sunnudagur, janúar 23, 2005

Sveiattan !

Ef ég vissi ekki betur, þá myndi ég segja að Ísöld væri að skella á ! Eða heimsendir ! Úff ! Þvílíkur óbjóðins þroskafatlaði kuldi er hérna í Baunalandi. Eins gott að ég er búin að koma mér upp góðum vetrarforða af innanhúða-spiki til að halda á mér hita á öðrum eins örlagastundum sem þessari.
Svona miðað við aldur og fyrri störf, þá myndi ég segja að þetta væri um -12 til -15 stiga frost, og svo blæs eins og í helvíti !

Hvers á maður að gjalda !?

---

Jæja.. ég fór s.s í bekkjarpartý á föstudeginum. Það var rosalega gaman, góð mæting, góð stemning, "migi gaman.. migi grín " !
Ég tók því miður engar myndir, enda veit ég ekkert hvað varð um hleðslutækið fyrir myndavélina. En það er aldrei að vita nema að maður fái að kópera frá einhverjum öðrum.

---

Og já ! Ekki verra að tilkynna það að við náðum 1. önninni,.. tókum þetta verkefni í nefið og núna erum við s.s formlega komin yfir á 2. önn.
Næsta vika fer bara í frí,... enginn skóli, bara leti. Maaaagnað !

---

Er að bíða eftir pízzu. Martin er heima hjá handboltastrákunum að horfa á HM. Ég er ein heima og það er ekkert til að éta, nema þurrt brauð. Og ég nenni því sko ekki ( át það í kvöldmat í gærkveldi ) þannig að mín er bara að bíða eftir undrinu góða er kallast Pízza Hut.
Ætla svo að skella einni Friends í tækið og hafa það náðugt þar til að Martin kemur heim í kvöld um klukkan 11, en þá þurfum við að fara að skúra ! :(

Ohhh well... ég ætla að ganga frá þvotti,
bið að heilsa að handan
turilú...







This page is powered by Blogger. Isn't yours?