miðvikudagur, mars 30, 2005

Jæks !

Ég býst við að allir hafi heyrt um líkbútana sem fundust hérna í Danmörkunni! Jaccchhh ! Þvílíkur horbjóður !

Fyrir þá, sem ekki vita um hvað málið snýst, þá er það s.s þannig, að á föstudeginum langa fundist 2 karlmannslappir og 1 hendi í ruslatunnu (eða gámi) í Kaupmannahöfn. Einhverjum dögum seinna fannst restin af líkinu: hendi, búkur og haus ( ég man reyndar ekki alveg hvar það fannst.. en minnir að það hafi verið einhversstaðar nálægt hinum staðnum ).

Allt var þetta rosalega spúkí, og ekkert tókst að bera kennsl á manninn,.. þannig að það var tekið til þess ráðs að henda inn mynd af hausnum inn í alla fjölmiðla, með von um að einhver gæfi sig fram og gæti gefið einhverja upplýsingar. Þótt reynt hafi verið að lappa upp á karlgreyið fyrir myndina, þá var hún vægast sagt ógeðsleg,.. ég fæ gæsahúð niður eftir baki þegar ég hugsa um hana,.... og þó að fermingarmyndin mín hafi verið slæm,.. þá hugsa ég að ég megi nú stolt vera miðað við þessi hræðilegheit!

http://www.bt.dk/krimi/artikel:aid=351824/

Síðan er þetta smám saman að leysast; maðurinn var s.s leigubílstjóri, sem hafði nýlega hætt með kærustunni og hafði búið í leigubílnum sínum seinustu 2 vikur. Hann hékk mikið á einhverjum bar, og vitni sáu hann yfirgefa þann bar með 2 útlendingum. Búið er að finna hugsanlegan gerningsstað og svo las ég í einhverri grein að hann hafi víst "lifað tvöföldu lífi".

Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu öllu saman,.. mér finnst þetta HROTTARALEGA VIÐBJÓÐSLEGT.
Mér finnst það samt "jákvætt" í þessu, að karlgreyið var drepið áður en hann var choppaður niður með keðjusög !!!! Muuuahhhhhh !!!!

Ég hef lengi verið hrædd þegar ég er að skúra og fer út með ruslið og fleygi því í einhvern risagám. Af einhverjum ástæðum hef ég alltaf verið að búast við því að finna þar inni einhvern hálfdauðan róna, eða aldauðan annan mann !
Núna hef ég sko ástæðu til að vera hrædd !

---

En að öðru skemmtilegra efni; þá er verkefninu okkar loksins lokið, og við bara nokkuð sáttar við kynninguna okkar í dag. Að sjálfsögðu er alltaf eitthvað sem hefði mátt fara betur, og ég vil meina að þetta hafi verið með mínum slökustu kynningu hingað til.. en hvað um það.. búið er þetta, og við fáum feedback frá kennurunum eftir 2 vikur !

Fyrir áhugasama, þá er linkur að heimasíðunni okkar hérna fyrir neðan.
Langar að taka það fram, að þar sem að við erum ekki að læra VEFHÖNNUN eða FORRITUN... heldur komum rétt aðeins inn á þau svið ( ásamt öðrum fögum), þá snérist þetta ekki um það að skila fulltilbúinni vefsíðu, heldur frekar koma svo með hugmynd af síðu í ritgerðinni okkar ( útliti og innihaldi ), ... og það sem reyndist of erfitt að framkvæma áttum við s.s að includa í sérstökum kafla í ritgerðinni þar sem að við tókum fram hvað við hefðum viljað gera, og hvernig þetta ætti að virka, ef að við værum 100 % útlærðir vefhönnuðir og forritarar.

En s.s... það sem er mögulegt á þessari síðu er að ýta á SUMMER á appelsínugula barnum þarna uppi, og svo ýta UNDIR "Bulgaria" á græna barnum sem birtist ( þurftum að búa til sérstakan "leynitakka" af því að þetta vildi ekki virka )... síðan er hægt að ýta á "Albena" vinstra megin í stóra boxinu, og svo við HLIÐINA á "Hotels" ( það er leynitakki þar líka ).

Svo er hægt að ýta á tvær fyrstu myndirnar af hótelunum ( s.s fá stærri útgáfu ) og ýta á fyrsta appelsínugula "here" í tekstanum við hliðina á fyrsta hótelinu. Hérna er svo hægt að nota BACK takkann til að komast til baka, þar sem að myndirnar af öllum hótelunum eru.

Græni barinn niðri virkar allur; s.s hægt er að klikka á CONTACT US, ABOUT US og LOGIN.

Síðan er þarna ORDERING BOX, hægra meginn á síðunni. Þar er hægt að ýta á SEARCH, og þá opnast nýir gluggar með næstu skrefum í pöntunarferlinu ( það er hægt að prófa að fara í gegnum ferlið, ýta bara á continue og bulla eitthvað í reitunum). Hérna er málið það, að það var svo erfitt að setja fyrsta gluggann inn í vefsíðuna sjálfa, að við urðum að búa til "plat" ordering box, til að sýna hvernig við vildum hafa þetta og það ætti að vera.

Uppi í horninu, hægra megin, er svona animation, þar sem að það eru myndir sem skiptast stöðugt, og smá texti. Heila klabbið fyllir ekki alveg útí, eins og við vildum. Það er ekkert mál að gera þessar myndir,.. en stelpan sem að gerði þetta hafði eytt svo miklum tíma, að ég vildi ekki fara að breyta.

Og þannig var nú það,.. ég held ég hafi minnst á flest það sem hægt er að gera á síðunni. Að sjálfsögðu hefðum við geta gert þetta betra ef að við hefðum haft meiri tíma, en við vorum allar algjörir byrjendur í þessu ( annað en margir aðrir í bekknum sem hafa einhverja reynslu í mörgum þessum forritum). En s.s,.. við fengum ekki meiri tíma og verðum bara að vera sáttar við þessa útkomu.

