miðvikudagur, janúar 26, 2005

Halló allir saman; samlands- og ósamlandsmenn !

Hvað syngur í hópnum !?
Hérna sitjum við Martin og horfum á Frakkland - Túnis á HM. Voða spennandi,.. og ég vona að Túnis taki þetta. Baaaara svona svo að það séu ekki alltaf sömu liðin sem eru að vinna þessi blessuðu mót !

Hvað er annars í gangi með Íslendingana ? Hvernig fóru þeir að því að tapa í gær á móti Slóvenum ? Sérstaklega eftir að hafa verið yfir allan leikinn !?! Pufff,... Það þarf nú einhver að fara og taka í hnakkadrömbin á þeim, og einhver enn annar þarf að fara og slá Óla litla í rassinn ! ( Pant ég Pant ég !!!!! )

Úff ! Vonum bara að þeir taki Kúvæt í nefið núna í kvöld.

---

Ég vaknaði nokkrum sinnum nótt, og alltaf var slef á kodda því mig hafði verið að dreyma mat: Fyrir það fyrsta var ég að borða Nóa Kropp og Egils Appelsín. MMMMM !
Síðan vaknaði ég við að hafa verið að borða djúpsteiktar rækjur í boði Jóa Fel ( sem var by the way bara með einhverja bölvaða stæla við mig og einhver fjandans læti, af því að maður mátti víst ekki borða af þessum mat ! Skyldist að hann hafi verið að geyma hann handa Margréti Danadrottningu ! )
Síðan dreymdi mig að ég væri að borða hamborgarahrygg í jólamat,.. og í fjórða sinnið vaknað ég við þann draum að hafa verið að borða köku.

Þarf kannski ekki að taka það fram að ég fékk ristað brauð og kakó í kvöldmat í gær... kannski hefur eitthvað með þess matardrauma að gera !

Síðan vaknaði ég í fimmta skiptið,.. en það var af því að ég hafði verið að drepa snák !

---

Svo er tjééééllingin bara komin í 10 km hlaupapakkann aftur. Ég fór í gær og hljóp þá á 58 mín og 46 sek. Ég man ekki hvað gamla metið var, en takmarkið er að ná þessu undir 55 fyrir sumarið ! We'll seee.... we'll see... !

---

Það er gaman að því hvað það er búið að vera að sýna marga gamla þætti hérna í Baunalandi. Einn af þeim er Ally MacBeal. Ég er svona aðeins búin að vera að glugga í þá,.. en ekki mikið,.. því að ég verð bara að viðurkenna það að hún Calista Flockhart fer alveg HROTTARALEGA mikið í pirrurnar á mér. Ég hreinlega get ekki horft framan í hana: Hún ofleikur alltaf allt svo mikið,.. stamar í hverri senu, og svo beyglar hún alltaf muninn svo óhóflega !
Jesús minn almáttugur, woman,... get a grip !

Langaði bara að deila þessu með ykkur !

---

Við skötuhjúin fórum í gær niðrí bæ. Það er skemmst frá því að segja að það var DAUÐAKULDI úti ! Við áttum nefnilega inneignarnótu í búð sem heitir Inspiration, og okkur langaði að kaupa okkur nýja pönnu. Það fór nú samt ekki betur en svo að við hættum við að kaupa pönnuna ( ætlum bara að finna eina til tvær slíkar í Ikea ) en við fjárfestum í einum hitamæli.
Og ég skal nú bara segja ykkur það, litlu lömbin mín, að núna er 0,8 stiga hiti í plús,... en ég get svo svariða upp á allt sem ég á.. að ef að við værum stödd á Íslandi í nákvæmlega sama kulda.. þá myndi standa allavegana svona -6 !!!

Brrrrr ! Hvaða hvaða... !

En jæja.. ég ætla að henda mér undir sæng,.. sjæse hvað það er kalt hérna inni!
Until we meet again....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?