föstudagur, mars 11, 2005

 

Haldiði ekki bara að síamstvíburinn minn yndislegi eigi afmæli í dag !?!?! :)
" I dag er det Guðrún's fødselsdag, .. hurra hurra hurraaaaaaa...."
Já, við Gudda Bjé erum sko tengdar á mitti af ósýnilegri snúru, sem að slitnar sko ekki þó að ég hlaupi alla leiðina yfir malarvöllinn heima hjá henni Lúcindu ! ! ! :)

Það eru, skal ég ykkur segja, ekki til margar stúlkur sem að jafnast á við Gudduna mína. Við erum búin að gera ótrúlegustu hluti saman og ég á sko efni í meira en 15 bækur; eina fyrir hvert ár sem ég hef þekkt hana;

* Fyrir það fyrsta, þá byrjuðum við að æfa saman handbolta, þegar við vorum 11 ára, og byrjuðum í handboltanámskeiði hjá Guðríði Guðjóns. Það var andskoti gaman, og við enduðum á því að vera jafnar í vítakeppninni sem að var haldin reglulega yfir allt námskeiðið, og fengum báðar verðlaun í lokin :) jibbíííí ! Eðal flottan leðurhandbolta.
Nema hvað, að svo ákváðum við að skella okkur fyrir alvöru að æfa,.. ekki bara námskeið,.. heldur ÆFA.
Þar gaf Guðrún mér vægan ósýnilegan löðrung, þegar hún tilkynnti mér og öllum öðrum í liðinu það að hún ætlaði að taka það að sér að standa vörð í markinu.
Að sjálfsögðu stóð stúlkan sig á milli rimlanna og.. svei mér þá.. ég held bara að hún hafi sópað að sér einhverjum verðlaunum á næstum hverri uppskeruhátið á hverju ári.

* Við vorum nottla saman í grunnskóla og hittumst eiginlega ALLTAF eftir skóla hjá annrri hvorri okkar. Margt var brallað;
# lært við nammiát ( eftir að ég náði að drösla Guðrúnu út í skólasjoppu, en hún átti það til að nenna sko EKKI að henda sér út í sjoppu, sama hversu mikið hana langaði í nammi.. eða í flestum tilfellum popp )

# tekin upp skemmtileg myndbönd á vídjókameruna hans pabba sem og sungið í míkrafóna meðan við horfðum á MTV, hermdum eftir Tony Braxton, fengum ágæt hlátursköst, bulluðum og bulluðum, og hlustuðum svo á allt saman aftur og aftur, og hlógum ennþá meira. Guð minn almáttugur, ég veit ekki hvað ég á margar spólur niðri í geymslu í Safamýrinni. Ég hreinlega fékk mig aldrei að henda þessu og ég er fegin núna, því það er svo gaman að hlusta og horfa á þetta.

# Guðrún reyndi að plata mig í að koma út og spila körfu ( í garðinum okkar ) eða æfa okkur í fótbolta úti í skóla, en ég nennti því nú sjaldnast. Stúlkugreyið var algjörlega kæfð í þessu vinasambandi okkar.

# Þegar við vissum ekki hvað við áttum að aðhafast, og okkur var farið að leiðast, þá skrifuðum við oft 5 hluti niður á blað sem við gætum hugsað okkur að gera. Oftar en ekki, þá enduðum við á því að spila leikinn þann er kallast BANKAÐ Á GLUGGA ! Ekkert sérlega flókinn leikur, og reglurnar eru einhvern veginn svona: Við sátum á hnjánum uppi í rúminu hennar Guðrúnar ( þessi leikur gekk eiginlega bara heima hjá henni, því að það var svo stórt bílastæði fyrir framan herbergið hennar ),... í hvert sinn sem einhver labbaði framhjá, þá bönkuðum við allsvakalega á gluggann, og hentum okkur svo í rúmið og vonuðum að viðkomandi sæi okkur ekki !!! S.S BANKAÐ Á GLUGGAN gekk út á það... að banka á gluggann !!! ( SHocking !!! )
Við gáfumst nú oft snemma upp, enda var oft svo lítið af fólki sem við gátum bankað á, að við enduðum á því að stara bara út á umferðina og láta okkur leiðast ennþá meir en áður.
EEeeef við vorum svo heppnar að ná að banka á einhvern, þá var aðilanum oft alveg skítsama og leit ekki upp, eða þá að við vorum svo hræddar að við þorðum ekki að banka almennilega og ekkert heyrðist !!!!
Mæli með þessum leik,... góður fyrir vinstra heilahvelið og hjálpar manni að þróa samhæfingu milli augna, heila, handa og stökkvöðva í löppunum !!!!!

