LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
br> br> br> br>miðvikudagur, janúar 05, 2005
Ó mig auma !
Jæja,.. þá er öðrum helming betrunar kjaftsins míns lokið: er loksins búin að fara í fyrstu ferð til tann- og kjálkasmiðsins - mission: troða skrúfufjöndum ofan í kjálkann á mér.
Ohh well... ég mætti þarna til hans upp úr hádegi, og hann bara henti mér beinustu leið í stólinn og sprautaði líka þessu svakalega magni af deyfingu í munnholdið. Ég get svo svariða; ég hef ALDREI verið jafn dofin í andlitinu á ævinni,- mér leið eins og ég væri Jim Carrey í THE MASK: með teygjanlegasta munn í algeymi.
Svo fór ég nú svona að prófa að narta í þetta, bíta í vörina og svona... ALVEG DEAD ! Maður fékk það svona hálfpartinn á tilfinninguna að maður væri gerður úr jelly-i, ég var allavegana meira hlaupkennd en ég man nokkurn tímann eftir mér. My oh My !
En jæja.. áfram með smjörið: og ég var s.s klædd inn í sótthreinsaðar pappírsábreiður, þannig að það sást ekki í neitt nema andlitið á mér og tærnar ! Og svona án frekari bollalenginga þá gekk þessi aðgerð bara alveg ágætlega - allavegana miklu betur en ég var fyrirfram búin að ákveða að myndi ganga. Hún var svona tiltölulega sársaukalaus, enda engin furða,.. ég var nánast HIGH af öllum lyfjunum, og hann hélt áfram að bæta á deyfinguna af því að hann var alltaf áð bora svo skugglega nálægt einhverri taug sem að liggur fyrir neðan kjálkann á mér og út í varir ( fékk að vita það seinna meir ).
Aðgerðin tók ekki nema rétt rúman klukkutíma og allt gott um það að segja.
Fékk smá 70-mínútna fíling þegar að ég átti að fá mér vatnssopa í lokin og skyrpa: var ennþá svo lömuð í andlitinu að ég gat ekki "fleygt" vatninu frá mér almennilega svo að ég lét það bara leka út um munnvikin á mér og reyndi eftir bestu getu að hitta ofan í vaskinn.
Nema hvað,.. að stuttu eftir þetta allt saman fór deyfingin að fara úr.. og men Ó MEN .. þá leið mér illa. Sat hágrenjandi inni í bíl með mömmu, og gaf svo í þegar ég var komin heim og grenjaði ennþá meira. Mamma hentist út í apótek með lyfseðilinn minn og tók út einhverjar verkjatöflur og pencillin. Svo um klukkan 3-4 fór sársaukinn að dofna og ég hef það bara andskoti gott núna - svona miðað við aðstæður !
---
Svo er þetta blessaða jólafrí bara senn á enda, því miður ! Það er búið að vera alveg sérstaklega yndislegt og ég er búin að hafa það mergjað og ofsalega gott. Ég vil helst ekki fara út til Danmerkur aftur,.. langar bara að vera hérna heima og láta dekra við mig, éta ógeðsmat og spila hitt og þetta daginn út og inn.
Ég skutlaði Martini út á flugvöll fyrir tann-tímann minn. Sat með tárin í augunum alla leiðina til Keflavíkur, sem er svosum ekki merkilegt nema aðeins fyrir þær sakir að ég er að fara að hitta Martin aftur eftir aðeins 4 daga !!!!!!
En það er nú ekki bara það; ég er líka kvíðin fyrir að fara frá öllum á Íslandi.. huxa að það verði erfitt því að flest þeirra á ég ekki eftir að sjá fyrr en næsta sumar. Og það eru heilir 6 mánuðir.. sem mér finnst bara vera allt of mikið.
En jæja.. ég var s.s að berjast við að halda aftur af tárunum alla leiðina á flugvöllinn, fylgdi Martini inn og kyssti hann bless,.. og svo fór ég út og um leið og dyrnar lokuðust fyrir aftan mig þá fór ég að grenja. Og ekki batnaði það svo þegar ég flaug á rassinn í hálkunni og krapinu ... sko FLAUG.. þarna á bílastæðinu og varð rennandi blaut á æðri endanum og allri hægri hliðinni, fékk snjó undir aðra úlpuermina og missti veskið mitt :( BUhúúúúú
Já,.. það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag.. en svona er nú það !
En ég held ég fari að halda áfram að vinna í þessu blessaða 1. annar verkefni sem á að skila eftir 2 vikur.
Svei mér þá,.. ég veit ekki betur en svo að ég skrifi bara næst þegar ég verð komin á danska grundu.
