sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ég held ég þurfi að fara að kíkja til sálfræðings, láta hann krufla aðeins í undirmeðvitundinni minni.
Ég hreinlega skiiiil ekki hvernig nokkurn mann getur dreymt aðra eins þvílíka vitleysu og mig dreymir stundum. Ég held að sköpunaráráttan mín sé svona að brjótast út á næturna, í svo algjörlega vitlausu formi að það er sko ekki eðlilegt.
En svona er nú það,- maður verður víst ruglaðari því eldri sem maður verður !

---

Svo er bara SKÓLINN að byrja á morgun. Og það er skemmtilegt frá því að segja að ég er orðin spennt; ég er ekki lengur hrædd og stressuð, ég er bara orðin virkilega spennt. Mikið hryllilega hlakka ég til að fara að læra heima aftur, raða í pennaveskið mitt, raða í skólatöskuna mína, smyrja mér nesti, stressa mig yfir verkefnum, stressa mig yfir prófum- en kannski umfram allt; fara að nota öll "venjulegu" fötin mín aftur, og eyða fleiri fleiri mínútum fyrir frama fataskápinn á kvöldin, hugsandi um hverju ég ætli nú að klæðast morguninn eftir !!!
Það er sko ekki búið að gerast í langan tíma ! Jibbíííí ! ENDURKOMA FATANNA !

---

Ég fór í gær og fann mér ágætis hlaupaleið. Hún var reyndar ekki næstum þvíin eins góð og leiðirnar sem ég hljóp í Holbæk ( hjá tengdó ) vegna þess að þær leiðir voru rosalega mikið á fáförnum vegum, og maður varð ekki mikið fyrir ónáði frá bílum, eða þurfti að stoppa við götur, fara yfir gangbrautir og svoleiðis. Hér hins vegar,.. er soldið mikið um svoleiðis. En maður verður víst að sætta sig við það, ég get ekki búist við að finna einangraða hlaupaleið hérna í miðbænum í stórborginni Århus. Þannig að, allavegana svona til að byrja með, þá hleyp ég hérna meðal manna og músa og vörubíla. Kannski seinna meir, þegar maður er búinn að læra aðeins betur á svæðið í heild sinni ( ekki bara umhverfið hérna í kringum íbúðina okkar ) þá get ég búið til betri leið !

Þannig að á morgun ætla ég að byrja að hlaupa, á morgun - eftir skóla !!
Merkilegt að hugsa til þess að fyrir heilum mánuði síðan, þá hljóp ég 16 km, nánast án þess að blása úr nös.
Hugsa að ég geti kannski hlaupið 2 á morgun, en endi í hryllilegum hasssperrum og vöðvabólgu.
Alveg fjandi pirrandi hvað formið er fljótt að fara. En hann pabbi hefur nú stundum hughreyst mig með því að segja; " Formið er kannski fljótt að fara, .. en það er líka fljótt að koma ! "
En hvað um það, það þýðir ekki að gráta Björn bónda. Maður tekur sig bara á, og kemur sér í form, og ekkert væl !

Skohhh,.. mín bara farin að taka öllu með jafnaðargeði, enginn æsingur, ekkert brjálæði,.. bara jafnaðargeð !!
Hvað er í gangi... gæti maður spurt sig !?!?
Ég er bara orðin þroskuð, fullorðin kona. Og þannig standa málin ! Amen !

---

Annars, þá erum við að fara að setja í þvottavélina... í fyrsta sinn
Guð veri með okkur,.. öllum saman

Og svo mörg voru þau orð,
sæjonara....






This page is powered by Blogger. Isn't yours?