þriðjudagur, janúar 11, 2005

Jæja.. kæru félagar og fræðimenn !

Núna er maður bara lentur í Árhúsinni miklu og lífið komið í fastar skorður aftur.
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það bæði skemmtilegt og leiðinlegt: Það er leiðinlegt af því að ég átti alveg yndislegar rúmar 3 vikur á Ísalandinu góða með fólki sem ég á kannski ekki eftir að sjá aftur fyrr en eftir hálft ár, en kannski skemmtilegt að því leitinu til að það er gott að komast inn í rútínuna aftur. Ekki beint brjáluð rútina, en rútína samt; skólinn, ræktin, heimilið !

Erum núna bara á fullu að vinna í þessu 1. annar verkefni sem á að skila næsta þriðjudag eftir nákvæmlega viku. Soldið stress í gangi, en við komumst yfir það.


---

Mér sýndist ég sá nunnu á hjóli í dag. Það reyndist svo vera einstaklega dökkhærð kona, með mikið blásið hár og svartan klút á höfðinu !

---

Ég tók sjálf úr saumana úr tannholdinu mínu áðan, sem hafa verið þar í góðu yfirlæti síðan úr kjálkaaðgerðinni minni frægu og góðu. Stóð eins og illa gerður maður með nefið ofan í speglinum, skærin í annarri og augnbrúnaplokkarann í hinni. Barðist við að halda munnvatnsflæðinu innan skynsamlegra marka ( og þá meina ég "uppi í munninum á mér" ) og pírði augun til að sjá betur hvar átti að klippa. Hitti ekki alltaf á réttan þráð, eða þráð yfir höfuð- en ég lifi !
Þetta er allt annað líf, enda var ég alltaf að renna tungunni yfir þessa blessuðu sauma í tíma og ótíma, og þeir farnir að trufla venjulegan hugsanagang og meðalgreind. Alveg að fara með mig !

En frelsið er yndislegt, og ég geri það sem ég vil !

---

Magnaður andskoti ! Hvaða mynd haldiði að sé í sjónvarpinu hérna núna ?
Sister Act,.. sem fjallar einmitt um nunnu ! ! !
- Vora korinsorins ( sem útlegst víst einhvern veginn svona á frummálinu: " What a coincedence " )

---

Ohhh, við Martin erum víst að fara að skúra. Stráksfjandinn úr bekknum hans sem ætlaði að taka það að sér að skúra á móti okkur hætti við, svo að núna þurfum við að gera það alla daga þar til að búið er að ráða nýjan aðila.
En þetta er víst peningur í vasann og ég býst við að okkur veiti af ekki af honum.

Daddaraaaaaa, held ég fari að setja inn myndir bráðlega síðan af Klakanum góða
en það tekur alveg smá tíma og verður örugglega ekki komið inn fyrr en í lok vikunnar.
Ooooorrr.... !? Maður veit aldrei, held ég fari bara í það að byrja núna meðan ég bíð eftir að Martiníus komi heim af æfingu.

Og ekki varð það lengra í bili.......










This page is powered by Blogger. Isn't yours?