Kveðjur að handan,
Erna skrúfukjaftur og stálkvendi !
Jæja,.. þá er öðrum helming betrunar kjaftsins míns lokið: er loksins búin að fara í fyrstu ferð til tann- og kjálkasmiðsins - mission: troða skrúfufjöndum ofan í kjálkann á mér.
Ohh well... ég mætti þarna til hans upp úr hádegi, og hann bara henti mér beinustu leið í stólinn og sprautaði líka þessu svakalega magni af deyfingu í munnholdið. Ég get svo svariða; ég hef ALDREI verið jafn dofin í andlitinu á ævinni,- mér leið eins og ég væri Jim Carrey í THE MASK: með teygjanlegasta munn í algeymi.
Svo fór ég nú svona að prófa að narta í þetta, bíta í vörina og svona... ALVEG DEAD ! Maður fékk það svona hálfpartinn á tilfinninguna að maður væri gerður úr jelly-i, ég var allavegana meira hlaupkennd en ég man nokkurn tímann eftir mér. My oh My !
En jæja.. áfram með smjörið: og ég var s.s klædd inn í sótthreinsaðar pappírsábreiður, þannig að það sást ekki í neitt nema andlitið á mér og tærnar ! Og svona án frekari bollalenginga þá gekk þessi aðgerð bara alveg ágætlega - allavegana miklu betur en ég var fyrirfram búin að ákveða að myndi ganga. Hún var svona tiltölulega sársaukalaus, enda engin furða,.. ég var nánast HIGH af öllum lyfjunum, og hann hélt áfram að bæta á deyfinguna af því að hann var alltaf áð bora svo skugglega nálægt einhverri taug sem að liggur fyrir neðan kjálkann á mér og út í varir ( fékk að vita það seinna meir ).
Aðgerðin tók ekki nema rétt rúman klukkutíma og allt gott um það að segja.
Fékk smá 70-mínútna fíling þegar að ég átti að fá mér vatnssopa í lokin og skyrpa: var ennþá svo lömuð í andlitinu að ég gat ekki "fleygt" vatninu frá mér almennilega svo að ég lét það bara leka út um munnvikin á mér og reyndi eftir bestu getu að hitta ofan í vaskinn.
Nema hvað,.. að stuttu eftir þetta allt saman fór deyfingin að fara úr.. og men Ó MEN .. þá leið mér illa. Sat hágrenjandi inni í bíl með mömmu, og gaf svo í þegar ég var komin heim og grenjaði ennþá meira. Mamma hentist út í apótek með lyfseðilinn minn og tók út einhverjar verkjatöflur og pencillin. Svo um klukkan 3-4 fór sársaukinn að dofna og ég hef það bara andskoti gott núna - svona miðað við aðstæður !
---
Svo er þetta blessaða jólafrí bara senn á enda, því miður ! Það er búið að vera alveg sérstaklega yndislegt og ég er búin að hafa það mergjað og ofsalega gott. Ég vil helst ekki fara út til Danmerkur aftur,.. langar bara að vera hérna heima og láta dekra við mig, éta ógeðsmat og spila hitt og þetta daginn út og inn.
Ég skutlaði Martini út á flugvöll fyrir tann-tímann minn. Sat með tárin í augunum alla leiðina til Keflavíkur, sem er svosum ekki merkilegt nema aðeins fyrir þær sakir að ég er að fara að hitta Martin aftur eftir aðeins 4 daga !!!!!!
En það er nú ekki bara það; ég er líka kvíðin fyrir að fara frá öllum á Íslandi.. huxa að það verði erfitt því að flest þeirra á ég ekki eftir að sjá fyrr en næsta sumar. Og það eru heilir 6 mánuðir.. sem mér finnst bara vera allt of mikið.
En jæja.. ég var s.s að berjast við að halda aftur af tárunum alla leiðina á flugvöllinn, fylgdi Martini inn og kyssti hann bless,.. og svo fór ég út og um leið og dyrnar lokuðust fyrir aftan mig þá fór ég að grenja. Og ekki batnaði það svo þegar ég flaug á rassinn í hálkunni og krapinu ... sko FLAUG.. þarna á bílastæðinu og varð rennandi blaut á æðri endanum og allri hægri hliðinni, fékk snjó undir aðra úlpuermina og missti veskið mitt :( BUhúúúúú
Já,.. það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag.. en svona er nú það !
En ég held ég fari að halda áfram að vinna í þessu blessaða 1. annar verkefni sem á að skila eftir 2 vikur.
Svei mér þá,.. ég veit ekki betur en svo að ég skrifi bara næst þegar ég verð komin á danska grundu.
Kveðjur að handan,
Erna skrúfukjaftur og stálkvendi !