sunnudagur, mars 13, 2005

Jæja, þá er enn ein helgin gengin í garð.. og út úr honum aftur !!!

Hún var nú alveg ágæt, þessi.
Föstudagurinn hjá mér fór aðallega í afslappelsi eftir skóla. Var ekki komin heim fyrr en klukkan rúmlega 4, og þá var Martin ( sem hafði verið í fríi þann dag ) búinn að taka svona asskoti vel til heima.
VIð skelltum okkur saman í Fötex, skiluðum tómum dósum og versluðum smá fyrir aurinn. Ég eldaði svo alveg delissíósó kjúklinga/pastasalat og skellti svo einni súkkulaðiköku í ofninn.
Síðan horfðum við bara á tellann, og ég sofnaði uppi í sófa. Dejligt.

Á laugardaginum vaknaði ég snemma og skellti mér í ræktina. Síðan þegar ég var búin í sturtu og að græja mig, þá tókum við strætó út í BILKA. Það er svona risa risastór verslun, eins og Hagkaup, þar sem að það er hægt að kaupa ALLT !
Missionið með þessari ferð var að versla einhverjar pínulitlar afmælisgafir handa sonum Hrannar, en okkur var einmitt boðið í afmælisveislu til þeirra, seinna sama dag.
Ástæðan fyrir því að við fórum alla leiðina í Bilka til að versla gjafirnar, var í fyrsta lagi sú að okkur langaði til að skoða þar. Það er nefnilega hryllilega gaman að rölta þarna um, enda svo mikið í boði. Í öðru lagi, var ástæðan sú, að Hrönn býr þarna rétt hjá.
Jú jú... þannig að við tókum strætó þangað,.. og það tók einhverjar 20 mínútur. Svo röltum við þarna nokkra dágóða hringi og gleymdum okkur í gleðinni. Enduðum á að kaupa bíl handa öðrum stráknum og bol handa hinum, og svo 2 gráar gólfmottur á útsölu, fyrir okkur sjálf.
Svo þegar klukkan fer að nálgast 20 mínútur í 5-una, þá ákváðum við að trítla út og taka strætó til Hrannar, enda stutt í að afmælið byrji.
Og út komum við, og ég leita og leita að strætónum sem Hrönn hafði sagt mér að stoppaði þarna beint fyrir utan og við gætum tekið. EKki finnum við viðkomandi stoppuskýli, svo að ég hringi í Hrönn og spyr hana hvar þessi blessaða 12-a stoppi sem ég get tekið til hennar, og þá fæ ég bara það svar að það stoppi sko alls engin 12 fyrir utan Bilka. Þannig að það sé ekkert annað í stöðunni fyrir okkur, en að taka númer 25 aftur niðrí miðbæ, skipta þar, og taka númer 9 til hennar.
Men ó men ! Þannig að við röltum í mesta pirringi að strætóskýlini, og ferðin eiginlega algjörlega tilgangslaus. Við vorum nefnilega ekki svo langt frá húsinu hennar, en alveg hryllilega langt frá húsinu okkar, .. en við s.s tókum aftur sama strætó alla leiðina heim aftur, og skiptum yfir í númer 9 og svo aftur sömu leið og áður... framhjá Bilka og alla leiðina til Hrannar. Þetta er svona eiginlega eins og að taka strætó frá miðbænum út í Garðabæ, frá Garðabæ aftur niðrí miðbæ, skipta um strætó og taka svo strætó frá miðbæ út í Hafnarfjörð !! Gaman !!!

Hrönn býr s.s alveg úti í rassgati, hérna fyrir utan Århus, og það tekur sko töluverðan tíma að keyra til hennar. Þess má líka geta, að það var ÞVÍLÍKUR SORAKULDI í gær, geðveikt rok og snjór og frost,... og ég var á tánum í svokölluðum sumarskóm ! ( Það hafði nefnilega ekki verið svona slæmt veður þegar við fórum út úr húsi, fyrr um daginn, klukkan rúmlega 2 ).

EN jæja,..við þurftum sem betur fer ekki að bíða lengi eftir strætó númer 9 í miðbænum, en þegar hann kom, þá tók það okkur næstum þvíin klukkutíma að koma okkur til hennar !!! Við vorum s.s komin um 20 mínútur yfir 7, næstum þvíin 1 og hálfum tíma of sein !!

Jæja jæja. Þar var mikið stuð, mikið fólk og mikið af góðum veitingum.
Klukkan 22 löbbuðum við aftur út á stoppistöð til að taka strætóinn heim, og Hrönn gaf mér afganginn af súkkulaðikökunni góðu. Herra strætó kom klukkan 22:07, og við trítluðum inn með 2 gráar dyramottur ( sem Halli hélt að væru bílamottur... fannst við vera rosalega sniðug að safna í bílinn okkar, og byrja á því að kaupa motturnar áður en við keyptum bílinn ), súkkulaðiköku á plastdiski og ég í sumarskóm með rauðar tær af kulda !

Æjj,.. þetta er kannski ekkert sérstaklega skemmtileg saga hjá mér,.. en málið er bara það.. að við sátum í strætó í næstum 2 og hálfan tíma í gær eftir að hafa keyrt eina einskins nýta ferð út í buska! Magnað magnað !

Og svo mörg voru þau orð,
ég held ég fari að gera mig klára fyrir svefninn. Langur dagur og löng vika framundan,.. við verðum á fullu að vinna í verkefninu okkar,.. að klára að hanna og forrita vefsíðuna fyrir ferðaskrifstofuna okkar; TRIPPIN.
Það er aldrei að vita nema að þið fáið að sjá afraksturinn á föstudaginn.

Until next time,......
adios.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?