LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
mánudagur, ágúst 23, 2004
Ég er leið kona í dag !!!
Pabbi og mamma voru að fara heim,..... - eða.. þau voru ekki beint að fara heim. En núna eru þau að fara að keyra yfir til og um Noreg og ætla svo að enda fríið sitt á einu góðu trippi í Kóngsins Köben ! Þannig að eftir daginn í dag, mun ég ekki sjá þau fyrr en eftir 4 mánuði - um jólin!
Þetta var allt voðalega saklaust í dag; þau skutluðu mér á kynningavikuna í skólanum ( sem ég kem að hérna neðar ), keyrðu um og útréttuðu, og náðu svo í mig þegar ég var búin. Komu við í bakaríi og keyptu samlokur og HINDBERJASNITTUR ( sem er nýjasta æðið hennar mömmu, hún er aaaaalveg sjúk í þær ), komu heim til mín, við borðuðum samlokurnar og sætabrauðið, Martin kom heim úr skólanum sínum, borðaði með okkur og svo skutluðu þau okkur aðeins hérna á milli staða ( þurftum að skipta einhverri hillu og kaupa eitthvað dót fyrir þvottavélina ), og skutluðu okkur svo heim, og við stigum út úr bílnum og kvöddum þau.
Mamma fékk smá tár í augun,- pabbi var sterkur sem klettur, en ég var eitthvað voðalega bara... líbó.. eitthvað ! Var einhvern veginn ekki að átta mig á því að þau væru að fara.
Svo keyrðu þau í burtu, við Martin bárum dótið okkar inn og hann spurði mig hvað væri eiginlega í gangi; ég væri ekkert búin að grenja !?!?
En allavegana, svo þurfti ég að stökkva hérna upp í Fötex ( Hagkaup ) og versla lítið eitt,... og á leiðinni þangað.. ÞÁ KOM SPRENGJAN ! Og ég þurfti svoleiðis að berjast við að halda aftur af tárunum inni í búðinni!
Svo um leið og ég opnaði hurðina að íbúðinni okkar,... þá streymdi þetta allt saman niður !
Þannig að ég stóð þarna í dyragættinni, með eina mjólkurfernu í annarri hendinni, veskið mitt í hinni og táraflóð á hundrað niður kinnarnar !!!
Og Martin skildi ekki neitt !!!
-" Hva... var brauðið búið !? Það er allt í lagi, þú þarft ekki að gráta... ! "
( Neiiii, hann sagði það nú reyndar ekki,... )
Ég veit ekki af hverju ég fékk svona hryllilega magnað grátkast,.. en ég bara hreinlega gat ekki hætt. Var meira að segja komin með ekka frekar snemma. Eyddi örugglega tæpri klósettrúllu í að snýta mér og var orðin vel rauð á nefinu, svona undir það síðasta !
Þau eru nefnilega alveg langbest í heimi og geimi og mér þykir svo óendanlega vænt um þau. Þess vegna er erfitt að sleppa af þeim takinu.
Þannig að það endaði með því að ég varð að hringja í þau og banna þeim að fara frá Danmörku !
Voðalegt tetur getur maður verið ! Aumingjatetur og grey !
---
En já ! Ég fór s.s á kynningarviku í skólanum í morgun. Það var allt morandi af Íslendingum,- hvað er í gangi !?!?
Annars var þetta bara ósköp asnalegt eitthvað. Bara verið að segja manni það sem að maður vissi alveg, og ég hefði svosum alveg getað sleppt þessu. En það var fínt að kíkja... bæði á skólann og hópinn sem maður verður með.
Ég verð s.s í 30 manna bekk; 8 koma frá Íslandi, 7 frá Danmörku og 7 frá Uzbekistan...!
Ahahaha ! Merkilega skemmtilegt ! Hef aldrei þekkt neinn Uzbekista !!!
En s.s flestir voru frá þessum þjóðum, restin var svo bara héðan og þaðan. Það mættu nottla alls ekki allir í dag, vorum örugglega ekki nema kannski 10-12 úr Multimedia Design. En annars leist mér bara nokkuð vel á þetta. Og ég er orðin rosalega spennt að fara að byrja á öllu saman. Jibbííí.. læra læra !
---
Og svo fór ég út að hlaupa núna í kvöld, þegar ég hafði jafnað mig á grátkastinu góða.
Ég fór leiðina sem ég fann um helgina, og hljóp hana nokkuð mikið rösklega, og það tók mig nákvæmlega hálftíma. Sem segir mér,.. svona snögg ágiskun, að þetta séu í kringum 4-5 km ( allavegana miðað við fyrri reynslu og störf ! )
Og það er skemmtilegt frá því að segja, að ég var aaaaaaaaalveg búin ! Held meira að segja að ég hafi fengið brjóstsviða og lungnaþembu mitt í allri gleðinni, og smá verk í vinstri handlegg... sem er víst fyrirboði hjartaáfalls !!!
Njahhh,.. ekki kannski alveg. En drulluþreytt var ég !
Ég reyndi að teygja þegar ég kom heim,.. en ég er nokkuð viss um að ég fái svona eins og tvö stykki hasssperrur á morgun !
---
Ef einhver úr bakaríinu er að lesa; HVAR ER SPÓLAN SEM ÞIÐ LOFUÐUÐ MÉR :(
Þær hafa nú verið margar andvökunætur tengdar tómum póskassa og brotnum loforðum !
Gimme gimme gimmeee !
---
Langar líka að taka það fram að ég á allra besta kærasta í heimi !
Jibbííí !
Hann er geðveikur huggari, nuddari, faðmari og dansari !
Jibbbííííí - knús knús Martin !
