miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Jaa jaaa,... Guten Tag !

Ég skrópaði í skólanum í dag !
Vaknaði í morgun, hrottaralega þreytt og sybbin, og hreinlega nennti ekki að fara í tíma til leiðindakallsins sem átti að kenna: Svona fyrir það fyrsta, þá er hann virkilega lélegur kennari, í öðru lagi, þá talar hann svo slæma ensku, og í þriðja lagi .. þá er ég 2 sinnum búin að lesa yfir það sem að hann var að fara að fara yfir í dag, og ég skil það þokkalega vel. Er meira að segja búin að gera mínar eigin glósur. Þannig að ég tók þá ákvörðun að halda mig heima.
En þó að ég hafi ekki farið í skólann, er ekki þar með sagt að ég hafi ekki gert neitt í dag. Ohh nej, ohh nej !
Minns fór á fætur klukkan korter yfir 10, eftir að hafa ítrekað reynt að sofa lengur. Ég fékk mér smá að borða, og klæddi mig svo í ofurgallann minn: tók til í húsinu, þreif klósettið, ryksugaði, setti í 2 vélar, tók úr 2 vélum, gekk frá hreinum þvotti, setti í uppþvottavélina, tók til í 2 eldhússkápum, fór út með 4 poka af rusli og lét svo LOKSINS LOKSINS verða af því að hendast niður í geymslu með fötin sem ég var að hreinsa úr fataskápnum mínum um daginn ( 2 pokar ), handboltaboli sem að Martin notar ekki lengur ( 1 poki ), sængurver, rúmlök og gluggaþvottafatnað frá því í sumar. Allt í allt voru þetta s.s 4 ruslapokar, 1 ruslakassi, 3 fatapokar og 1 stór íþróttataska. Jedúddamía !

Síðan fór ég í ræktina og svitnaði þar ærlega í 2 klukkustundir, kom heim og áttaði mig svo á því að mig vantaði hárnæringu. Henti mér í Fötex með 3 fulla poka af dósum og flöskum sem ég "seldi" og festi svo kaup á einum góðum hárkúr, keypti kjúklingabringur og kökumix, og Barbie tyggjóið sem mig er búið að langa svo í síðan ég fór í Nettó í gær !
Svo kom ég heim, henti mér í sturtu og eldaði þetta líka SVAAAAHAAAAÐALEGA góða kjúklingapasta fyrir okkur skötuhjúin ( kannski svona í snemmmmmasta laginu.. eða klukkan 17. En ég meina... hver segir að kvöldmatur verði að vera tekinn inn klukkan 7 ??? ).
Meðan við átum horfðum við á Opruh og ég sleppti lausum nokkrum tárum,... réttarkerfið í Bandaríkjunum alveg að skíta á sig og saklaust fólk þarf að sitja inni fyrir fáránlega "milda" glæpi !!!!

Martin kallinn lagði sig eftir matinn ( enda búinn að vera á fótum síðan klukkan 4.30 í nótt,- var að þrífa glugga því að hann er í fríi í skólanum þessa vikuna ) og ég notaði tækifærið og skellti Brownies kökumixinu í form og inn í ofn, gekk frá eftir matinn og byrjaði að læra.
Ég vakti manninn minn svo rúmlega 7, og við gæddum okkur á ÞOKKALEGA VEL heppnaðri fyrirfram tilbúinni köku ( á reyndar heiðurinn af því að sett 1 dl af vatni útí ).

Síðan þá er ég búin að vera að læra, eins og brjáluð kú, og ekki sér fyrir endann á þessari vitleysu ennþá !

---

Langaði að segja ykkur frá þvottagrindinni minni.
Hún móðir mín festi kaup á einni slíkri fyrir okkur þegar hún og pabbi komu hérna í heimsókn í sumar. Grindin var vægast sagt vafasamt ódýr, en hvað um það,.. okkur var svona nett sama og vil vildum ekki vera að eyða of miklum pening í eitthvað sem að er í 4. neðsta þrepi virðingastiga heimilisverkfæranna! ( á eftir klósettpappír, klósettbursta og tannbursta )

Svona frá degi til dags, þá höfum við martin séð annars líka þessar skemmtilegu útlitsbreytingar á grindar-greyinu; alltaf virðist hún vera að bogna meira og meira og grindarbotninn alveg að gefa sig ! ( Pahh.. grindarbotninn !!! )
Og svo, að óspurðum fréttum, þá kom loksins að því í dag að stakkels lille grindin var jöfnuð við jörðu eins og twin towers þann 11. september, þegar ég átti eftir að hengja upp nákvæmlega 3 nærbrækur og 1 stakan sokk !!!!! ( Nokkuð ljóst að sumir eru ekki búnir að vera að gera grindabotnsæfingarnar sínar,... bwahahahah !!! )
Ég vil ekki vera að koma með neinar óraunverulegar staðhæfingar, en ég vil samt meina að sú staðreynd að ofan á hafi legið fatnaður úr 2 stútfullum þvottavélum dagsins, hafi eitthvað með þennan óhugnalega atburð að gera !

Svona til þess að reyna að bjarga öllu nýþvegna og rennblauta klabbinu sem hékk þarna listilega ofan á í viðringu og þurrkun, þá stökk Martin til og hélt uppi grindinni, meðan ég skreið undir helvítið og reyndi að laga. En þvottagrindin var greinilega dauð svo að við þurftum að taka til 2 af þeim 3 stólum sem til eru á þessu heimili, og henda þeim undir ... svona allavegana þar til að þvotturinn er orðinn þurr !
Já.. life is full of surprises, og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þetta kennir manni bara að maður á að njóta þess sem maður hefur, meðan maður hefur það,- því að maður veit aldrei hvenær það dettur í gólfið !!!
Í beinu framhaldi er ég byrjuð á því sem mun verða mín 3. metsölubók...."Þvottagrindin og Dauðinn !!! "

En ég má ekki vera að þessu, ég verð að halda áfram að læra
Over and out,...
Erna K. Rowling




This page is powered by Blogger. Isn't yours?