sunnudagur, janúar 02, 2005

Hæ hó, hæ hó....

Gleðilegt ár, allir saman, og takk fyrir allt liðið og gott !

Merkilegt, en ég fer bara að fara heim aftur ( " heim til Danmerkur ! " ) Sko.... díses kræst, erum við ekki að grínast ? Ég er nýkomin !
Martin er að fara núna á miðvikudaginn og ég á sunnudagsmorgun. Mér líst nú ekki alveg nógu vel á þetta, tíminn er alltof fljótur að líða. Þannig að ég mun ekkert sjá ættingja mína, vini og vandamenn aftur fyrr en eftir hálft ár í viðbót ! Þetta er ótrúlegt, og eiginlega alveg hryllilega erfitt að vera alltaf svona langt í burtu frá þeim, sérstaklega þegar að fólk býr yfir annarri eins tilfinningasemi og ég; alltaf einhver aumingjaháttur.

Annars er þetta bara búið að vera magnað hérna á Ísalandi. Ég er bara búin að slappa af með meiru og hef reynt af hafa lítið áhyggjur af öllu öðru. Er bara búin að éta og éta, og merkilegt nok, þá er ég ekki búin að þyngjast ( miðað við vigtina ) heldur aftur á móti léttast um einhver grömm ! Pabbi hélt að það væri kannski vöðvamassi sem ég væri búin að missa, af því að ég var búin að vera svo dugleg að lyfta í Danmörku, og ég held það hljóti bara að vera. Því ekki er það fita, og svo mikið er víst ! ( Miðað við allt það magn af fitu sem ég er búin að vera að innbyrða )

Jólin voru æðisleg og yndisleg eins og alltaf og við höfðum það rosa gott.
Ég fékk Martin minn til mín þann 27. og þá bara gat það ekki orðið betra. Hann er búinn að vera að duglegur að hitta vini sína en á milli þess þá liggjum við bara uppi í rúmi og lesum, étum og horfum á sjónvarpið.
Gamlárskvöldið var líka vel heppnað: Byrjuðum heima hjá Stínu frænku og fjölskyldunni hennar. Átum EÐAL mat ( humar í forrét, magnaðan hamborgarahrygg með svakalegu meðlæti og svo ís og Mars-sósu í eftirrétt ), horfðum á skaupið, skutum nokkrum flugeldum, spiluðum og bara svona.. fjölskylduvænt allt saman ! Ég drakk ekki nema hálft freyðivínsglas, enda hélt ég að ég ætti að keyra heim. Annað kom svo á daginn; Trausti bróðir settist við stýrið, þannig að ég hefði vel geta drukkið meira. Ohhh well,.. ég vann það svo bara upp eftir að við vorum komin heim aftur í Safamýrina.
Við vorum búin að bjóða nokkrum vinum, ekkert partý, en bara svona.. samkomustaður fyrir fólk áður en haldið yrði niðrí bæ. Maggi kom fyrstur, svo Guðrún og Þorri, Linda systir kom snemma heim úr misheppnuðu partýi sem hún fór í, og svo Jón, Raymond og Brian úr skólanum mínum úti. Liðið hellti í sig allskonar gerðum af áfengi og svo um 5 leitið hentumst við niðrí bæ.
Þar var byrjað á NASA þar sem Palli þeytti skífum og það var bara fjandi gaman, allavegana skemmtilegra en ég var fyrirfram búin að ákveða. Síðan þegar lokaði þar, fórum við á HRESSÓ. Þar var líka svona mikið stuð. Við sáum óbjóðins og HORbjóðins mann standa í röðinni, hann var svoleiðis aaaaaaaaaalblóðugur í framan og á höndunum og það láku alveg droparnir. Ojjj ! Hann var blindfullur og ógeðslegur og honum var ekki hleypt inn.
Síðan var einhver dópistagella að sleikja á honum puttana, og honum fannst það svaka sexí. Nema hvað, að hún kemur að alblóðugum vísiputtanum og stingur honum upp í sig, hann hélt áfram að segja hvað honum þætti þetta sexí; " ....en bíddu bíddu.... þetta er allt úti í blóði !!! "
Og þá svaraði hún: " Ég er ekki svona stelpa sem er hrædd við að verða skítug !!!! "

Ojjjj... þvílíkt ógeð, maður !

Guðrúnu fannst allt kvöldið eins og hún væri með blóðslettur af kallinum í andlitinu, enda hafði hann nuddast upp við hana á einhverjum punkti. Hún slapp, blessunarlega, við það !

Inni var allt troðið, en við náðum samt borði þar sem allir gátu sest. Við Þorri komum með magnað atriði þegar að við ætluðum að fara að kaupa bjóra handa liðinu. Vildi ekki betur til en svo, að kallinn sem stóð við hliðina á mér var alveg blindfullur og hafði verið nýbúinn að kaupa sér bjór sjálfur. Síðan, af einhverjum ástæðum, dettur hann niður á gólfið og liggur bara þar í eigin vínanda, starir framfyrir sig, eins og hann viti hvorki upp né niður og ég alveg: " Þorri... FLJÓTUR ! " og bendi á bjórinn sem kallinn hafði verið að kaupa sér. Þorri stökk til, eins og hann hafði verið að hugsa það sama, grípur glasið og við löbbum svo bæði aftur að borðinu okkar, í mesta sakleysi. Þegar við vorum komin þangað, þá leit ég aftur upp á barinn, og þar stóð greyið maðurinn og baðaði út höndunum og leitaði að bjórglasinu sem gufaði upp !!!
Bwahahah... magnað !

Við vorum svo ekki komin heim fyrr en rúmlega 8 um morguninn og vöknuðum um hálf 4. Gærdagurinn fór svo í slor og slen. Ég var alls ekki þunn, en alveg hryllilega "bleehhh"- eitthvað og lá bara uppi í rúmi, meirihluta dagsins.
Ég hafði verið búin að ákveða að hitta Sigrúnu og Maju og fara með þeim niðrí bæ um kvöldið, en ég lagði ekki í það sökum ástands. Við Linda systir ætluðum að horfa á einhverja mynd og ég fór út til að kaupa ostapopp handa okkur. Í leiðinni kíkti ég í stutt stopp til þeirra stúlkna og þar var allt að springa af ást og kærleik. Rosa gaman !
Svo kom ég heim til Lindu aftur og við horfðum sjónvarpið, þar til ég gat ekki meir ! Sofnaði eins og selur um klukkan 2 og svaf svona líka rosalega vel þar til núna klukkan 12.30.

Veit ekki hvað planið er í dag, sjálfsagt eitthvað rólegt áfram.

Ohhh... ég trúi ekki að ég sé að fara að fara út aftur. Ég hreinlega trúi því ekki ! Það er eins gott að maður nýti þessa viku, sem eftir er.

Veit nú samt ekki hvernig það fer, er nefnilega að fara til tann- og kjálkasmiðs á miðvikudaginn, hann er að fara að bora einhverja skrúfufjanda í kjálkann á mér. Fari það bölvað ! Ætli maður verði svo ekki bara handónýtur það sem eftir lifir þá viku !

En svona er nú það,
ég er farin að vekja Martin með kossi
við verðum að fara gera eitthvað almennilegt. Kannski maður skelli sér bara í bakaríið og fái sér smá sukkmat

until we meet again....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?