En jæja.. ég get því miður ekki sagt neitt kómískt í dag,
er ennþá soldið leið
en annars,...
adios
Pabbi og mamma voru að fara heim,..... - eða.. þau voru ekki beint að fara heim. En núna eru þau að fara að keyra yfir til og um Noreg og ætla svo að enda fríið sitt á einu góðu trippi í Kóngsins Köben ! Þannig að eftir daginn í dag, mun ég ekki sjá þau fyrr en eftir 4 mánuði - um jólin!
Þetta var allt voðalega saklaust í dag; þau skutluðu mér á kynningavikuna í skólanum ( sem ég kem að hérna neðar ), keyrðu um og útréttuðu, og náðu svo í mig þegar ég var búin. Komu við í bakaríi og keyptu samlokur og HINDBERJASNITTUR ( sem er nýjasta æðið hennar mömmu, hún er aaaaalveg sjúk í þær ), komu heim til mín, við borðuðum samlokurnar og sætabrauðið, Martin kom heim úr skólanum sínum, borðaði með okkur og svo skutluðu þau okkur aðeins hérna á milli staða ( þurftum að skipta einhverri hillu og kaupa eitthvað dót fyrir þvottavélina ), og skutluðu okkur svo heim, og við stigum út úr bílnum og kvöddum þau.
Mamma fékk smá tár í augun,- pabbi var sterkur sem klettur, en ég var eitthvað voðalega bara... líbó.. eitthvað ! Var einhvern veginn ekki að átta mig á því að þau væru að fara.
Svo keyrðu þau í burtu, við Martin bárum dótið okkar inn og hann spurði mig hvað væri eiginlega í gangi; ég væri ekkert búin að grenja !?!?
En allavegana, svo þurfti ég að stökkva hérna upp í Fötex ( Hagkaup ) og versla lítið eitt,... og á leiðinni þangað.. ÞÁ KOM SPRENGJAN ! Og ég þurfti svoleiðis að berjast við að halda aftur af tárunum inni í búðinni!
Svo um leið og ég opnaði hurðina að íbúðinni okkar,... þá streymdi þetta allt saman niður !
Þannig að ég stóð þarna í dyragættinni, með eina mjólkurfernu í annarri hendinni, veskið mitt í hinni og táraflóð á hundrað niður kinnarnar !!!
Og Martin skildi ekki neitt !!!
-" Hva... var brauðið búið !? Það er allt í lagi, þú þarft ekki að gráta... ! "
( Neiiii, hann sagði það nú reyndar ekki,... )
Ég veit ekki af hverju ég fékk svona hryllilega magnað grátkast,.. en ég bara hreinlega gat ekki hætt. Var meira að segja komin með ekka frekar snemma. Eyddi örugglega tæpri klósettrúllu í að snýta mér og var orðin vel rauð á nefinu, svona undir það síðasta !
Þau eru nefnilega alveg langbest í heimi og geimi og mér þykir svo óendanlega vænt um þau. Þess vegna er erfitt að sleppa af þeim takinu.
Þannig að það endaði með því að ég varð að hringja í þau og banna þeim að fara frá Danmörku !
Voðalegt tetur getur maður verið ! Aumingjatetur og grey !
---
En já ! Ég fór s.s á kynningarviku í skólanum í morgun. Það var allt morandi af Íslendingum,- hvað er í gangi !?!?
Annars var þetta bara ósköp asnalegt eitthvað. Bara verið að segja manni það sem að maður vissi alveg, og ég hefði svosum alveg getað sleppt þessu. En það var fínt að kíkja... bæði á skólann og hópinn sem maður verður með.
Ég verð s.s í 30 manna bekk; 8 koma frá Íslandi, 7 frá Danmörku og 7 frá Uzbekistan...!
Ahahaha ! Merkilega skemmtilegt ! Hef aldrei þekkt neinn Uzbekista !!!
En s.s flestir voru frá þessum þjóðum, restin var svo bara héðan og þaðan. Það mættu nottla alls ekki allir í dag, vorum örugglega ekki nema kannski 10-12 úr Multimedia Design. En annars leist mér bara nokkuð vel á þetta. Og ég er orðin rosalega spennt að fara að byrja á öllu saman. Jibbííí.. læra læra !
---
Og svo fór ég út að hlaupa núna í kvöld, þegar ég hafði jafnað mig á grátkastinu góða.
Ég fór leiðina sem ég fann um helgina, og hljóp hana nokkuð mikið rösklega, og það tók mig nákvæmlega hálftíma. Sem segir mér,.. svona snögg ágiskun, að þetta séu í kringum 4-5 km ( allavegana miðað við fyrri reynslu og störf ! )
Og það er skemmtilegt frá því að segja, að ég var aaaaaaaaalveg búin ! Held meira að segja að ég hafi fengið brjóstsviða og lungnaþembu mitt í allri gleðinni, og smá verk í vinstri handlegg... sem er víst fyrirboði hjartaáfalls !!!
Njahhh,.. ekki kannski alveg. En drulluþreytt var ég !
Ég reyndi að teygja þegar ég kom heim,.. en ég er nokkuð viss um að ég fái svona eins og tvö stykki hasssperrur á morgun !
---
Ef einhver úr bakaríinu er að lesa; HVAR ER SPÓLAN SEM ÞIÐ LOFUÐUÐ MÉR :(
Þær hafa nú verið margar andvökunætur tengdar tómum póskassa og brotnum loforðum !
Gimme gimme gimmeee !
---
Langar líka að taka það fram að ég á allra besta kærasta í heimi !
Jibbííí !
Hann er geðveikur huggari, nuddari, faðmari og dansari !
Jibbbííííí - knús knús Martin !
En jæja.. ég get því miður ekki sagt neitt kómískt í dag,
er ennþá soldið leið
en annars,...
adios