Og hérna er svo linkurinn: ( BANNAÐ AÐ HLÆJA !!! )

http://graf-users.edu.ats.dk/ernsigu/digitalproduct.htm

Svo er frí á morgun og á mánudeginum og þriðjudeginum í næstu viku ! Dejligt !
Við eigum það líka alveg skilið, af því að við fengum samasem ekkert páskafrí útaf þessu blessaða verkefni.

---

Hvað er málið með DESPERATE HOUSWIVES !!?!? Það er sko ekkert eftir í minni stöðu, annað en að downloada restinni af seríunni og taka eitt gott maraþon-gláp.
Ég hreinlega truflast eftir hvern þátt, því að ég nenni ekki að bíða í viku eftir að fá að vita meira !!! :(

Ohh well.. ég held ég sé að fá sinaskeiðabólgu í hendina...
læt þetta duga í bili...
hasta la vista... bebe !
mánudagur, mars 28, 2005

Helllluuuu, allir saman, nær og fjær !

Þá er páskafríið senn á enda, en ekki var mikið um frí á mínum bæ !

Það var nú þannig að tengdó komu í heimsókn á föstudaginn. Við Martin sulluðum saman í eina lagkage, og bollur a'la mamma. Þetta heppnaðist svo agalega vel, að annað eins hefur aldrei sést!

Crewið var hérna til klukkan 7 um kvöldið, en þá fóru þau aftur yfir á Sjælland og Martin með. Ég naut þess bara að vera ein heima, tók aðeins til, horfði á sjónvarpið og skrifaði niður innkaupslista fyrir laugardaginn.
Svo svaf ég bara út, og fór á fætur rétt fyrir hádegi daginn eftir. Og þá byrjaði ballið; ég tók til á fullu fyrir bekkinn sem ætlaði að mæta klukkan 7 í afmælismatarpartýboð. Ég skrapp upp í búð og verslaði inn, kom svo heim og kláraði að taka til og byrjaði snemma að elda ( eða rúmlega 2 ).
Það er svona skemmst frá því að segja, að þó svo að ég hafi byrjað snemma, þá var ég alveg á seinustu stundu með matinn, og var rétt að klára þegar fyrsta fólkið fór að streyma inn.

Allt saman heppnaðist óvenju vel og ég er sérstaklega ánægð með matinn, en hann gerði góða lukku ( svona miðað við það sem ég var fyrirfram búin að ákveða, því mér fannst allt vera að fara til fjandans meðan ég var að elda ).
Ég þarf samt aðeins að læra að slaka á, enda var ég vel stressuð fyrstu klukkutímana, var alveg á nálum varðandi hitt og þetta, og með óþarfa áhyggjur af öllu.
En ég róaðist smám saman niður og náði síðan að njóta kvöldsins með hinum.
Um 1 var haldið niðrí bæ, en þar tvístraðist hópurinn eilítið ( eins og ég vissi að myndi gerast ), en þrátt fyrir það, var bara helvíti gaman.

Sunnudagurinn fór í afslappelsi; ég horði á Friends og hékk á netinu og át íslenska nammið sem ég hafði fengið sent fyrr í vikunni.

Síðan í morgun skrapp ég í skólann í rúman klukkutíma, þar sem lögð var lokahönd á verkefnið okkar,.. en skilafrestur er til klukkan 12 á hádegi á morgun. Við ætlum að mæta klukkan 10.30 og formlega afhenda ritgerðina okkar, og segja þetta slut ! Magnað! ... tjahh.. eða kannski ekki alveg slut, vegna þess að við reyndar að æfa fyrirlesturinn sem við eigum að halda á miðvikudaginn. En eftir það.. ÞÁ er þetta formlega slut !

Og þannig er nú það,...
ég ætla að reyna að draga Martin út að labba, .. þannig að ég bið bara að heilsa í bili
tsjuss...
fimmtudagur, mars 24, 2005

Jæja,.. þá er ég orðin heilu ári eldri en ég var fyrir 1 degi síðan !!! :)

Jamms ! Ég ætla að byrja að þakka fyrir allar sms-sendingar, símhringingar, bloggóskir, sem og aðrar kveðjur sem að bárust mér á unaðsdegi þeim.
Ég er kannski voðalega dónaleg að hafa ekki svarað sms-unum,.. ég ÆTLAÐI að gera það. En svo áttaði ég mig á því, að annað eins gefur ansi háa upphæð á næsta símreikning, vegna þess að þar sem ég er óttalega vinsæl, þá fékk ég óttalega mörg sms... þannig að ég ákvað að láta það eiga sig, og þakka þess vegna fyrir mig hér og nú ! Takk takk ! :)

Dagurinn var voðalega notalegur:
Við sváfum til næstum 11, Martin hentist upp í bakarí og keypti rúnnstykki. Svo vorum við róleg til svona um 2, og þá kíktum við niðrí bæ. Þar var þvílíkur New York fílingur; allt MOOORANDI af fólki í troðning og erfitt að labba í beinni línu,- enda var líka seinasti í dagurinn fyrir páska.
EKki skemmdi fyrir að það var GEÐÐÐÐÐÐVEIKT veður: 14 stiga hiti, logn og glampandi sól.

Ohh well,.. við röltum nokkra hringi, kíktum í búðir og fórum á CHICK-INN og fengum okkur ljúfffffengan kjúkling í gogginn. Síðan komum við heim, sendum skattaframtalið góða til ríkisskattsjóra, góðvinar míns, og slöppuðum af. Ætluðum að fara á Robots í bíó, en seinasta sýning var kl. 19:15 og við misstum af henni. Þannig að við ákváðum að fara þá bara á HITCH.
Síðan vorum við svo agalega södd eftir kjúllann fyrr um daginn, að við höfðum ekki lyst á neinni megamáltíð, og enduðum á að fara á SUNSET, sem er svona samlokustaður eins og SUBWAY ! Mega rómantískt, eitthvað !!!! :)
Ljúfur og góður dagur,... og ég þakka fyrir mig, elsku Martin minn :*
By the way: mæli ekki með Hitch !!!