# Okkur fannst rosalega gaman að gista hjá hvorri annarri, og einu sinni gistum við saman heilar 3 nætur í röð. Þá vorum við sko stoltar, enda slógum við fyrra met, sem þá hafði aðeins heitið upp á 2 nætur !!!!

# Við fylgdum alltaf hvorri annari hálfleiðis heim á leið á kvöldin, eftir heimsóknir. Þegar ég bjó á Háaleitisbrautinni, þá var það að blokkinni hennar Sigrúnar og Kristins. Eftir að ég fór yfir í Safamýrina, þá var það að ljósastaurnum og hitaskúrnum. Síðan litum við alltaf við, og athuguðum hvort að það væri ekki alveg örugglega í lagi með hina.
Það má kannski taka það fram, að það tekur svona í mesta lagi 5-6 mínútur að labba frá annarri okkar til hinnar, og er þetta bein leið upp einn stíg !
En ég meina... það munar nú um þessar 3 auka mínútur sem við njótum félagsskaps hinnar !!!!

# Við sömdum margar góðar sögur fyrir Álftamýrarskóla; t.d um köttinn sem festist í þvottavélinni ( Katten i vaskemaskinen ) og um blaðburðadrenginn sem að lenti á tunglinu, en komst aftur til jarðar með því að mynda stiga úr morgunblaðinu. Þess má geta, að J.K Rowling hefur keypt af okkur höfundaréttinn af báðum þessum sögum og munu þær verða published næstu jól undir heitinu: "Harry Potter - and the Cat in the washingmachine" og "Harry Potter delivers the newspaper"

# Við lásum MIKIÐ af æskublöðum, og sérstaklega eftir að ég skrifaði einu sinni inn í "Kæra Æska"- vandamáladálkinn. Hahahahhahahahha.......

# Við bjuggum einu sinni til NESTISPLAN, þar sem að við ákváðum að koma með þetta og þetta nesti á þessum og þessum degi, alveg nákvæmlega eins alla virka daga. Það virkaði í innan við viku,.. svo gáfumst við upp !
Svo bættum við um betur og ákváðum að reyna að samhæfa líka fötin sem við mættum í, í skólann líka. Það virkaði bara einn dag; en þá mættum við báðar í gallabuxum með gallaskyrtu girta ofan í ( smekklegar !!!! ). Það fór nú ekki betur en svo, en að þegar við vorum að spila handbolta í frímínútum með strákunum úr bekknum, þá sprakk flotta CHICAGO BULLS buxnasylgjan utan af mér, og ég þurfti að taka skyrtuna upp úr buxunum og hafa hana utanyfir það sem eftir lifði skóladags !!!!!

---

Síðan nottla fórum við saman í Versló, og að vinna í fiskinum á Stöddanum, og við vorum saman í bakaríinu, fórum til Spánar og ég veit ekki hvað og hvað.....

Jáaaaá, það eru sko margar margar sögur sem ég get sagt af okkur Guðrúnu, og núna þegar ég sit hérna og hripa niður þessi dæmi þá svoleiðis hrannast upp minningarnar og ég get ekki hætt að skrifa.
En einhversstaðar verður þetta víst að stoppa hérna á blogginu, því ég hugsa að þetta sé kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir neinn annan en mig og GUddulínu.

En sem sagt,.. stúlkan orðin 23 ára og alltaf mun hún eiga RISA stóra, alveg rosalega spes hluta af hjarta mínu.

Elsku GUðrún, ég elska þig útaf lífinu og þykir svo ofsalega vænt um þig.
Eigðu YNDISLEGAN DAG og hafðu það magnað, mergjað og meiriháttar það sem eftir lifir.
Knús knús, litli rindill
Erna ferna.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?