þriðjudagur, janúar 18, 2005

Hæ hó... hæ hó !!

Jæja, þá erum við loksins búin að skila fystu annar verkefninu. En það er ekki alveg búið samt; við þurfum nefnilega að "verja" verkefnið og svara spurningum varðandi það. Síðan eigum við að gagnrýna annan hóp sjálf, og að lokum eigum við að hlusta á komment frá kennurum. Svo fáum við að vita hvort við höfum staðist önnina, eður ei !!!

Jámm.. við klárum s.s ekki fyrr en í lok þessarar viku,.. og eftir það fáum við viku í frí. Það verður alveg ágætt.. enda er maður búinn að vera stressið eitt núna undanfarið. Síðan erum við að fara í heimsókn til tengdó þarnæstu helgi ( s.s eftir 10 daga ), bara svona uppá gamlar stundir !

---

Það er soldið fyndið með gangbrautirnar hérna í Danmörku. Af því að við búum svona eiginlega í "stórborg" þá er einmitt mikið um þær og það er ekki sjéns að maður komist yfir götuna nema með því að nota gangbrautarljósin.
Það er nú bara alls ekki frásögum færandi nema bara aðeins fyrir þær sakir að ég held ég hafi sjaldan eða aldrei náð að labba yfir alla gangbrautina á einu grænu ljósi. Það stoppar alltaf svo snemma, að maður þarf að gera þetta í hollum. Annað hvort það.. eða virkilega spretta úr spori, með viðeigandi mjaðmahreyfingum og handasveifli, og helst þarf maður að þjófstarta rétt áður en grænt ljós kemur. Hef aldrei upplifað þetta fyrr en ég flutti hingað út og fannst alveg við hæfi að deila þessu með ykkur. Held ég skrifi svona eins og eitt gott kvartmeil til umferðarráðuneytis Danamanna og biðji þá um að bæta við, svona eins og 5 sekúndum við græna kallinn !!!

---

Helst í fréttum af Gebauersgade: Martin er ennþá veikur í maganum, og ekki bara ennþá veikur,.. heldur ennþá veikarI heldur en hann var þarna um daginn. Hann er búinn að vera non-stop í allan dag og ég veit ekki hvar ég á að geyma mig, ég er hvergi hult.

Húsið er í rúst. Við erum nýbúin að taka til, en við höfum engan tíma til að halda þessu við, svo að það er fljótt að hrannast upp. Ég hafði lofað honum að fara aðeins yfir pleisið áður en hann kemur heim af æfingu í kvöld ( sem verður um klukkan 22 ) , sem þýðir að ég hef rætt tæpan klukkutíma til stefnu.
Síðan erum við að fara að skúra líka. God bless the skúringar, en ég verð nú samt að viðurkenna að við erum orðin aaaansi þreytt. Þetta er einfaldlega of mikið, sérstaklega þegar að það er svona mikið að gera hjá okkur báðum !

Ohh.. væl væl væl og aftur væl ! Ég geri ekkert annað en að væla, sorrí !

Ætli það sé þá ekki bara best að fara að taka fram moppuna. Annars eru komnar inn myndir síðan af Ísalandi.. hérna til hliðar undir: " Jól - Ísland 2004 "

Bless litlu dúllurnar mínar,- bless bless !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?