---

Ég er búin að vera í allan dag að læra í verkefninu okkar: var komin heim úr skólanum um 18 í kvöld, át brauð og kakó, og hélt áfram. Fékk meira að segja smá grenjukast núna áðan, af því að tölvubölvan fraus og ég var ekki búin að seiva nýlega :(
Þannig að ég þurfti að gera allt upp á nýtt,... en svona er nú það !
Þannig að verkefnið góða er samasem tilbúið, Guði sé Lof, og allir eru sáttir og glaðir ! Gaman gaman !

Í hádeginu á morgun koma tengdó í eilítið kökuboð. Við Martin ætlum að vakna snemma og bakka lagkage og bollur. Jeminn eini,.. megi Guð og Jesú og allir hans lærisveinar vera með okkur !
Og svo á laugardaginn ætla ég að bjóða krakkaskröttunum úr bekknum í smá partý. Þá ætla ég líka að sulla einhverju saman, með góðri hjálp frá Hrönn (sem er formlega orðin mín second mom), en hún á nefnilega 5 pakka af ónotuðu smjördegi og slatta af rækjum sem hún vill endilega losna við !!!! Og ég segi sko ekki "nei" við því!

Ohh well,... that's all for now, my darlings
ég er aaaalveg að limpast niður úr þreytu
'til we meet again...
mánudagur, mars 21, 2005

Mikið hryllilega sakna ég þess að borða venjulega pantaða pízzu, þ.e DOMINOS !
Allar pízzur hérna í Danmörku ( allavegana í Árhúsunum góðu ) eru gerðar úr svona lafþunnum botni, á ítalskan máta,- og ég er ekkert sérstaklega hrifin af því.

Fór að velta því fyrir mér af hverju Jóhannes í Bónus gerir ekki eitthvað í þessu. Er ekki meðeigandi hans í Magasin, maðurinn sem setti á stofn Dominos í Kaupmannahöfn og Roskilde? Spurningin um að fara að kaupa einhverja skynsamlega verslunarkeðju og þjóna landanum !!!

---

Í dag er búinn að vera langur dagur hjá mér í skólanum. Ég var mætt þangað niður eftir í morgun klukkan 9, og komin heim í kvöld klukkan 19. Fjúff !
En verkefnið okkar er alveg að verða tilbúið,.. vil ég leyfa mér að halda,.. og ég myndi giska á það að við yrðum búnar seinnipartinn á morgun, ef að ég verð dugleg og geri smá heima hérna í kvöld.

---

Í gær var alveg yndisleg vorlykt í loftinu !
Martin kvaðst ekki finna hana,.. en ég veit nú hvar ég hef þefskynið mitt; það var kannski ekki sól og alls ekki hlýtt, en það VAR vorlykt í loftinu!

Sem minnir mig á það, þegar ég fann alltaf ormafýlu eftir góðan rigningardag á Íslandi. Enginn vildi kannast við slíkan óbjóð: "Ormafýla!? hvað er nú það ?????"
- "Nú,- þegar það lyktar allt af ormum!!!! "

Guði sé lof fyrir Halldóru ! Hún kom sterk inn, og vissi ekki bara hvað ég var að meina,... heldur hafði í raun og veru notað þetta orð sjálf fyrir Verslótíðina !
Aaaaamen !

---

Men ! Ég er orðin alveg sjúk í DESPEARTE HOUSWIVES ! Þvílíkir mega þættir !
Ég hélt ég ætlaði að gera í buxurnar mínar seinast, þegar Superwoman læsti sig nakin út, og var að taka ansi nett hliðarspor, með plöntuna til að hylja sig ! bwaahhaa !

Og talandi um það, þá langar mig svo agalega mikið að sjá myndina ROBOTS í bíói. Við Martin erum að spá í að fara á hana á afmælisdaginn minn; það er nefnilega nákvæmlega þannig sem að maður á að enda 22 ára ferilinn og stíga yfir á þann 23. = fara í bíó á teiknimynd !!!

---

En jæja, ég ætla að fara að vinna í þessu verkefni
bið ykkur heil að lifa, ...
turilú...
laugardagur, mars 19, 2005

Er eitthvað yndislegra en að sofa ?

---

Í gær fórum við Martin bæði út á lífið. Það reyndist alveg ágætt, og sumir fengu sér aðeins fleiri bjóra en aðrir ( Martin ). Handboltastrákarnir hans komu í heimsókn og þeir voru hérna hjá okkur í góðum fíling, með gítar og læti.
Ég fór heim til Raymonds og hitti nokkra úr bekknum. Við fórum svo öll saman niðrí bæ. Það var eitthvað svaka vesen á fólki og hópurinn tvístraðist. Þannig að við Tanja enduðum á því að fara saman inn á einn stað. Skemmtum okkur alveg konunglega, og ég var ekki komin heim fyrr en klukkan 6 í nótt.

---

Við vorum að reyna að klára þetta blessaða skattaframtal á netinu, með góðri hjálp frá góðum aðila,.. pabba kallinum,.. í gegnum MSN-ið. Mikið rosalega er þetta leiðinlegt og flókið. Ég veit ekkert hvert á að setja hvað. Við erum samt búin að gera mest allt, og ætlum svo að klára þetta á morgun,-enda ekki seinna vænna, þar sem það á að skila þessu á mánudaginn !

Martin liggur hérna uppi í sófa inni í stofu, alveg búinn á því ! Við ætluðum að fara að horfa á mynd, en á meðan ég kláraði að spjalla við pabbus á msn-inu, þá sofnaði drengurinn. Hvaða hvaða !
Ekki það,- ég gæti hæglega farið að sofa núna ( þó svo að ég hafi sofið alveg til klukkan korter í 4 í dag ).. en kommon... maður fer nú ekki að sofa fyrir 11 á laugardegi, eftir að hafa eitt öllu kvöldinu í að fylla út skattaskýrslu/framtal !

