þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja,... þannig að það kyngdi niður snjó um helgina,- and all hell broke loose !

Já já.. Danirnir vissu bara ekki hvað þeir áttu að gera, strætóar hættu að ganga, það tók 2-3 tíma að fá leigubíl, það var ekki sála úti á götunum og allt fór í lamasess.
Þetta var einmitt kvöldið sem að við ætluðum að fara í partý til Jóns. Það endaði allt saman þannig að við vorum bara róleg, það komust nefnilega svo fári af því að hann býr svo langt í burtu. Það var rosa kósí og við sátum bara og spjölluðum. Ég var svo komin heim aftur um klukkan 12, horfði smá á ICE AGE og át nammi, og sofnaði svo hálftíma seinna,... aaalveg búin á því.

Merkilegir þessir Danir ! Þetta hefði nú bara talist til ósköp venjulegs snjódags á Íslandi, og ekkert til að gera veður útaf !
Ha ha.. get it ? Gera veður útaf ????
Magnað hvernig maður getur leikið sér svona með orðin!

---

Ojjjj,... það voru 4 ÓGEÐSLEGAR manneskjur með mér í strætó í dag; 2 spassalingar sem voru að tala saman og töluðu svo hátt að maður var að ærast. Ég þurfti því miður að standa alla leiðina og eina plássið sem var laust var við hliðina á þeim. Þeir voru bæði ógeðslegir og skítugir og viðbjóðslegir.
Svo var gamall skeggjaður alki sem sagði " hæ " við alla sem að gengu framhjá. Hann var bæði ógeðslegur og skítugur og viðbjóðslegur.
Svo var einn ungur og creepy strákur,... sem var líka ógeðslegur og viðbjóðslegur, en kannski minna skítugur en hinir !

Þegar ég steig út úr strætónum fannst mér ég var svo hrottalega lúsug eftir að hafa deilt með þeim súrefni, að mig langaði helst að henda mér í sprittbað. Ojj bara !

---

Minns fór í ræktina í gær, sem er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað að ég ákvað að einbeita mér að því að fara á skíða,- og stigtækin í staðinn fyrir að hlaupa. Þannig að ég fór hálftíma á hvort um sig,.. og þá var ég samtals búin að brenna 770 kaloríum. Mér fannst það ekki nógu góð tala, þannig að ég hljóp rúma 3 í viðbót til þess að fá þetta upp í sléttar 1000 kaloríur. Þá var ég búin að vera að hreyfa mig í rúman klukkutíma og 20 mínútur. Það þarf ekki að taka það fram að ég var ALVEG búin í gærkvöldi.
Svo asnaðist ég til að festast í að skipuleggja og leika mér að hanna vefsíðu fyrir eitt verkefni sem við eigum að skila í lok mars. Fór svo ekki að sofa fyrr en rúmlega 2 í nótt og vaknaði hálf 8 í morgun... búin á limminu.

Svona til að setja punktinn yfir i-in, þá var svo HROTTAFENGINN tíminn í skólanum í dag að okkur Hrönn langaði frekar til að hoppa ofan af The Empire State byggingunni og lenda á hjóli með engum hnakki !!!
Lentum síðan í hláturskasti vegna svefnleysis, hungurs og leiða meðan við vorum að vinna verkefni eftir hádegi.

Núna sit ég hérna klukkan 18.15, með verki í löppum, þurr og þreytt augu, svangan maga og full af sjálfsvorkunn ! Ó,.. ég á svo bágt ! Ég veit ekki hvað ég á að gera,.. ég hreinlega NENNI ekki í ræktina, en ég veit að ef að ég fer ekki, þá á ég eftir að sofna.

---

Ég get svo svariða, þessi færsla er nú frá djöflinum komin. Undskyld !

Verð að fara að fá mér kaffibolla, áður en ég endanlega leggst undir feld,
sjibb - o - hojjj........




This page is powered by Blogger. Isn't yours?