miðvikudagur, mars 30, 2005

Jæks !

Ég býst við að allir hafi heyrt um líkbútana sem fundust hérna í Danmörkunni! Jaccchhh ! Þvílíkur horbjóður !

Fyrir þá, sem ekki vita um hvað málið snýst, þá er það s.s þannig, að á föstudeginum langa fundist 2 karlmannslappir og 1 hendi í ruslatunnu (eða gámi) í Kaupmannahöfn. Einhverjum dögum seinna fannst restin af líkinu: hendi, búkur og haus ( ég man reyndar ekki alveg hvar það fannst.. en minnir að það hafi verið einhversstaðar nálægt hinum staðnum ).

Allt var þetta rosalega spúkí, og ekkert tókst að bera kennsl á manninn,.. þannig að það var tekið til þess ráðs að henda inn mynd af hausnum inn í alla fjölmiðla, með von um að einhver gæfi sig fram og gæti gefið einhverja upplýsingar. Þótt reynt hafi verið að lappa upp á karlgreyið fyrir myndina, þá var hún vægast sagt ógeðsleg,.. ég fæ gæsahúð niður eftir baki þegar ég hugsa um hana,.... og þó að fermingarmyndin mín hafi verið slæm,.. þá hugsa ég að ég megi nú stolt vera miðað við þessi hræðilegheit!

http://www.bt.dk/krimi/artikel:aid=351824/

Síðan er þetta smám saman að leysast; maðurinn var s.s leigubílstjóri, sem hafði nýlega hætt með kærustunni og hafði búið í leigubílnum sínum seinustu 2 vikur. Hann hékk mikið á einhverjum bar, og vitni sáu hann yfirgefa þann bar með 2 útlendingum. Búið er að finna hugsanlegan gerningsstað og svo las ég í einhverri grein að hann hafi víst "lifað tvöföldu lífi".

Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu öllu saman,.. mér finnst þetta HROTTARALEGA VIÐBJÓÐSLEGT.
Mér finnst það samt "jákvætt" í þessu, að karlgreyið var drepið áður en hann var choppaður niður með keðjusög !!!! Muuuahhhhhh !!!!

Ég hef lengi verið hrædd þegar ég er að skúra og fer út með ruslið og fleygi því í einhvern risagám. Af einhverjum ástæðum hef ég alltaf verið að búast við því að finna þar inni einhvern hálfdauðan róna, eða aldauðan annan mann !
Núna hef ég sko ástæðu til að vera hrædd !

---

En að öðru skemmtilegra efni; þá er verkefninu okkar loksins lokið, og við bara nokkuð sáttar við kynninguna okkar í dag. Að sjálfsögðu er alltaf eitthvað sem hefði mátt fara betur, og ég vil meina að þetta hafi verið með mínum slökustu kynningu hingað til.. en hvað um það.. búið er þetta, og við fáum feedback frá kennurunum eftir 2 vikur !

Fyrir áhugasama, þá er linkur að heimasíðunni okkar hérna fyrir neðan.
Langar að taka það fram, að þar sem að við erum ekki að læra VEFHÖNNUN eða FORRITUN... heldur komum rétt aðeins inn á þau svið ( ásamt öðrum fögum), þá snérist þetta ekki um það að skila fulltilbúinni vefsíðu, heldur frekar koma svo með hugmynd af síðu í ritgerðinni okkar ( útliti og innihaldi ), ... og það sem reyndist of erfitt að framkvæma áttum við s.s að includa í sérstökum kafla í ritgerðinni þar sem að við tókum fram hvað við hefðum viljað gera, og hvernig þetta ætti að virka, ef að við værum 100 % útlærðir vefhönnuðir og forritarar.

En s.s... það sem er mögulegt á þessari síðu er að ýta á SUMMER á appelsínugula barnum þarna uppi, og svo ýta UNDIR "Bulgaria" á græna barnum sem birtist ( þurftum að búa til sérstakan "leynitakka" af því að þetta vildi ekki virka )... síðan er hægt að ýta á "Albena" vinstra megin í stóra boxinu, og svo við HLIÐINA á "Hotels" ( það er leynitakki þar líka ).

Svo er hægt að ýta á tvær fyrstu myndirnar af hótelunum ( s.s fá stærri útgáfu ) og ýta á fyrsta appelsínugula "here" í tekstanum við hliðina á fyrsta hótelinu. Hérna er svo hægt að nota BACK takkann til að komast til baka, þar sem að myndirnar af öllum hótelunum eru.

Græni barinn niðri virkar allur; s.s hægt er að klikka á CONTACT US, ABOUT US og LOGIN.

Síðan er þarna ORDERING BOX, hægra meginn á síðunni. Þar er hægt að ýta á SEARCH, og þá opnast nýir gluggar með næstu skrefum í pöntunarferlinu ( það er hægt að prófa að fara í gegnum ferlið, ýta bara á continue og bulla eitthvað í reitunum). Hérna er málið það, að það var svo erfitt að setja fyrsta gluggann inn í vefsíðuna sjálfa, að við urðum að búa til "plat" ordering box, til að sýna hvernig við vildum hafa þetta og það ætti að vera.

Uppi í horninu, hægra megin, er svona animation, þar sem að það eru myndir sem skiptast stöðugt, og smá texti. Heila klabbið fyllir ekki alveg útí, eins og við vildum. Það er ekkert mál að gera þessar myndir,.. en stelpan sem að gerði þetta hafði eytt svo miklum tíma, að ég vildi ekki fara að breyta.

Og þannig var nú það,.. ég held ég hafi minnst á flest það sem hægt er að gera á síðunni. Að sjálfsögðu hefðum við geta gert þetta betra ef að við hefðum haft meiri tíma, en við vorum allar algjörir byrjendur í þessu ( annað en margir aðrir í bekknum sem hafa einhverja reynslu í mörgum þessum forritum). En s.s,.. við fengum ekki meiri tíma og verðum bara að vera sáttar við þessa útkomu.

Og hérna er svo linkurinn: ( BANNAÐ AÐ HLÆJA !!! )

http://graf-users.edu.ats.dk/ernsigu/digitalproduct.htm

Svo er frí á morgun og á mánudeginum og þriðjudeginum í næstu viku ! Dejligt !
Við eigum það líka alveg skilið, af því að við fengum samasem ekkert páskafrí útaf þessu blessaða verkefni.

---

Hvað er málið með DESPERATE HOUSWIVES !!?!? Það er sko ekkert eftir í minni stöðu, annað en að downloada restinni af seríunni og taka eitt gott maraþon-gláp.
Ég hreinlega truflast eftir hvern þátt, því að ég nenni ekki að bíða í viku eftir að fá að vita meira !!! :(

Ohh well.. ég held ég sé að fá sinaskeiðabólgu í hendina...
læt þetta duga í bili...
hasta la vista... bebe !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?