---

Ég ætla að fara að vekja kallinn, og svo finna einhverja góða mynd til að henda í tækið.
Sorrí sorrí, ég veit að þetta var kannski ekki mest krassandi færsla sem um getur,... en give me a break.. I am only human ! Þó svo að ég segi oftast með eindæmum góðar sögur, þá get ég það ekki ALLTAF, - verð að leyfa öðrum að njóta sín líka !!! :)

Until we meet again,...
miðvikudagur, mars 16, 2005

Þá er snjórinn loksins að sigla sinn sjó; í dag er búið að rigna og vera á milli 6 og 9 stiga hiti. Loksins loksins !
Það er vonandi að sólin fari að láta sjá sig. Glöggir menn hafa talað um það að sumarið í ár verði sérstaklega gott, af því að sumarið í fyrra var svo ömurlegt og veturinn í ár hefur verið svo harður. Það er bara óskandi að þeir glöggu menn reynist sannspáir !

---

Ég sit hérna uppi í rúmi með fartölvuna, alveg að drepast í bakinu, enda sit ég með útbreiddar lappirnar, tölvuna á milli og húki svo fram eins og ræka. Ég er búin að vera að vafra á netinu og leita að upplýsingum fyrir skólann í meira en klukkutíma, meðan ég horfi á Sex and the city með öðru auganu. Við erum nefnilega á fullu í skólanum núna að vinna að stóru verkefni sem að við eigum að skila 29. mars,- mikið stress í gangi, en rosalega gaman !

Annars er lítið að frétta þess utan. Ég er í skólanum frá 9 og er komin heim um klukkan 17, hendi mér beint í ræktina, svo heim að elda, læra og sofa ! Ekki mikið varið í dagana, þessa dagana,- og lítið sem heldur mann lifandi,..nema kannski helst miðvikudagurinn í næstu viku,.. en þá á minns nottla afmæli ! :) jibbííííí !

Við ætlum að reyna að klára þetta verkefni fyrir þann dag, ég veit samt ekki hvernig það fer, og ég er ekkert að gera mér of miklar vonir. Við sjáum til, við sjáum til !

---

Úff.. þið bara verðið að afsaka mig, en ég hef svo afskaplega lítið að segja. Þar að auki er ég hreinlega alveg að sofna,.. þannig að ég held ég hendi mér inn á klósett og bursti í mér kjaftinn.
Bið ykkur bara vel að lifa, litlu lömbin mín
Nighty night,
Ernos Ramazotti.
sunnudagur, mars 13, 2005

Jæja, þá er enn ein helgin gengin í garð.. og út úr honum aftur !!!

Hún var nú alveg ágæt, þessi.
Föstudagurinn hjá mér fór aðallega í afslappelsi eftir skóla. Var ekki komin heim fyrr en klukkan rúmlega 4, og þá var Martin ( sem hafði verið í fríi þann dag ) búinn að taka svona asskoti vel til heima.
VIð skelltum okkur saman í Fötex, skiluðum tómum dósum og versluðum smá fyrir aurinn. Ég eldaði svo alveg delissíósó kjúklinga/pastasalat og skellti svo einni súkkulaðiköku í ofninn.
Síðan horfðum við bara á tellann, og ég sofnaði uppi í sófa. Dejligt.

Á laugardaginum vaknaði ég snemma og skellti mér í ræktina. Síðan þegar ég var búin í sturtu og að græja mig, þá tókum við strætó út í BILKA. Það er svona risa risastór verslun, eins og Hagkaup, þar sem að það er hægt að kaupa ALLT !
Missionið með þessari ferð var að versla einhverjar pínulitlar afmælisgafir handa sonum Hrannar, en okkur var einmitt boðið í afmælisveislu til þeirra, seinna sama dag.
Ástæðan fyrir því að við fórum alla leiðina í Bilka til að versla gjafirnar, var í fyrsta lagi sú að okkur langaði til að skoða þar. Það er nefnilega hryllilega gaman að rölta þarna um, enda svo mikið í boði. Í öðru lagi, var ástæðan sú, að Hrönn býr þarna rétt hjá.
Jú jú... þannig að við tókum strætó þangað,.. og það tók einhverjar 20 mínútur. Svo röltum við þarna nokkra dágóða hringi og gleymdum okkur í gleðinni. Enduðum á að kaupa bíl handa öðrum stráknum og bol handa hinum, og svo 2 gráar gólfmottur á útsölu, fyrir okkur sjálf.
Svo þegar klukkan fer að nálgast 20 mínútur í 5-una, þá ákváðum við að trítla út og taka strætó til Hrannar, enda stutt í að afmælið byrji.
Og út komum við, og ég leita og leita að strætónum sem Hrönn hafði sagt mér að stoppaði þarna beint fyrir utan og við gætum tekið. EKki finnum við viðkomandi stoppuskýli, svo að ég hringi í Hrönn og spyr hana hvar þessi blessaða 12-a stoppi sem ég get tekið til hennar, og þá fæ ég bara það svar að það stoppi sko alls engin 12 fyrir utan Bilka. Þannig að það sé ekkert annað í stöðunni fyrir okkur, en að taka númer 25 aftur niðrí miðbæ, skipta þar, og taka númer 9 til hennar.
Men ó men ! Þannig að við röltum í mesta pirringi að strætóskýlini, og ferðin eiginlega algjörlega tilgangslaus. Við vorum nefnilega ekki svo langt frá húsinu hennar, en alveg hryllilega langt frá húsinu okkar, .. en við s.s tókum aftur sama strætó alla leiðina heim aftur, og skiptum yfir í númer 9 og svo aftur sömu leið og áður... framhjá Bilka og alla leiðina til Hrannar. Þetta er svona eiginlega eins og að taka strætó frá miðbænum út í Garðabæ, frá Garðabæ aftur niðrí miðbæ, skipta um strætó og taka svo strætó frá miðbæ út í Hafnarfjörð !! Gaman !!!

Hrönn býr s.s alveg úti í rassgati, hérna fyrir utan Århus, og það tekur sko töluverðan tíma að keyra til hennar. Þess má líka geta, að það var ÞVÍLÍKUR SORAKULDI í gær, geðveikt rok og snjór og frost,... og ég var á tánum í svokölluðum sumarskóm ! ( Það hafði nefnilega ekki verið svona slæmt veður þegar við fórum út úr húsi, fyrr um daginn, klukkan rúmlega 2 ).

