sunnudagur, febrúar 27, 2005

Úff ! Aaaalllir í stuðiiiii !!

Jæja.. ég ætla að byrja á því að óska henni Gunnu Dóru vinkonu minni til hamingju með daginn í gær. Hún Gunna er nú meiri selurinn, og henni er margt til lista lagt. Stúlkan atarna er einstaklega viljasterk, og það sannaðist aðeins í því að hana langaði svo mikið að verða læknir, að þegar hún RÉEÉÉÉTT svvoo komst ekki inn í lækninn hérna heima á Íslandi, þá ákvað hún að skella sér yfir sjó og land, og læra hið sama í Ungverjalandi. ( Hvar er nú það, segja sumir !? )
Gunna Dóra er algjört greppitrýni og snillingur með meirua, og var alveg sérstaklega gaman að vera með henni í framhaldsskóla. Stúlkukindin tók alltaf upp á einhverju nýju, og má til dæmis nefna:
- Þegar hún klæddi sig úr brjóstarhaldaranum í þýsku-tíma af því að henni leiddist. Svo henti hún honum á borðið hennar Halldóru sem að sat fyrir framan. Greyið Halldóra fékk oft að kenna á því, af því að hún var í "sjónlínunni".
- Eðlisfræðikennarinn okkar var einu sinni með stæla við Gunnu, af því að hún sat ekki í stólnum sínum, vegna þess að hún var með svo mikla verki í bakinu. Þannig að hún stóð uppi, aftast í kennslustofunni og fylgdist með. Kennarinn varð s.s ekki sáttur og fór eitthvað að ögra henni: " Af hverju ferðu bara ekki niður í Sambúð ( skólasjoppuna ) og nærð þér í barborð og stendur við það !!! "
Gunna gellan stekkur út úr stofunni og skellir hurðinni á nefið á honum. Áfram heldur kennslan. Stuttu seinna opnast hurðin, og þar stendur GUnna, móð og másandi, með barborðið á öxlinni.
! ! ! ( þess má til gamans geta að þessi borð eru þyngri en andskotinn... örugglega svona 30 kg ! )Mama Mia !
- Gunna stal jólahúfunni hennar Halldóru og fór svo í eltingaleik við hana útum allan skóla!
- Hún keyrði við hliðina á útvarpsbílnum ( RÚV bíl ), skrúfaði niður gluggann og öskraði á bílstjórann: " MEiiggumm við fá okkar eiiiiginn úúúútvarpsþátttt ??? "
- Gunna var er metnaðarsöm með meiru, og gerðist hún módel í rauðu bikiníi í jólaskreytingakeppninni okkar í Versló, og sat í kjöltunni á Danna meðan allur skólinn ( svona 1000 nemendur eða svo ! ) komu og kíktu á stofurnar! Því miður, þá lentum við aðeins í 2. sæti !!! :( ... veit ekki hvar orsökin liggur, en við hefðu POTTÞÉTT unnið ef hún hefði farið úr að ofan !!!
- Gunna át einu sinni ísinn minn... hún heyrði eitthvað vitlaust, því ég bað hana að halda á honum fyrir mig í smástund.. meðan ég var að gera eitthvað ( man ekki hvað ). Svo þegar ég bað um að fá ísinn aftur,.. þá var hann horfinn ! " Úbbs ! átti ég ekki að klára hann fyrir þig ??? "

Ohh well.. margar eru minningarnar, og hefðuð þið örugglega þurft að vera þar. Þeir sem að þekkja Gunnu vita NÁKVÆMLEGA hvað ég er að tala um, en þeir sem að þekkja hana ekki, verða bara að drífa í að hringja í hana og hitta hana, og verða vitni af einhverju góðu flippi !!!
Hérna er linkur yfir á síðuna hennar:
http://www.selurinn.blogspot.com

---

Leidís end Jeinkúlmen...!
Mér er það sannur heiður að tilkynna ykkur hinar yndislegu fréttir, að ég er að fara til erlendis í sumar í 2 vikur !!! Vuuuhúúúúúúú !

Málið er nefnilega það, að ég, Linda syss og mamma erum búnar að vera að spá í að fara erlendis saman í sumar. Mamma vildi endilega fara á þetta góða gamla ( Costa Del Sol ) en Linda systir vildi prófa eitthvað annað. Mér, hinsvegar, var nokkuð sama.. svo framarlega sem ég fengi sól, strönd og sand !!
Nema hvað,.. að við erum búnar að vera að spá í þessu,.. og svo vorum við nokkurn veginn búnar að ákveða stað: Calpe á Spáni ( sem er víst eitthvað nýtt ).
Ohh well ohh well.. síðan á fimmtudeginum, þá kemur frænka hans Martins í heimsókn. Og hún situr hérna með manninum sínum og þau eru að tala um sumarfríið þeirra. Þá voru þau víst að panta sér miða til Búlgaríu. Hún fer þangað á hverju einasta sumri og hreinlega ELSKAR pleisið. Það er svo hrottaralega ódýrt að lifa þarna: full máltíð fyrir 2 kostar 500 kall íslenskar, rauðvínsflaska kostar 90 kr íslenskar .. og svo framvegis ! Þannig að.. ég fer s.s inn á netið og kíki á hótelið sem þau voru að fara að dvelja á. EKKERT SMÁÁÁÁ flott og ótrúlega girnilegt ! Og eitthvað totally öðruvísi en Íslendingar eru vanir að fara !
Þannig að ég festist í að skoða hótel á Búlgaríu,.. ógeðslega girnilegt og flott ! Fyrir þá sem ekki vita, þá liggur Búlgaría við hliðina á Grikklandi og Tyrklandi ! Þannig að sólarland er það með meiru !
Ég hringdi í Lindu og mömmu og sagði þeim frá, sendi þeim link í gegnum msn.. og Linda ætlaði svoleiðis að missa sig !!!! ( af því að hún var svo spennt fyrir því að fara á einhvern "öðruvísi stað" )

Þaaaannnig aaaaðð.. það endaði þannig, að við pöntuðum 3 miða seinna um kvöldið, 28. júlí fyrir 3 manneskjur í 2 vikur, morgunverður innifalinn, og allt í allt kostaði þetta innan við 50 þús á mann !!!!!!!

Leidddíííís and Jeinkúllmen.. ÉG ER AÐ FARA TIL BÚLGARÍÍÍÍUUUU ! VUUUHÚÚÚÚ !

Af því að ég get ekki sett myndir inn á bloggið mitt, þá ætla ég að setja link yfir á bloggið hennar lindu syss, af því að hún er búin að setja 2 girnilega GIRNILEGAR myndir af hótelinu okkar.

http://www.blog.central.is/lindasig

Magnaður ANDSKOTI !!!!

Já, litlu lömbin mín ! Það er sko gaman að þessu !
En ég ætla að halda áfram að læra,
hasta la vista....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?