laugardagur, mars 19, 2005

Er eitthvað yndislegra en að sofa ?

---

Í gær fórum við Martin bæði út á lífið. Það reyndist alveg ágætt, og sumir fengu sér aðeins fleiri bjóra en aðrir ( Martin ). Handboltastrákarnir hans komu í heimsókn og þeir voru hérna hjá okkur í góðum fíling, með gítar og læti.
Ég fór heim til Raymonds og hitti nokkra úr bekknum. Við fórum svo öll saman niðrí bæ. Það var eitthvað svaka vesen á fólki og hópurinn tvístraðist. Þannig að við Tanja enduðum á því að fara saman inn á einn stað. Skemmtum okkur alveg konunglega, og ég var ekki komin heim fyrr en klukkan 6 í nótt.

---

Við vorum að reyna að klára þetta blessaða skattaframtal á netinu, með góðri hjálp frá góðum aðila,.. pabba kallinum,.. í gegnum MSN-ið. Mikið rosalega er þetta leiðinlegt og flókið. Ég veit ekkert hvert á að setja hvað. Við erum samt búin að gera mest allt, og ætlum svo að klára þetta á morgun,-enda ekki seinna vænna, þar sem það á að skila þessu á mánudaginn !

Martin liggur hérna uppi í sófa inni í stofu, alveg búinn á því ! Við ætluðum að fara að horfa á mynd, en á meðan ég kláraði að spjalla við pabbus á msn-inu, þá sofnaði drengurinn. Hvaða hvaða !
Ekki það,- ég gæti hæglega farið að sofa núna ( þó svo að ég hafi sofið alveg til klukkan korter í 4 í dag ).. en kommon... maður fer nú ekki að sofa fyrir 11 á laugardegi, eftir að hafa eitt öllu kvöldinu í að fylla út skattaskýrslu/framtal !

---

Ég ætla að fara að vekja kallinn, og svo finna einhverja góða mynd til að henda í tækið.
Sorrí sorrí, ég veit að þetta var kannski ekki mest krassandi færsla sem um getur,... en give me a break.. I am only human ! Þó svo að ég segi oftast með eindæmum góðar sögur, þá get ég það ekki ALLTAF, - verð að leyfa öðrum að njóta sín líka !!! :)

Until we meet again,...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?