EN jæja,..við þurftum sem betur fer ekki að bíða lengi eftir strætó númer 9 í miðbænum, en þegar hann kom, þá tók það okkur næstum þvíin klukkutíma að koma okkur til hennar !!! Við vorum s.s komin um 20 mínútur yfir 7, næstum þvíin 1 og hálfum tíma of sein !!

Jæja jæja. Þar var mikið stuð, mikið fólk og mikið af góðum veitingum.
Klukkan 22 löbbuðum við aftur út á stoppistöð til að taka strætóinn heim, og Hrönn gaf mér afganginn af súkkulaðikökunni góðu. Herra strætó kom klukkan 22:07, og við trítluðum inn með 2 gráar dyramottur ( sem Halli hélt að væru bílamottur... fannst við vera rosalega sniðug að safna í bílinn okkar, og byrja á því að kaupa motturnar áður en við keyptum bílinn ), súkkulaðiköku á plastdiski og ég í sumarskóm með rauðar tær af kulda !

Æjj,.. þetta er kannski ekkert sérstaklega skemmtileg saga hjá mér,.. en málið er bara það.. að við sátum í strætó í næstum 2 og hálfan tíma í gær eftir að hafa keyrt eina einskins nýta ferð út í buska! Magnað magnað !

Og svo mörg voru þau orð,
ég held ég fari að gera mig klára fyrir svefninn. Langur dagur og löng vika framundan,.. við verðum á fullu að vinna í verkefninu okkar,.. að klára að hanna og forrita vefsíðuna fyrir ferðaskrifstofuna okkar; TRIPPIN.
Það er aldrei að vita nema að þið fáið að sjá afraksturinn á föstudaginn.

Until next time,......
adios.
föstudagur, mars 11, 2005

 

Haldiði ekki bara að síamstvíburinn minn yndislegi eigi afmæli í dag !?!?! :)
" I dag er det Guðrún's fødselsdag, .. hurra hurra hurraaaaaaa...."
Já, við Gudda Bjé erum sko tengdar á mitti af ósýnilegri snúru, sem að slitnar sko ekki þó að ég hlaupi alla leiðina yfir malarvöllinn heima hjá henni Lúcindu ! ! ! :)

Það eru, skal ég ykkur segja, ekki til margar stúlkur sem að jafnast á við Gudduna mína. Við erum búin að gera ótrúlegustu hluti saman og ég á sko efni í meira en 15 bækur; eina fyrir hvert ár sem ég hef þekkt hana;

* Fyrir það fyrsta, þá byrjuðum við að æfa saman handbolta, þegar við vorum 11 ára, og byrjuðum í handboltanámskeiði hjá Guðríði Guðjóns. Það var andskoti gaman, og við enduðum á því að vera jafnar í vítakeppninni sem að var haldin reglulega yfir allt námskeiðið, og fengum báðar verðlaun í lokin :) jibbíííí ! Eðal flottan leðurhandbolta.
Nema hvað, að svo ákváðum við að skella okkur fyrir alvöru að æfa,.. ekki bara námskeið,.. heldur ÆFA.
Þar gaf Guðrún mér vægan ósýnilegan löðrung, þegar hún tilkynnti mér og öllum öðrum í liðinu það að hún ætlaði að taka það að sér að standa vörð í markinu.
Að sjálfsögðu stóð stúlkan sig á milli rimlanna og.. svei mér þá.. ég held bara að hún hafi sópað að sér einhverjum verðlaunum á næstum hverri uppskeruhátið á hverju ári.

* Við vorum nottla saman í grunnskóla og hittumst eiginlega ALLTAF eftir skóla hjá annrri hvorri okkar. Margt var brallað;
# lært við nammiát ( eftir að ég náði að drösla Guðrúnu út í skólasjoppu, en hún átti það til að nenna sko EKKI að henda sér út í sjoppu, sama hversu mikið hana langaði í nammi.. eða í flestum tilfellum popp )

# tekin upp skemmtileg myndbönd á vídjókameruna hans pabba sem og sungið í míkrafóna meðan við horfðum á MTV, hermdum eftir Tony Braxton, fengum ágæt hlátursköst, bulluðum og bulluðum, og hlustuðum svo á allt saman aftur og aftur, og hlógum ennþá meira. Guð minn almáttugur, ég veit ekki hvað ég á margar spólur niðri í geymslu í Safamýrinni. Ég hreinlega fékk mig aldrei að henda þessu og ég er fegin núna, því það er svo gaman að hlusta og horfa á þetta.

# Guðrún reyndi að plata mig í að koma út og spila körfu ( í garðinum okkar ) eða æfa okkur í fótbolta úti í skóla, en ég nennti því nú sjaldnast. Stúlkugreyið var algjörlega kæfð í þessu vinasambandi okkar.

# Þegar við vissum ekki hvað við áttum að aðhafast, og okkur var farið að leiðast, þá skrifuðum við oft 5 hluti niður á blað sem við gætum hugsað okkur að gera. Oftar en ekki, þá enduðum við á því að spila leikinn þann er kallast BANKAÐ Á GLUGGA ! Ekkert sérlega flókinn leikur, og reglurnar eru einhvern veginn svona: Við sátum á hnjánum uppi í rúminu hennar Guðrúnar ( þessi leikur gekk eiginlega bara heima hjá henni, því að það var svo stórt bílastæði fyrir framan herbergið hennar ),... í hvert sinn sem einhver labbaði framhjá, þá bönkuðum við allsvakalega á gluggann, og hentum okkur svo í rúmið og vonuðum að viðkomandi sæi okkur ekki !!! S.S BANKAÐ Á GLUGGAN gekk út á það... að banka á gluggann !!! ( SHocking !!! )
Við gáfumst nú oft snemma upp, enda var oft svo lítið af fólki sem við gátum bankað á, að við enduðum á því að stara bara út á umferðina og láta okkur leiðast ennþá meir en áður.
EEeeef við vorum svo heppnar að ná að banka á einhvern, þá var aðilanum oft alveg skítsama og leit ekki upp, eða þá að við vorum svo hræddar að við þorðum ekki að banka almennilega og ekkert heyrðist !!!!
Mæli með þessum leik,... góður fyrir vinstra heilahvelið og hjálpar manni að þróa samhæfingu milli augna, heila, handa og stökkvöðva í löppunum !!!!!

