sunnudagur, febrúar 06, 2005

Uff Puff og Ubbalingur !

Maður finnur það alveg svona greinilega hvernig skólinn er kominn á fullt. Og maður er ekki fyrr búinn að skila stóra 1. annar lokaverkefninu þegar að maður er kominn í annað stórt verkefni. En svona er það nú, og það er bara ágætt að hafa eitthvað að gera !

---

Við Martin áttum smá kósí kvöld í gær, fórum út að borða saman og svona.. krúsíkrús. Hvert við fórum ?? Hmmm... hvert annað en Pízza Hut ! ! ! !
Jááá,.. Guð blessi manninn sem fattaði upp á Pízza Hut, ég segi ekki annað !

Mitt í öllum æsingnum, meðan við sátum og biðum eftir matnum, þá biður Martin mig um að segja sér brandara. Og svona eins og hendi væri veifað, þá kom ég upp með minn allra ALLRA besta brandara hingað til:
" Einu sinni var vorlaukur,-..... og svo kom sumar,... - og þá vissi hann ekki hvað hann átti að gera !!!! " :)

Ahahahaha.. goooooood stuff !!!

---

Svo er víst bolludagur á morgun. Kjéllingin ætlar að reyna fyrir sér í bollubakstri,.. svona í fyrsta sinn aaaalveg ein. Ég ætlaði upphaflega að baka í dag, en af því að ég á ekki efni í glassúrinn, þá verður það víst að bíða til morgundagsins.

Annars held ég að ég verði að halda áfram að lesa í blessuðu skíta Markaðsfræðinni. Þvílíkur horbjóður ! En það er vissara að klára þetta svo að ég geti aðeins slappað af í kvöld.

Svo að... í þeim töluðu orðum...
Erna .. OUT !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?