miðvikudagur, mars 02, 2005

Ó mig auma !

Mikið svakalega á ég stundum bágt ! Þó að ég sé oft að monta mig á því að vera dugleg að labba allt sem ég fer ( nema út í skóla ) þar sem að ég er bíllaus námsmaður, þá verður það nú að viðurkennast að það er alveg hrottaralega leiðinlegt að labba út í búð og gera stórinnkaup, og rogast svo með pokana heim á leið, fótgangandi !!!

Ég fór nefnilega að versla áðan, fór beint eftir skóla, frá strætóstoppustöðinni og út í Nettó, keypti fyrir 5000 kall íslenskar og var með 3 fulla poka plús rúmlega 2 kg af kjöti troðið ofan í skólatöskuna mína. Og svo þurfi ég að vaða snjó og slabb og hvassviðri, í sumarskóm og engum sokkum, í heilar 12 mínútur !!!!
Ég get svariða,.. á tímabili hélt ég að það væri að líða yfir mig, þetta var svo rosalega þungt ! En ég hélt áfram að peppa sjálfa mig upp: " You can do it, Erna ! You can do it ! " Og alltaf var ég að reyna að labba aaaaaðeins lengra og aaaaaðeins lengra án þess að taka pásu. Hringarnir á puttunum mínum skárust inn í hendurnar á mér, handföngin á pokunum krumpuðu á mér lófana og axlirnar á mér voru orðnar stífar af þreytu.

Úff !
En ég er komin heim, og lifi enn !!!

Mikið rosalega ætlar þessi blessaði snjór eitthvað að stoppa hérna lengi. Brrrr... og svo er svo hrottaralega kalt, af því að það blæs svo mikið. Það var meira að segja heitara á Grænlandi um daginn heldur en hérna í Baunalandi. Töluvert heitara ! Og hvað segir það !?

---

Það var kona með mér í strætó í dag, sem sat ein með sjálfri sér og bölvaði samkynhneigðum: " Helvítis hommaasnar ! Puff ! Svei ! Helvítis hommar... skil þetta ekki... puff.. svei ! "

Hmmm.. mér finnst að það ætti að vera svona ógeðis- og furðulegheitastuðull áður en fólk fer inn í strætóinn. Spurning um að gera eitthvað í þessu !?!?

Jæja, ég ætla að skella mér í ræktina
adios....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?