# Okkur fannst rosalega gaman að gista hjá hvorri annarri, og einu sinni gistum við saman heilar 3 nætur í röð. Þá vorum við sko stoltar, enda slógum við fyrra met, sem þá hafði aðeins heitið upp á 2 nætur !!!!

# Við fylgdum alltaf hvorri annari hálfleiðis heim á leið á kvöldin, eftir heimsóknir. Þegar ég bjó á Háaleitisbrautinni, þá var það að blokkinni hennar Sigrúnar og Kristins. Eftir að ég fór yfir í Safamýrina, þá var það að ljósastaurnum og hitaskúrnum. Síðan litum við alltaf við, og athuguðum hvort að það væri ekki alveg örugglega í lagi með hina.
Það má kannski taka það fram, að það tekur svona í mesta lagi 5-6 mínútur að labba frá annarri okkar til hinnar, og er þetta bein leið upp einn stíg !
En ég meina... það munar nú um þessar 3 auka mínútur sem við njótum félagsskaps hinnar !!!!

# Við sömdum margar góðar sögur fyrir Álftamýrarskóla; t.d um köttinn sem festist í þvottavélinni ( Katten i vaskemaskinen ) og um blaðburðadrenginn sem að lenti á tunglinu, en komst aftur til jarðar með því að mynda stiga úr morgunblaðinu. Þess má geta, að J.K Rowling hefur keypt af okkur höfundaréttinn af báðum þessum sögum og munu þær verða published næstu jól undir heitinu: "Harry Potter - and the Cat in the washingmachine" og "Harry Potter delivers the newspaper"

# Við lásum MIKIÐ af æskublöðum, og sérstaklega eftir að ég skrifaði einu sinni inn í "Kæra Æska"- vandamáladálkinn. Hahahahhahahahha.......

# Við bjuggum einu sinni til NESTISPLAN, þar sem að við ákváðum að koma með þetta og þetta nesti á þessum og þessum degi, alveg nákvæmlega eins alla virka daga. Það virkaði í innan við viku,.. svo gáfumst við upp !
Svo bættum við um betur og ákváðum að reyna að samhæfa líka fötin sem við mættum í, í skólann líka. Það virkaði bara einn dag; en þá mættum við báðar í gallabuxum með gallaskyrtu girta ofan í ( smekklegar !!!! ). Það fór nú ekki betur en svo, en að þegar við vorum að spila handbolta í frímínútum með strákunum úr bekknum, þá sprakk flotta CHICAGO BULLS buxnasylgjan utan af mér, og ég þurfti að taka skyrtuna upp úr buxunum og hafa hana utanyfir það sem eftir lifði skóladags !!!!!

---

Síðan nottla fórum við saman í Versló, og að vinna í fiskinum á Stöddanum, og við vorum saman í bakaríinu, fórum til Spánar og ég veit ekki hvað og hvað.....

Jáaaaá, það eru sko margar margar sögur sem ég get sagt af okkur Guðrúnu, og núna þegar ég sit hérna og hripa niður þessi dæmi þá svoleiðis hrannast upp minningarnar og ég get ekki hætt að skrifa.
En einhversstaðar verður þetta víst að stoppa hérna á blogginu, því ég hugsa að þetta sé kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir neinn annan en mig og GUddulínu.

En sem sagt,.. stúlkan orðin 23 ára og alltaf mun hún eiga RISA stóra, alveg rosalega spes hluta af hjarta mínu.

Elsku GUðrún, ég elska þig útaf lífinu og þykir svo ofsalega vænt um þig.
Eigðu YNDISLEGAN DAG og hafðu það magnað, mergjað og meiriháttar það sem eftir lifir.
Knús knús, litli rindill
Erna ferna.
þriðjudagur, mars 08, 2005

Ég afrekaði það í morgun að setja pipar út á hafragrautinn minn í staðinn fyrir salt !!!
Jú jú,.. það er nefnilega þannig að salt og piparstaukarnir sem við Martiníó kaupum eru NÁKVÆMLEGA eins. Og þegar maður stendur við eldavélina, snemma að morgni, með augun stútfull af stírum og hálfsofandi, þá er ósköp erfitt að gera greinamun.
Ég skyldi ekki af hverju ég sá ekkert hvítt hendast yfir grautinn, svo að ég snéri stauknum við til að athuga hvort að hann væri eitthvað stíflaður. Þá sá ég glytta í þennan skemmtilega brúna lit sem einkennir piparinn. Þannig að ég hrærði bara vel í grautnum þar til piparinn hvarf sjónum mínum og sletti svo sérstaklega ágætri summu af salti yfir.

Þetta kom ekki að sök og grauturinn smakkaðist fínt,... aðeins kannski svona í saltari kantinum.... !

---

Við Martin vorum að tala um Pamelu Anderson áðan. Og þá barst talið að grænmetisætum. Hvernig fólk getur farið í gegnum allt lífið, étandi ekkert nema grænmeti, er ALGJÖRLEGA fyrir utan minn skilning.
Ok, núna þekki ég ekki margar grænmætisætur,... and to be precise,.. þá þekki ekki neina, -þannig að ég veit ekki hvernig "reglurnar" eru varðandi brauð og pasta og annað slíkt.
En það kæmi mér sko ekki á óvart, þó að strangtrúaðar grænmetisætur létu bara inn fyrir sinn munn það sem teldist til grænmetis, og aðeins grænmetis!

Hvernig getur fólk farið í gegnum allt lífið, án þess að njóta lystisemda þess ?

Reyndar... við nánari tilhugsun, þá hugsa ég að það væri kannski eilítill möguleiki á að snúa mér yfir í eina slíka grasjaplandi gellu, - ( " there is no meat in candy,.. right ???? " ) - en þá og því aðeins með því skilyrði að ég mætti éta minn kjúkling !
Tjahh ... og líka baquette með túnfiski,.. hmmm og kannski djúpsteiktar rækjur,.. já og svo pízzu með pepperóní, pulsur og svínakjöt,.. já og hamborgarahrygg á jólunum. Jækkkkksss !

