þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæks !
Ég sá, í gær, einn alstinnasta kvenmansrass sem ég hef á ævi minn séð ! Ég get svo svariða. Hún var á hjóli og strætóinn minn keyrði framhjá henni. Ég hélt að þetta hlyti að vera karlmaður, svo að ég barðist við að líta betur. En... þetta reyndist í vera kvenkyns. Ég get svo svariða ! Þetta er örugglega ein af þeim týpum sem að að geta brotið hnetu á milli rasskinnanna !

---

Jamm og Já !
Í gær átti sér stað merkur atburður; við Martin stigum yfir 3 ára múrinn ! Gaman gaman !
Jamm.. 21. febrúar 2005 voru liðin þrjú ár síðan að leiðir okkar lágu saman. Við áttum rosalega kósí dag. Ætluðum að fara út að borða, en ákváðum að spara peninginn og elda eitthvað gott heima og hafa það rómó.
Við vorum fórum bæði að æfa, og svo þegar ég kom heim þá fór ég beint í að elda, og getiði nú hvað ég eldaði !? Innbakaðan urriða í smjördeigi !! Bwahhhh ! Hann reyndist mjög góður, og allt það sem var með = salat, bakaðar kartöflur og sósa.. og svo yndislegur karamelluís í eftirrétt, með Mars-sósu og jarðaberjum.
Síðan spiluðum við Friends spilið og horfðum aðeins á sjónvarpið,.. aðallega The Swan ( sem er Extreme Makeover þátturinn sem er í gangi hérna ).

Þetta var yndislegur dagur og við vorum mjög sátt. Martin gaf mér alveg rosalega fallegt hálsmen, sem er svona hjarta þakið í demöntum !
Ég gaf honum bara ilmvatn; hann var nefnilega búinn að harðbanna mér að kaupa eitthvað handa sér, en ef að ég endilega vildi þá mátti það ekki vera dýrara en 200 dkr. Ég fór reyndar 80 dkr yfir,.. en hann þarf ekkert að vita það ! Upphaflega hafði ég ákveðið að gefa honum Playstation 2,.. en ég mátti ekki,.. þannig að hann verður bara að bíta í það súra epli ! :)

---

Er að horfa á Danmarks Next Top Model,.. úff ! Það er ein gella sem er svo hryllilega falleg að maður liggur hérna í abbókasti. Ég er eiginlega að vona að hún verði send heim, svo að ég þurfi ekki að vera að horfa á hana meir.
Síðan um leið og það er búið þarf ég að drífa mig að skúra. Við tókum það nefnilega að okkur að skúra fyrir hina gelluna í dag. Og af því að Martin er á æfingu, og verður ekki kominn heim fyrr en hálf ellefu,.. þá ætla ég að leggja af stað á undan honum og byrja.

Daaaadddarraaaa,.. úrslitin að koma í þættinum og ég ætla að fara að horfa
Tsjuss...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?