þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jahérnahér !

Það byrjaði þannig, að Martin er að keppa í kvöld, og spurði mig hvort að ég gæti farið ein að skúra í kvöld, því að hann yrði kominn heim svo seint. Ef ég myndi gera það, þá myndi hann fara einn næst þegar við ættum að skúra, á föstudaginn ! Ég ákvað að slá til !

Nú,- glöggir lesendur sjá það að þegar ég tala um næstu skúringar, þá skrifa ég FÖSTUDAGINN. Það er nefnilega þannig að það er komin gella að skúra á móti okkur, og hún tekur morgundaginn og fimmtudaginn. Og af því að ég ákvað að taka þessum hljómfagra samning hans Martins, þá fór ég s.s ein að skúra í kvöld og kláraði allt heila klabbið á aðeins einum og hálfum tíma !!!!! Sko, ef það er ekki ólympíumet, þá vet ég ekki hvað. Þetta er allavegana personal best !

Þannig að.. nú er ég komin í skúringarfrí, þar til næsta fimmtudag, þar sem að gellan góða mun skúra mán, þri og mið í næstu viku, og martin á fös. í þessari viku !

Aaaahhhh.... er ekki lífið yndislegt !?! La vita E Bella !

Oh well.. engan æsing ! Síðan sló ég nýtt 10 km hlaupamet í gær; 57:10. Þetta er allt að koma og ég færist óðfluga að takmarkinu mínu,... að ná þessu undir 55 !
Það er líka skemmtilegt að segja frá því, að samfara þessum hlaupum mínum hefur runnið af mér rúmt kíló, og má það renna út í sjó ... mín vegna, og aldrei koma aftur! Svona svo að ég vitni nú í flotta æfingabolinn hennar Þóreyjar: " Ef ég missi kíló,.... EKKI taka það upp ! "

---

Eftirfarandi eru staðreyndir dagsins:

* Appelsínur eru ekkert nema eintómt yndi og æði, og mér finnst að það ætti að breyta sögunni um Adam og Evu og gefa þeim eina góða appelsínu í staðinn fyrir eplið !

* Ég held, að þegar fólk tali um draum í dós, þá sé verið að tala um diet pepsi í dós ! Hvað get ég sagt !?! Sweet heavens of pleasure !

* Kvöldmaturinn í dag samanstóð af hálfri skál af kornflexi ásamt 2 hrökkbrauðum ( þurrum, því smjörið er búið ) og einum "draum" í dós ! Þarf varla að taka það fram, að hungri mínu hefur ekki verið eytt ! ( En ætli þetta sé ekki bara liður í að halda kílóinu í burtu !! )

* Mér er illt í tönninni, en ég skil ekki af hverju,.. því að ég hélt að tannlæknirinn væri búinn að grúska blessuðu taugina í burtu og útiloka allan frekar sársauka í framtíðinni !

* Fataskápurinn minn er tómur ! ! ! Ég tók mig til um daginn og hreinsaði út það sem lítið er notað og bíður það nú í poka hérna frammi. Áætlunarstaður: Rauði Krossinn.
Já ! Það eru víst margir sem eiga engin föt, og ég ætla að vera góður norðurlandabúi og gefa þeim gullið mitt.
Kæmi mér samt ekki á óvart þótt ég stæði sjálf niðri á skrifstofu Rauða Krossins að biðja um einhverjar flíkur,.... það er EKKERT eftir inni í skápnum mínum !! :(

Og svo mörg voru þau orð,.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?