Nei, when I come to think of it,... þá er ekki fræðilegur möguleiki á að ég verði nokkurn tímann vinkona Pamelu !!!!

---

Jæja, og þá er enn einn þátturinn af EXTREME MAKEOVER - HOME EDITION runninn sitt skeið. Maður lifandi, hvað þetta eru svaðalegir þættir ! Alltaf enda ég grenjandi, þétt á kantinum með ekka uppi í sófa !

Fyrir þá sem að hafa ekkert að gera, eða hreinlega hafa gaman af að sjá gott sjónvarpsefni ("Meeeen, this is good TV ! ! ! "), þá vil ég benda á það að það er hægt að ná í þessa þætti á netinu ( samkvæmt áreiðanlegum heimildarmönnum mínum), og mæli ég með seríu 2, frekar en 1.

Plus,... þá er umsjónarmaðurinn, TY Pennington, sérstaklega skemmtilegur og ruglaður, og ekki skemmir fyrir að hann er líka of the hotter kant !


En jæja,.. hvað um það,.. ég ætla að fá mér eitthvað gott í gogginn.
Eldaði nefnilega mat fyrir okkur Martin, meðan hann var á æfingu, og byrjaði svo að borða áður en hann kom heim. Eftir nokkra bita, áttaði ég mig á því að þetta yrði sko aldrei nóg fyrir okkur bæði, þannig að ég hætti að borða svo að Martin fengi meira, og fékk mér glas af kóki í staðinn.
Nú er hungrið farið að segja til sín, enda dugir kókið skammt ( þótt dýrrðððððlegt sé !!!)

Ó meeeen, ég held væri sko EKKI góð í Survivor, með ekkert nema kókosmjólk og viðbrunnin hrísgrjón að eta ( Hvað segirðu um það Linda ? Eigum við að prófa aftur að borða ekkert nema hrísgrjón í heila viku ???? Hljótum nú að geta slegið fyrra met. Hvað var entumst við lengi ??... 5 tíma ???? :) hahahaha

See you when you get there.....
mánudagur, mars 07, 2005

Jibbbííí !

Í gær var fyrsti frostlausi dagurinn í háa herrans tíð. Mikið svakalega er það ljúft. Það mældust heilar 1,3 gráður í plús, þegar mest var !!

Nema hvað, að Danmörkin gerir bara betur í dag, og núna er 5,7 og glampandi sól !
Það er aldrei að vita nema að maður geti farið að gera eins og Harpa; leggjast út í garð í sólbað og læra heima.
Verst bara að ég á engan garð,... en ég hlýt að geta komið mér vel fyrir á bílastæðinu ! Í versta falli rölti ég yfir í ellasmellablokkina hérna á móti og fæ að nota svalirnar hjá þeim !

---

Helgin var hin ljúfasta. Ég held hreinlega að ég sé orðin soldið þreytt á að fara út að skemmta mér. Það spilar örugglega líka inní að hér er enginn almennilegur staður.

Á föstudeginum sat Martin greyið og lærði allan daginn, og þegar ég segi allan daginn þá meina ég ALLAN DAGINN. Það var nefnilega frí í skólanum hjá honum og hann átti að skila einhverju svaka verkefni núna í dag, mánudag.
Þannig að ég ákvað að fara með Jóni, Raymond og Carlos og kíkja aðeins út á lífið. Ég var bara róleg, enda ekki alveg beint úr stuði gerð þetta kvöld, af einhverjum ástæðum.
Félagsskapurinn var fínn, og ég skemmti mér vel.. þar til að við komum niðrí bæ. Þeir félagarnir völdu skemmtistað sem að kallast RØMER.
Ó men, ó men... þvílíkur leiðindastaður.
Í fyrsta lagi, þá tók dj-inn ekki við óskalögum. Í öðru lagi, þá hefði hann átt að gera það, vegna þess að lögin sem hann var að spila, voru í 80% tilfella einhver lög sem ég hef aldrei á ævi minni heyrt áður. Meeen.. hversu leiðinlegt er það !?!

Ég gafst upp klukkan 2:30 og tók jakkann og fór að labba heim. Það er skemmst frá því að segja, að þegar við vorum komin niður á 1. hæð á þessum skemmtistað, þá var hún ALVEG TÓM ! Greinilega fleiri sem að hugsuðu eins og ég.

Laugardagurinn var bara afslappen sie bitte. Byrjaði reyndar á því að baka köku, fór að versla og tók aðeins til. En eftir það sat ég bara upp í rúmi mest allan daginn; horfði á sjónvarpið, lærði, hékk á netinu og hafi það notalegt, meðan ég tróð mig fulla af sælgæti !

Sunnudagurinn í gær var svipaður; ég byrjaði morguninn á að taka aðeins til og setja í nokkrar vélar, fór í ræktina og svo heim og í ljós.
Það er skemmst frá því að segja, að ég hef nú ekki verið iðin við að fara í ljós hérna í Baunalandinu, og er algjörlega komin úr formi.
Í gær var nú gaman í bekknum; Í fyrsta lagi þá var ég berrössuð til að losna við ljóta brókarfarið sem ég var með, í öðru lagi held ég að það hafi verið komnar nýjar perur og í þriðja lagi... þá er ég s.s úr formi.
Þannig að þegar líða fór á daginn, þá fann ég hvernig mér byrjaði að hitna á rassagatinu góða.
Nú,- staðan í dag er sú, að ég get varla labbað né setið, og ég átti sérstaklega óánægjulega nótt.

En s.s við fórum svo að skúra í gær, og þegar við vorum búin að því um klukkan 20 um kvöldið, þá löbbuðum aðeins niðrí bæ og keyptum okkur Burger King ( af því að við nenntum ekki að elda því klukkan var orðin svo margt) og þegar við komum heim þá fórum við að læra og alveg langt fram á nótt.

