sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég var að pæla,...
.. eitt af því sem ég óttast mest í lífi mínu, er að verða étin af ljóni eða hákarli !!!

Skemmtilega rökréttur ótti, þar sem að það eru ljón á hverju horni hérna í Århus, og sérstaklega hættulegt að vera einn úti eftir klukkan 21 á kvöldin, en þá er matartími hjá þeim !!!

En þetta er ekki grín - ég er alveg dauðhrædd um að verða étin af ljóni eða klippt í sundur af hákarli í saklausri sundferð !
Og í örugglega helming tilfella sem ég fæ martröð, þá er það eitthvað tengt þessum kvikindum.
Hvernig stendur á þessari vitleysu ? Hvenær á ég eftir að standa face to face á móti ljóni úti í eyðimörkum Afríku, með ekkert nema eyrnalokka til að verja sjálfa mig ?!?!?

Í hinum helming tilfella þegar ég fæ martröð er hún tengd því að ég missi einhvern sem ég elska. Og þá erum við komin að stærsta ótta mínum í öllu lífinu; ég er svo HRYLLILEGA hrædd um að missa fjölskyldumeðlim eða góða vin, að það er ekki eðlilegt. Ég hugsa í alvörunni um það á hverjum degi, - HVERJUM DEGI ! Og ÞAÐ er ekki heilbrigt. Í hvert sinn sem ég heyri í sjúkrabíl, þá er ég alveg HANDVISS um að það sé eitthvað tengt þeim sem ég þekki !
Gerði það reglulega á Íslandi að hringja í pabba, þegar ég heyrði í sírenum, svona bara til að tjékka að hann hafi ekki dottið af þaki ! Held hann hafi grætt allavegana nokkur grá hár á þessum áhyggjum og símtölum !

En ef ég á að vera aaaalveg hreinskilin, þá held ég að ég myndi frekar vilja vera étin af ljóni, heldur en að missa loved one !

Man alltaf eftir frétt sem ég heyrði um feðga sem fóru í dýragarð ( einhversstaðar í útlandinu ) og þeir voru að skoða ljónabúr. Litli strákurinn gekk alveg upp að rimlunum og fylgdist með þar, ljónið rak loppurnar út á milli rimlanna og greip í strákinn og át hann !!!! Og pabbinn bara horfði á, gat ekkert gert - ljónið nottla 1000 sinnum sterkari en hann !

Jæææææks ! ! !

---

Kallinn minn er að koma heim eftir svona 3 klst. JIbbbííí og Halelúja ! Ég er ógeðslega spennt. Mér líður eins og við séum búin að vera aðskilin í margar vikur. Sérstaklega líka af því að ég hef eiginlega ekkert getað talað við hann,... hann gleymdi nefnilega að hlaða símann sinn áður en hann fór, svo að hann slekkur alltaf á honum yfir daginn, rétt kveikir á honum til að hringja í mig og segja mér hvernig þeim sé búið að ganga að spila, og svo slekkur hann aftur !

---

Svo eru þessir blessuðu vinnumenn búnir að vera að gera mig létt-geðveika seinustu viku. Ég vaknaði alltaf við að ég heyrði einhver bölvuð læti BEINT FYRIR UTAN gluggann minn ( fyrir þá sem ekki vita, þá erum við á jarðhæð ) allskonar bank og bor og hlátur. Var meira að segja nokkuð viss á tímabili að þeir væru að horfa á mig sofa, að ég hefði slefað - eða eitthvað og þaðan kæmi hláturinn !!

Þeir eiga nú reyndar ekki að geta séð inn um gluggann, þegar að gardínurnar eru dregnar fyrir,... en ég var nú sam alveg viss um að þeir væru að hlæja að mér.
En hvað um það... haldiði ekki bara að þeir séu að setja upp einhverskonar hjólastólalyftu hérna við tröppurnar og innganginn ! Og annar takkinn sem notaður er til að færa lyftuna upp og niður er staðsettur ALVEG VIÐ stofugluggann okkar ! Great !
Þannig að þegar fólk ætlar að nota þessa blessuðu lyftu, þá labbar það að stofuglugganum okkar, kíkir inn, ýtir á takkann, og heldur áfram að kíkja inn meða lyftan færist upp ! Splendid !

Þannig aaaaað,.. við ætlum s.s að fjárfesta í einhverskonar svona himnu, svona hornhimnu.... nei djók ! Hún heitir það ekki ! ( Öööömurlegur brandari )
En allavegana... s.s svona himnu .. eða hvað þetta kallast, sem að maður límir á glerið sjálft, þannig að við sjáum út, en fólkið sér ekki inn. ( Muhahahahaaaa... planhláturinn góði ! Við sjáum þau, en þau sjá okkur ekki ! Muhaha ! )
Og þetta þarf helst að vera einhverskonar himna sem að blokkar ekki sólarljósið, því að við erum bara með þennan eina glugga í stofunni.

Þannig að það gengur á ýmsu hérna í Gebauersgade.
Ég hef samt ekki komið auga á neitt fatlað fólk hérna í húsinu, en ætli þetta sé ekki í einhverjum reglugerðum ?
Allavegana þegar ég sat í borgarstjórn Århusar fyrir nokkrum árum, þá var verið að ræða þetta,- en það eru liðin mörg ár síðan ég sagði mig úr því pakki, þannig að þetta er örugglega orðið að opinberri reglu núna !

---

Djöfulli er orðið kalt hérna í svefnherberginu. Ég þarf að fara að kveikja á ofnum,- sem segir mér aðeins eitt; veturinn er á leiðinni. Og þá þarf maður að taka fram feldinn !
Damn ! Ég sem var að raka á mér lappirnar....

Hvað um það,...
þetta er nú meiri vitleysan,..
Ernos Ramazotti.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?