílstjórann, og þá s.s var ég ekki í réttum bíl, en hann benti mér á strætóinn sem var á leið upp í skólann, stoppaði bílinn, flautaði á hinn strætóinn að bíða eftir mér, og ég hljóp á milli og skalf eins og lítið lamb á leið til slátrunar !

Síðan leið og beið,.. og allt í einu er ég komin aftur á Banegårdspladsen,- þar sem ég í upphafi tók strætóinn kl. 09:08,- og klukkan þá var orðin 09:58 !!
Og ég var orðin alveg ringluð, vissi ekki hvort ég ætti að taka sjénsinn og sitja áfram í strætónum og gá hvort að hann endaði í skólanum, hvort ég ætti að fara út og reyna aftur, eða hvort ég ætti bara að fara heim og henda mér upp í rúm og grenja úr pirringi.
Ég stökk út, big mistake,... því að það kom svo í ljós að ég var í réttum strætó, og þurfti nú að eyða ca. 10 mínútum í að bíða eftir að sami strætó kæmi aftur ( þ.e sama leið.. ekki nákvæmlega sami strætó ) sem svo loksins keyrði mér upp í skóla.
( Gaman samt að segja frá því að meðan ég stóð og beið eftir bussinum, þá kemur annar stætó og stoppar þarna á sömu stoppistöð og mér fannst ég kannast alveg rooosalega við eina stelpuna sem sat þar inni,- en pældi svosum ekki meira í því, .. er orðin alveg rugl í haus því mér finnst ég alltaf vera að sjá einhvern hérna sem ég þekki !
En bíddu bíddu,.. fer ekki bara stelpan að vinka, og viti menn.. þetta var Ína gamli skólafélagi frá Íslandi, sem bæði var með mér í Álftamýrarskóla og í Versló ( samt aldrei í sama bekk ) !! Ég vissi að hún væri hérna í Danmörku, og ég vissi að hún væri að læra í Århus,.. en kommon.. hversu fyndið er þetta !?! Talandi um tilviljun ! )
( Og hún er s.s 3. gamli skólafélaginn sem ég mæti hérna í Århus.. lítill heimur ! )

Allavegana,...þegar ég LOKSINS komst á leiðarenda,... þá komst ég ekki inn í skólann,.. aðalhurðirnar voru lokaðar og læstar og ég hamaðist þarna á þeim öllum 3, en þær vildu ekki opnast.
Þannig að ég þurfti s.s að bíða eftir að einhver sem væri á leiðinni út, færi út,.. svo að ég gæti notað tækifærið og stokkið inn.
Og út kom einhver blindur maður,.. ekki það að það skipti neinu máli, nema bara að hann sveiflaði blindrastafnum í löppina á mér. Fann svosum ekki mikið fyrir því, var alveg dofin af pirringu.

En jæja,.. þannig að ég hljóp upp á 3. hæð- átti að mæta í stofu 327. Og ég gekk fram og aftur, fram og aftur, fram og aftur um ganginn, og ég sá bara stofu 326 og svo BÚIÐ ! No more ! Gangurinn endaði !
Hversu tíbísssskt var það !?!

Þannig að ég labbaði niðrá 2. hæð og ætlaði að tala við kellingarnar á skrifstofunni, en þá kom einhver kona sem sá ég var rugluð og hún sagði mér að ég ætti - indeed- að mæta í stofu 327.
" But it isn't there ! There is no such thing as Room 327 ! " Svaraði ég eins og hálfviti ! Hvað var ég nú að véfengja hana; það var hún sem vann þarna, en ekki ég.
" What ? Suuuuure. It´s in the end of the hallway.. ! There´s bunch of people there, drinking coffee and talking ! "
" Ok ! I´ll try again ! "

En jæja.. ég s.s fann stofuna Á endanum,- hún var þarna Í endanum ! ( haha )
Veit ekki af hverju ég fann hana ekki áður,...hvort það var stressið að spila,.. eða hvað...!?
En sem betur fer var engin kennsla í gangi, heldur sat fólk saman í hópum við nokkur borð, drakk kaffi, borðaði rúnnstykki og spjallaði. Og klukkan var s.s 10:45 þegar ég loksins settist niður.
Fjúff !!!
Og ég fékk sæti við hliðina á Hrönn, sem að ég talaði svo mikið við seinasta mánudag, þannig að það var nú alveg ágætt.

En restin af deginum var bara nokkuð fín. Og þetta leggst bara mjög vel í mig. Vona að þetta verði jafn skemmtilegt og það lítur út fyrir að verða !

---

En svona er nú það ! Það er gaman að þessari bölvuðu vitleysu.
En ég hef þó allavegana eitthvað að skrifa um hérna á þessu blessaða bloggi, og það eitt og sér er nú saga til næsta bæjar !

Og svo fórum við Martin í dag eftir skóla ( Jibbíííí.. langt síðan að ég hef sagt " eftir skóla " .. :) og keyptum skólatösku ( ógeðslega flott NIKE ) og pennaveski og penna og möppur og alles. Þannig að nú er ég bara klar og klabbet for skolen.

Og svo fór ég út að hlaupa líka, langaði bara að koma því að....

Og svo fékk ég nýja blöðru á tánna.... The balloon season is back ! :)

Og svo talaði ég við Sonju gömlu vinkonu á MSN-inu,.. jibbííí...ekkert smá gaman, hef ekki heyrt í henni í háa herrans tíð.

Og svo ....

En jæja.. litlu kálfarnir mínir
( " ég þjálfur.. litli kálfur.. " )
ég er farin að endurskipuleggja bókhaldið og setja í eina af nýju möppunum sem við keyptum okkur í dag,

jibbbííí

hasta la vista,.. bebe...





This page is powered by Blogger. Isn't yours?