Þaaaannnig aaaað.. ég vaknaði í morgun,.. hálf lömuð vegna sársauka óæðri endans og 1/4 lömuð af þreytu, og ákvað að sofa aðeins lengur og mæta ekki í skólann.
Síðan fór ég á fætur klukkan 10:15 og hef verið lærandi síðan.
Pfff.. kraftur í minni.

En hér með endar ruglið, og ég er farin aftur í námið.

Kveðjur að handan,......
fimmtudagur, mars 03, 2005

Úff ! Ég gleymdi alltaf að segja ykkur soldið:

Það var þannig að ég var skúra einhvern tímann um daginn, og er mitt í því að skipta um ruslapoka. Þessir ruslapokar eru risastórir, eins og þessir venjulegu og klassísku svörtu, nema bara að þessir eru hvítir. Sem skiptir ekki nokkru máli, og kemur sögunni svosum ekkert við.
Nema hvað, að þar sem að ruslið samanstendur eiginlega alltaf af pappír ( bæði blöðum sem skrifað er á, sem og svona endurunnum pappír sem maður liggur á þegar maður er uppi á læknabekk), þá hef ég stundum bara tæmt úr öllum pokunum yfir í einn, þannig að ég sé ekki að setja nýja poka í hverja einustu ruslatunnu og eyða að óþörfu.
Svo var það þarna einhvern daginn, að ég er að gera ofannefnt, að ég rek augun í smokk í einni ruslatunnunni, mitt á milli pappíra ! Og það sem meira er, hann var í ruslinu í ómskoðunarherberginu ! ! !

Úff úff úff ! Ég veit ekki hvort hann var notaður, og satt best að segja hef ég minnstan áhuga á að komast að því. Finnst þetta nógu ógeðfellt fyrir !

Bara eitt;.. þegar ég verð ófrísk.. og ætla að tala við ómskoðunarlækninn sem vinnur á þessari heilsugæslustöð........ STOPPIÐ MIG !!!!! Amen og Arelíus !

Og talandi um ófrísku,.... ERU ÞAÐ ALLIR ?????
Ég get svariða, maður er alltaf að frétta af nýju og nýju fólki sem er að punga út krakkaskröttum,... og ein sit ég og sauma í Gebauersgötunni, með ekkert kvikt í kringum mig, nema lónna á sokkunum mínum, ryk í hverju horni og flæðandi eiturgufugasið sem Martin sendir frá sér !!!

---

Ég er svo gjörsamlega að sofna akkúrat núna. Klukkan er rétt að slá 12 á miðnætti og það ég er að lesa einhvern horbjóð er kallast ORGANIZATIONAL DECISION MAKING !
Já, ekki kannski lesefnið sem er efst á listanum svona rétt fyrir svefninn. En svona er það.

Annars finnst mér dagarnir svoleiðis ÞJÓTA frá mér. Mig vantar helst svona 5 klukkustundir í viðbót á sólarhringinn, miðað við brjálæðið sem er í gangi núna; frá því að ég vakna og þar til ég fer að sofa hef ég aldrei tíma til að gera allt sem þarf að gera,... og fyrr en varir er kominn annar dagur og ég í sömu kreppunni ! Ó boj !

---

Bling ! Haldiði ekki að þvottavélin hafi verið að vinda sitt síðasta. Þannig að ég þarf að fara að hengja upp þvott, klukkan 00:08. Svo þarf ég að taka aðeins til, því að vinir Martins eru að koma hérna í fyrramálið að læra, og ég vil helst ekki að þeir sigi Útlendingaeftirlitinu á mig,.. hvað þá Heilbrigðiseftirlitinu,.. þannig að ég þarf helst að henda nokkrum flíkum inn í skáp, setja skó upp í hillu og svoleiðis fínerí.

Best að skutla sér í það núna
og halda svo áfram að lesa,

...og svo mörg voru þau orð ... !
miðvikudagur, mars 02, 2005

Ó mig auma !

Mikið svakalega á ég stundum bágt ! Þó að ég sé oft að monta mig á því að vera dugleg að labba allt sem ég fer ( nema út í skóla ) þar sem að ég er bíllaus námsmaður, þá verður það nú að viðurkennast að það er alveg hrottaralega leiðinlegt að labba út í búð og gera stórinnkaup, og rogast svo með pokana heim á leið, fótgangandi !!!

Ég fór nefnilega að versla áðan, fór beint eftir skóla, frá strætóstoppustöðinni og út í Nettó, keypti fyrir 5000 kall íslenskar og var með 3 fulla poka plús rúmlega 2 kg af kjöti troðið ofan í skólatöskuna mína. Og svo þurfi ég að vaða snjó og slabb og hvassviðri, í sumarskóm og engum sokkum, í heilar 12 mínútur !!!!
Ég get svariða,.. á tímabili hélt ég að það væri að líða yfir mig, þetta var svo rosalega þungt ! En ég hélt áfram að peppa sjálfa mig upp: " You can do it, Erna ! You can do it ! " Og alltaf var ég að reyna að labba aaaaaðeins lengra og aaaaaðeins lengra án þess að taka pásu. Hringarnir á puttunum mínum skárust inn í hendurnar á mér, handföngin á pokunum krumpuðu á mér lófana og axlirnar á mér voru orðnar stífar af þreytu.

Úff !
En ég er komin heim, og lifi enn !!!

Mikið rosalega ætlar þessi blessaði snjór eitthvað að stoppa hérna lengi. Brrrr... og svo er svo hrottaralega kalt, af því að það blæs svo mikið. Það var meira að segja heitara á Grænlandi um daginn heldur en hérna í Baunalandi. Töluvert heitara ! Og hvað segir það !?

---

Það var kona með mér í strætó í dag, sem sat ein með sjálfri sér og bölvaði samkynhneigðum: " Helvítis hommaasnar ! Puff ! Svei ! Helvítis hommar... skil þetta ekki... puff.. svei ! "

Hmmm.. mér finnst að það ætti að vera svona ógeðis- og furðulegheitastuðull áður en fólk fer inn í strætóinn. Spurning um að gera eitthvað í þessu !?!?

Jæja, ég ætla að skella mér í ræktina
adios....
This page is powered by Blogger. Isn't yours?